Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík

Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

Íslenski boltinn

Arnar tryggði Fram mikilvægan sigur á Blikum

Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Íslenski boltinn

Bikar á loft upp á Skaga í gær - myndir

Skagamenn eru 1. deildarmeistarar í ár og þeir fengu bikarinn afhendan eftir 5-0 stórsigur á KA á Akranesi í gær. Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni fyrir 25 dögum og voru fyrir nokkru orðnir B-deildarmeistarar.

Íslenski boltinn

Stjörnustelpur tóku við Íslandsbikarnum - myndir

Stjarnan tók í dag við Íslandsbikarnum í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaleiknum sínum. Stjörnstúlkur voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir ellefu dögum en fengu ekki bikarinn afhentan fyrr en eftir síðasta heimaleik sinn sem var í dag.

Íslenski boltinn

Grótta jafnaði í uppbótartíma á móti Leikni

Hafsteinn Bjarnason tryggði Gróttu gríðarlega mikilvægt 1-1 jafntefli við Leikni í fallbaráttuslag í kvöld. Hafsteinn skoraði jöfnunarmarkið sitt í uppbótartíma þegar allt stefndi í að Leiknismenn væru að vinna og senda Gróttu niður í fallsæti.

Íslenski boltinn

Sögulegt sumar hjá KR

Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur.

Íslenski boltinn

Öll félög í vandræðum

„Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana.

Íslenski boltinn

Edda hjálpar liðinu úr stúkunni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Íslenski boltinn

Valsmenn í vandræðum

Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti við Vísi í dag að knattspyrnudeildin hefði hafið þá vinnu að semja við leikmenn félagsins á nýjan leik þar sem illa gengur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar við leikmenn.

Íslenski boltinn