Íslenski boltinn

Eyjamenn rúlluðu Hetti upp

Pepsi-deildarlið ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 6-1 heimasigri á Hetti sem leikur í 1. deild. Eyjamenn leiddu 4-0 í hálfleik en heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1

Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: KA - Grindavík 2-3 | Ameobi hetjan

Grindvíkingar gerðu góða ferð á Akureyri og unnu KA með þremur mörkum gegn tveimur í háspennuleik á Akureyrarvelli í kvöld. Grindvíkingar eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin á kostnað Akureyringa. Tomi Ameobi var hetja Grindvíkinga en hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans.

Íslenski boltinn

FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands

Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn

KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni

Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is

Íslenski boltinn

Markalaust á Ísafirði

BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn í markalausum leik á Ísafirði í dag. Þrátt fyrir ágæt tilþrif tókst hvorugu liðinu að skora. Heimamenn þó ívið sterkari.

Íslenski boltinn

KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr áttundu umferð

Áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins og Hörður Magnússon fór yfir gang mála í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni. Það var hljómsveitin Howler sem sá um tónlistana, og lagið heitir Back of your neck.

Íslenski boltinn

Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir

Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld

Knattspyrnuáhugamenn fá nóg að gera í kvöld þótt enginn sé leikurinn á EM. Öll áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fer þá fram. Eyjamaðurinn Christian Steen Olsen var valinn leikmaður 7. umferðar hjá Fréttablaðinu en hann skoraði þá þrennu gegn ÍA. Hann verður í eldlínunni með ÍBV í Grindavík í kvöld.

Íslenski boltinn