Íslenski boltinn Sveinbjörn hetja Fram í Mosfellsbænum Sveinbjörn Jónasson skoraði tvívegis þegar Fram kreisti fram 3-2 sigur gegn Aftureldingu í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 25.6.2012 22:12 Stjarnan í tómu basli með Reyni en slapp fyrir horn Efstu deildarlið Stjörnunnar marði 1-0 sigur á Reyni Sandgerði í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í Garðabæ í kvöld. Íslenski boltinn 25.6.2012 22:04 Selfyssingar fóru létt í gegnum KB Pepsi-deildarlið Selfoss vann öruggan 4-0 sigur á 3. deildarliði KB úr Breiðholti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Selfossi í kvöld. Íslenski boltinn 25.6.2012 21:28 Eyjamenn rúlluðu Hetti upp Pepsi-deildarlið ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 6-1 heimasigri á Hetti sem leikur í 1. deild. Eyjamenn leiddu 4-0 í hálfleik en heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum. Íslenski boltinn 25.6.2012 20:10 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1 Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar. Íslenski boltinn 25.6.2012 14:02 Umfjöllun og viðtöl: KA - Grindavík 2-3 | Ameobi hetjan Grindvíkingar gerðu góða ferð á Akureyri og unnu KA með þremur mörkum gegn tveimur í háspennuleik á Akureyrarvelli í kvöld. Grindvíkingar eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin á kostnað Akureyringa. Tomi Ameobi var hetja Grindvíkinga en hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans. Íslenski boltinn 25.6.2012 14:01 FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar. Íslenski boltinn 25.6.2012 11:48 KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is Íslenski boltinn 25.6.2012 10:47 Þjálfari Þórs/KA: Við vorum kærulausar og lélegar ÍBV vann frábæran sigur á Þór/KA, 4-1, á Þórsvellinum í gær og varð því fyrsta liðið til að leggja topplið Þórs/KA að velli í sumar. Eyjastúlkur réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Íslenski boltinn 25.6.2012 06:30 Stjarnan fór létt með botnlið Aftureldingar | Harpa Þorsteins með þrennu Stjarnan skellti sér í efsta sæti Pepsi-deildar kvenna með öruggum sigri á Aftureldingu, 4-1, en leikurinn fór fram á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Íslenski boltinn 24.6.2012 18:41 Nóg af mörkum í Pepsi-deild kvenna - Blikar gengu frá KR-ingum Þremur leikjum er nýlokið í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en þar ber helst að nefna markaleik á Selfossi þar sem gestirnir úr Fylki völtuðu yfir heimastúlkur, 5-1. Íslenski boltinn 24.6.2012 15:57 Umfjöllun: Eyjakonur bundu enda á sigurgöngu Þór/KA ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Íslenski boltinn 24.6.2012 13:05 Markalaust á Ísafirði BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn í markalausum leik á Ísafirði í dag. Þrátt fyrir ágæt tilþrif tókst hvorugu liðinu að skora. Heimamenn þó ívið sterkari. Íslenski boltinn 23.6.2012 15:58 Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli | Fyrsti sigur Leiknis Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld og Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli. Reykjavíkur-Víkingar náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Hetti með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma og Leiknismenn fóru til Ólafsvíkur og unnu sinn fyrsta sigur í sumar. Íslenski boltinn 22.6.2012 22:05 Björn Bergmann gæti fært ÍA 50 milljónir króna Knattspyrnudeild ÍA væntir þess að fá á bilinu 12-14 milljónir króna í sinn hlut, verði af sölunni á Birni Bergmann Sigurðarsyni frá norska liðinu Lilleström til Wolves á Englandi. Íslenski boltinn 22.6.2012 06:00 KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól. Íslenski boltinn 21.6.2012 22:01 Margrét Lára: Við ætlum okkur að vinna þennan riðil Margét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið þegar liðið vann 10-0 sigur í Búlgaríu í dag. Margrét Lára er þar með búin að skora 66 mörk í 82 