Íslenski boltinn

Eyjamenn gefa ekkert eftir - myndir

Eyjamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn í gær þegar þeir unnu 3-1 sigur á heimamönnum í Fylki og minnkuðu forskot KR-inga á toppi Pepsi-deildar karla í tvö stig. Tryggvi Guðmundsson var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora tvö mörk og leggja upp það þriðja.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Víkingur stal stigi

Víkingur náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stjörnunni. Varamaðurinn Björgólfur Takefusa sem virðist koma í hörkuformi úr meiðslum jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komar fram yfir venjulegan leiktíma. Rausnarlegur viðbótartími hjá Valgeiri sem Víkingar fagna og Stjörnumenn furða sig á.

Íslenski boltinn

Leik Keflvíkinga og KR-inga frestað um 50 daga

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum KR-inga í Pepsi-deild karla, annarsvegar vegna þátttöku KR-liðsins í Evrópukeppni og hinsvegar vegna úrslitaleik Valitorsbikarsins. Annar leikjanna er leikur Þórs og KR sem mætast einmitt í bikarúrslitaleiknum á laugardeginum 13. ágúst en þau áttu síðan að mætast í deildinni mánudaginn 15. ágúst.

Íslenski boltinn

Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum

Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1.

Íslenski boltinn

Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna

Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008.

Íslenski boltinn