Íslenski boltinn

Ingvar Kale: Mikilvægt að vera komnir aftur á toppinn

„Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en svo í seinni hálfleik þegar við skorum fyrsta markið fannst mér allur vindur fara úr Keflavík. Alferð skorar svo síðara markið og þá var þetta komið fannst mér," sagði Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Keflavík í kvöld en hann átti flottan leik á milli stanganna.

Íslenski boltinn

Arnar: Grátlegt að vinna ekki

„Það er grátlegt að vinna ekki þennan leik eftir að hafa spilað mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, besti leikmaður vallarins á Vodafone-vellinum í kvöld þar sem Haukar gerðu 3-3 jafntefli gegn KR. Arnar var afar sprækur í kvöld og jafnaði leikinn úr vítaspyrnu auk þess að leggja upp afar laglegt mark.

Íslenski boltinn

Gummi Ben: Þurfum á nýju blóði að halda

„Það eru allir leikir erfiðir fyrir okkur, við vissum það fyrir mót en það er engin afsökun fyrir þessu. Við áttum hrikalega lélegan kafla í seinni hálfleik sem skilar sér í því að við steinliggjum hér. Maður tapar leikjum ef maður fær á sig fimm mörk og maður vinnur ekki leiki nema maður nýti færin sín, það hefur sýnt sig" sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Selfyssinga eftir 5-2 tap gegn Fylki í Árbænum.

Íslenski boltinn

Jóhann: Óþarfi að fá á sig tvö mörk

„Þetta var virkilega ljúfur sigur. Við náðum stigunum þremur sem voru mjög nauðsynleg og náðum að skora fimm mörk. Þessi leikur féll mjög vel með okkur og við vorum í raun heppnir að vera ekki undir þegar fyrsta markið kom," sagði Jóhann Þórhallsson, leikmaður Fylkis, eftir 5-2 sigur á Selfyssingum.

Íslenski boltinn

Bjarni: Eigum ekki að þurfa að bjarga stigi gegn Haukum

„Við höfðum trú á því í hálfleik að við gætum jafnað þennan leik og komist yfir. Það er hins vegar of seint að hefja leikinn fyrir alvöru þegar tíu mínútur eru eftir,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR eftir 3-3 jafntefli við Hauka í kvöld í 12. umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: KR stal stigi gegn sprækum Haukum

Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Takk, búið, bless KR

KR-ingar eiga einn leik eftir í Evrópukeppninni þetta árið. Þeir töpuðu 0-3 fyrir úkraínska liðinu Karpaty Lviv í fyrri viðureign liðanna og ljóst að markmið þeirra fyrir seinni leikinn ytra verður bara að reyna að komast frá verkefninu með sæmd.

Íslenski boltinn