landsleikjum. Íslenski boltinn 21.6.2012 17:48 Stelpurnar okkar hafa bara einu sinni unnið stærri sigur Íslenska kvennalandsiðið bauð upp á mikla markaveislu í Lovech í Búlgaríu í dag þegar þær unnu 10-0 sigur á heimastúlkum og komu sér aftur í toppsæti riðilsins síns í undankeppni EM. Þetta er annar stærsti sigur kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenski boltinn 21.6.2012 17:24 Framkvæmdastjóri Fram: Þorvaldur nýtur 100 prósent trausts Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fram, segir að Þorvaldur Örlygsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu, njóti fulls trausts. Fram situr í næstneðsta sæti Pepsi-deildar karla með sex stig eftir átta umferðir. Íslenski boltinn 21.6.2012 15:30 Pepsi-mörkin: Guðmundur Hreiðarsson í aðalhlutverki í ellismellinum Ellismellurinn hefur vakið mikla athygli í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport það sem af er sumri. Þar eru ýmsir gullmolar dregnir fram í sviðsljósið. Í gær var innslag sem Heimir Karlsson vann fyrir Stöð 2 á sínum tíma birt en þar var Guðmundur Hreiðarsson markvörður KR í aðalhlutverki. Íslenski boltinn 21.6.2012 00:26 Pepsi-mörkin: Markaregnið úr áttundu umferð Áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins og Hörður Magnússon fór yfir gang mála í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni. Það var hljómsveitin Howler sem sá um tónlistana, og lagið heitir Back of your neck. Íslenski boltinn 21.6.2012 00:09 Stjörnumenn misstu niður tveggja marka forystu - myndir FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika í kvöld í 8. umferð Pepsi-deildar karla en stigið nægði FH-ingum til að halda toppsætinu. Íslenski boltinn 20.6.2012 23:08 Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 20.6.2012 23:06 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fylkir 1-2 Fylkir lagði Selfoss að velli, 2-1 á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson og Finnur Ólafsson skoruðu mörk Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði marka heimamanna sem voru einum færri síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Íslenski boltinn 20.6.2012 19:30 Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 20.6.2012 19:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 2-2 FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik í Kaplakrika í kvöld. Stjarnan komst í 2-0 en staðan í hálfleik var 2-1. FH náði verðskuldað að jafna metin í seinni hálfleik en Stjarnan náði að hanga á góðri byrjun sinni og ná stigi. Íslenski boltinn 20.6.2012 18:30 Færði landsliðsstelpunum rós á kvenréttindadaginn Guðni Kjartansson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sló í gegn í Búlgaríu í gær þegar hann færði öllum konum í liðinu rós í tilefni af kvenréttindadeginum. Íslenska landsliðið mætir heimastúlkum á morgun í undankeppni EM. Íslenski boltinn 20.6.2012 17:45 Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld Knattspyrnuáhugamenn fá nóg að gera í kvöld þótt enginn sé leikurinn á EM. Öll áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fer þá fram. Eyjamaðurinn Christian Steen Olsen var valinn leikmaður 7. umferðar hjá Fréttablaðinu en hann skoraði þá þrennu gegn ÍA. Hann verður í eldlínunni með ÍBV í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 20.6.2012 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 1-3 Eyjamenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsí-deildinni í kvöld þegar þeir lögðu Grindvíkinga að velli í Grindavík 1-3. Með sigrinum kemst ÍBV í 11 stig í 8.sætinu en Grindvíkingar sitja sem fastast á botninum með 3 stig. Íslenski boltinn 20.6.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 2-1 Valsmenn lögðu Skagamenn að velli 2-1 í leik liðanna í 8. umferð Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Valsmanna sem voru sterkari aðilinn og lönduðu sanngjörnum sigri. Íslenski boltinn 20.6.2012 00:01 « ‹ ›
