Íslenski boltinn

Muri­elle frá Króknum í Grafar­holt

Markadrottningin Murielle Tiernan hefur ákveðið færa sig um set og mun spila með Fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar frekar en í Bestu deildinni með Tindastóli. Frá þessu greindi Fram á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íslenski boltinn

Alex Þór í KR

Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson hefur samið við KR. Hann hefur undanfarin þrjú ár leikið með Öster í Svíþjóð.

Íslenski boltinn

Hanna frá Val í FH

FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

Íslenski boltinn

„Við megum ekki sitja eftir“

Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Íslenski boltinn

Loksins laus úr víta­hringnum

Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson kemur heim upp á Skaga og leikur með ÍA í Bestu-deildinni í sumar. Hann segist vera búinn að jafna sig að fullu á erfiðum meiðslum og segist þurfa að spila mun meira en hann gerði á síðasta tímabili.

Íslenski boltinn

Birta í markinu hjá ný­liðunum

Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Þessi 22 ára markvörður verður því með nýliðunum í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

Íslenski boltinn

Oliver heim á Skagann

Skagamenn fengu nýársgjöf í dag þegar tilkynnt var um heimkomu Olivers Stefánssonar frá Breiðabliki. Oliver mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn

„Reiði og hatur eru oft góð orka“

Arnar Gunnlaugsson leyfði leikmönnum sínum ekki að fara heldur lét þá horfa á Blika taka á móti og fagna Íslandsmeistaraskildinum, á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan. Þannig vildi hann skapa hvatningu fyrir Víkinga sem í ár urðu svo Íslandsmeistarar með yfirburðum og einnig bikarmeistarar.

Íslenski boltinn