Sveinbjörn hetja Fram í Mosfellsbænum Sveinbjörn Jónasson skoraði tvívegis þegar Fram kreisti fram 3-2 sigur gegn Aftureldingu í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 25.6.2012 22:12
Stjarnan í tómu basli með Reyni en slapp fyrir horn Efstu deildarlið Stjörnunnar marði 1-0 sigur á Reyni Sandgerði í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í Garðabæ í kvöld. Íslenski boltinn 25.6.2012 22:04
Selfyssingar fóru létt í gegnum KB Pepsi-deildarlið Selfoss vann öruggan 4-0 sigur á 3. deildarliði KB úr Breiðholti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Selfossi í kvöld. Íslenski boltinn 25.6.2012 21:28
Eyjamenn rúlluðu Hetti upp Pepsi-deildarlið ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 6-1 heimasigri á Hetti sem leikur í 1. deild. Eyjamenn leiddu 4-0 í hálfleik en heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum. Íslenski boltinn 25.6.2012 20:10
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1 Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar. Íslenski boltinn 25.6.2012 14:02
Umfjöllun og viðtöl: KA - Grindavík 2-3 | Ameobi hetjan Grindvíkingar gerðu góða ferð á Akureyri og unnu KA með þremur mörkum gegn tveimur í háspennuleik á Akureyrarvelli í kvöld. Grindvíkingar eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin á kostnað Akureyringa. Tomi Ameobi var hetja Grindvíkinga en hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans. Íslenski boltinn 25.6.2012 14:01
FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar. Íslenski boltinn 25.6.2012 11:48
KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is Íslenski boltinn 25.6.2012 10:47
Þjálfari Þórs/KA: Við vorum kærulausar og lélegar ÍBV vann frábæran sigur á Þór/KA, 4-1, á Þórsvellinum í gær og varð því fyrsta liðið til að leggja topplið Þórs/KA að velli í sumar. Eyjastúlkur réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Íslenski boltinn 25.6.2012 06:30
Stjarnan fór létt með botnlið Aftureldingar | Harpa Þorsteins með þrennu Stjarnan skellti sér í efsta sæti Pepsi-deildar kvenna með öruggum sigri á Aftureldingu, 4-1, en leikurinn fór fram á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Íslenski boltinn 24.6.2012 18:41
Nóg af mörkum í Pepsi-deild kvenna - Blikar gengu frá KR-ingum Þremur leikjum er nýlokið í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en þar ber helst að nefna markaleik á Selfossi þar sem gestirnir úr Fylki völtuðu yfir heimastúlkur, 5-1. Íslenski boltinn 24.6.2012 15:57
Umfjöllun: Eyjakonur bundu enda á sigurgöngu Þór/KA ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Íslenski boltinn 24.6.2012 13:05
Markalaust á Ísafirði BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn í markalausum leik á Ísafirði í dag. Þrátt fyrir ágæt tilþrif tókst hvorugu liðinu að skora. Heimamenn þó ívið sterkari. Íslenski boltinn 23.6.2012 15:58
Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli | Fyrsti sigur Leiknis Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld og Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli. Reykjavíkur-Víkingar náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Hetti með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma og Leiknismenn fóru til Ólafsvíkur og unnu sinn fyrsta sigur í sumar. Íslenski boltinn 22.6.2012 22:05
Björn Bergmann gæti fært ÍA 50 milljónir króna Knattspyrnudeild ÍA væntir þess að fá á bilinu 12-14 milljónir króna í sinn hlut, verði af sölunni á Birni Bergmann Sigurðarsyni frá norska liðinu Lilleström til Wolves á Englandi. Íslenski boltinn 22.6.2012 06:00
KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól. Íslenski boltinn 21.6.2012 22:01
Margrét Lára: Við ætlum okkur að vinna þennan riðil Margét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið þegar liðið vann 10-0 sigur í Búlgaríu í dag. Margrét Lára er þar með búin að skora 66 mörk í 82 landsleikjum. Íslenski boltinn 21.6.2012 17:48
Stelpurnar okkar hafa bara einu sinni unnið stærri sigur Íslenska kvennalandsiðið bauð upp á mikla markaveislu í Lovech í Búlgaríu í dag þegar þær unnu 10-0 sigur á heimastúlkum og komu sér aftur í toppsæti riðilsins síns í undankeppni EM. Þetta er annar stærsti sigur kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenski boltinn 21.6.2012 17:24
Framkvæmdastjóri Fram: Þorvaldur nýtur 100 prósent trausts Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fram, segir að Þorvaldur Örlygsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu, njóti fulls trausts. Fram situr í næstneðsta sæti Pepsi-deildar karla með sex stig eftir átta umferðir. Íslenski boltinn 21.6.2012 15:30
Pepsi-mörkin: Guðmundur Hreiðarsson í aðalhlutverki í ellismellinum Ellismellurinn hefur vakið mikla athygli í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport það sem af er sumri. Þar eru ýmsir gullmolar dregnir fram í sviðsljósið. Í gær var innslag sem Heimir Karlsson vann fyrir Stöð 2 á sínum tíma birt en þar var Guðmundur Hreiðarsson markvörður KR í aðalhlutverki. Íslenski boltinn 21.6.2012 00:26
Pepsi-mörkin: Markaregnið úr áttundu umferð Áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins og Hörður Magnússon fór yfir gang mála í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni. Það var hljómsveitin Howler sem sá um tónlistana, og lagið heitir Back of your neck. Íslenski boltinn 21.6.2012 00:09
Stjörnumenn misstu niður tveggja marka forystu - myndir FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika í kvöld í 8. umferð Pepsi-deildar karla en stigið nægði FH-ingum til að halda toppsætinu. Íslenski boltinn 20.6.2012 23:08
Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 20.6.2012 23:06
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fylkir 1-2 Fylkir lagði Selfoss að velli, 2-1 á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson og Finnur Ólafsson skoruðu mörk Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði marka heimamanna sem voru einum færri síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Íslenski boltinn 20.6.2012 19:30
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 20.6.2012 19:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 2-2 FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik í Kaplakrika í kvöld. Stjarnan komst í 2-0 en staðan í hálfleik var 2-1. FH náði verðskuldað að jafna metin í seinni hálfleik en Stjarnan náði að hanga á góðri byrjun sinni og ná stigi. Íslenski boltinn 20.6.2012 18:30
Færði landsliðsstelpunum rós á kvenréttindadaginn Guðni Kjartansson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sló í gegn í Búlgaríu í gær þegar hann færði öllum konum í liðinu rós í tilefni af kvenréttindadeginum. Íslenska landsliðið mætir heimastúlkum á morgun í undankeppni EM. Íslenski boltinn 20.6.2012 17:45
Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld Knattspyrnuáhugamenn fá nóg að gera í kvöld þótt enginn sé leikurinn á EM. Öll áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fer þá fram. Eyjamaðurinn Christian Steen Olsen var valinn leikmaður 7. umferðar hjá Fréttablaðinu en hann skoraði þá þrennu gegn ÍA. Hann verður í eldlínunni með ÍBV í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 20.6.2012 06:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 1-3 Eyjamenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsí-deildinni í kvöld þegar þeir lögðu Grindvíkinga að velli í Grindavík 1-3. Með sigrinum kemst ÍBV í 11 stig í 8.sætinu en Grindvíkingar sitja sem fastast á botninum með 3 stig. Íslenski boltinn 20.6.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 2-1 Valsmenn lögðu Skagamenn að velli 2-1 í leik liðanna í 8. umferð Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Valsmanna sem voru sterkari aðilinn og lönduðu sanngjörnum sigri. Íslenski boltinn 20.6.2012 00:01