Innlent Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. Innlent 28.4.2023 21:25 Tilkynnt um reyk í tilraunastöðinni að Keldum Allt tiltækt slökkvilið var sent að Keldum í Reykjavík eftir að tilkynnt var um reyk í einu húsa tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum. Innlent 28.4.2023 19:55 Bein útsending: Úrslit MORFÍS Úrslit MORFÍS fara fram í Háskólabíó í kvöld þegar MR og Flensborg eigast við. Innlent 28.4.2023 19:29 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. Innlent 28.4.2023 19:18 Styrkleikar Krabbameinsfélagsins á Selfossi um helgina Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir í annað sinn dagana 29. apríl til 30. apríl í Lindexhöllinni á Selfossi. Viðburðurinn er opinn öllum og það kostar ekkert að vera með. Innlent 28.4.2023 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja eitt hundrað og sjötíu milljónum króna til að sporna gegn ópíóðafaraldrinum. Samstaða ríkir hins vegar ekki um afglæpavæðingu neysluskammta. Fjallað verður nánar um málið og rætt við yfirlækni Vogs um mögulegt fyrirkomulag boðaðrar viðbragðsþjónustu vegna vímuefnaneyslu. Innlent 28.4.2023 18:00 Sjö bíla árekstur í Ártúnsbrekku Laust eftir klukkan 17 í dag varð árekstur í Ártúnsbrekku við eldsneytisstöð N1 í austurátt. Alls voru sjö bílar sem lentu saman. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka. Innlent 28.4.2023 18:00 Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Innlent 28.4.2023 16:09 Krefjast gæsluvarðhalds yfir mönnunum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur krafist þess að tveir karlmenn verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir andlát konu á Selfossi. Grunur er um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 28.4.2023 15:57 Segir meinta ritskoðun á Ríkisútvarpinu ritstjórn Pistlahöfundurinn þekkti Sif Sigmarsdóttir heldur því fram að hún hafi mátt sæta ritskoðun þegar hún lagði til pistla í Morgunútvarp Rásar 2 Ríkisútvarpsins. Dagskrárstjórinn segir þetta úr lausu lofti gripið, um hafi verið að ræða ritstjórn, ekki ritskoðun og á þessu tvennu sé munur. Innlent 28.4.2023 15:41 Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Innlent 28.4.2023 15:36 Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Innlent 28.4.2023 15:28 Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. Innlent 28.4.2023 15:26 Strokkur vélarinnar gaf sig vegna málmþreytubrots í gormi Flugvél sem nauðlenti á Fúlukinnarfjalli í júlí síðasta sumar var með brotinn gormahaldara og ábótavana smurningu á strokki. Er því beint til umsjónarmanna véla með svipaða hreyfla að huga vel að tengingu olíuleiðsna. Þá er því beint til hönnuðar vélarinnar að endurskoða notkun á riffluðum málmrörum í olíkerfi hreyfilsins. Innlent 28.4.2023 14:35 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. Innlent 28.4.2023 14:26 Bara pláss fyrir eina konu og börnin hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri Vegna fjárskorts mun kvennaathvarfið á Akureyri ekki geta tekið á móti fleiri en einni konu og börnum hennar í einu. Athvarfið var tilraunaverkefni til eins árs og hefur ekki tekist að tryggja fjármagn fyrir áframhaldandi óbreyttu starfi. Innlent 28.4.2023 14:17 Ásgerður nýr dómari við Landsrétt Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra. Innlent 28.4.2023 14:01 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. Innlent 28.4.2023 13:52 Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Innlent 28.4.2023 13:35 Nýir varaforsetar ASÍ sjálfkjörnir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í dag sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, var sjálfkjörinn 2. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 3. varaforseti. Innlent 28.4.2023 11:55 Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Innlent 28.4.2023 11:46 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við nýjan forseta ASÍ en Finnbjörn A. Hermannsson var sjálfjörinn í embættið í morgun. Innlent 28.4.2023 11:35 Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. Innlent 28.4.2023 11:29 Helga Jóna nýr verkefnisstjóri Sundabrautar Helga Jóna Jónasdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Hún mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra í fyrra. Hún mun einnig vinna í nánu samstarfi við höfuðborgarsvæðið og þróunarsvið Vegagerðarinnar. Innlent 28.4.2023 11:23 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Innlent 28.4.2023 11:11 Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands og var sjálfkjörinn á þingi sambandsins í dag. Innlent 28.4.2023 11:01 Ekki talið að eldurinn hafi brotist út með saknæmum hætti Ekki er talið að eldurinn um borð í skipinu Grímsnesi GK555 aðfaranótt 25. apríl hafi brotist út með saknæmum hætti. Innlent 28.4.2023 10:57 Skatturinn vill slíta Reykjavíkurlistanum Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. Innlent 28.4.2023 10:21 Litla-Grá og Litla-Hvít aftur fluttar í Klettsvík Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít voru fluttar úr umönnunarlaug sinni í Vestmannaeyjum og í kví í Klettsvík í morgun. Innlent 28.4.2023 10:06 Efling og OR undirrita kjarasamning Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en samningurinn nær til um fjörutíu starfsmanna. Samningurinn verður kynntur í næstu viku. Innlent 28.4.2023 09:35 « ‹ ›
Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. Innlent 28.4.2023 21:25
Tilkynnt um reyk í tilraunastöðinni að Keldum Allt tiltækt slökkvilið var sent að Keldum í Reykjavík eftir að tilkynnt var um reyk í einu húsa tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum. Innlent 28.4.2023 19:55
Bein útsending: Úrslit MORFÍS Úrslit MORFÍS fara fram í Háskólabíó í kvöld þegar MR og Flensborg eigast við. Innlent 28.4.2023 19:29
„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. Innlent 28.4.2023 19:18
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins á Selfossi um helgina Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir í annað sinn dagana 29. apríl til 30. apríl í Lindexhöllinni á Selfossi. Viðburðurinn er opinn öllum og það kostar ekkert að vera með. Innlent 28.4.2023 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja eitt hundrað og sjötíu milljónum króna til að sporna gegn ópíóðafaraldrinum. Samstaða ríkir hins vegar ekki um afglæpavæðingu neysluskammta. Fjallað verður nánar um málið og rætt við yfirlækni Vogs um mögulegt fyrirkomulag boðaðrar viðbragðsþjónustu vegna vímuefnaneyslu. Innlent 28.4.2023 18:00
Sjö bíla árekstur í Ártúnsbrekku Laust eftir klukkan 17 í dag varð árekstur í Ártúnsbrekku við eldsneytisstöð N1 í austurátt. Alls voru sjö bílar sem lentu saman. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka. Innlent 28.4.2023 18:00
Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Innlent 28.4.2023 16:09
Krefjast gæsluvarðhalds yfir mönnunum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur krafist þess að tveir karlmenn verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir andlát konu á Selfossi. Grunur er um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 28.4.2023 15:57
Segir meinta ritskoðun á Ríkisútvarpinu ritstjórn Pistlahöfundurinn þekkti Sif Sigmarsdóttir heldur því fram að hún hafi mátt sæta ritskoðun þegar hún lagði til pistla í Morgunútvarp Rásar 2 Ríkisútvarpsins. Dagskrárstjórinn segir þetta úr lausu lofti gripið, um hafi verið að ræða ritstjórn, ekki ritskoðun og á þessu tvennu sé munur. Innlent 28.4.2023 15:41
Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Innlent 28.4.2023 15:36
Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Innlent 28.4.2023 15:28
Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. Innlent 28.4.2023 15:26
Strokkur vélarinnar gaf sig vegna málmþreytubrots í gormi Flugvél sem nauðlenti á Fúlukinnarfjalli í júlí síðasta sumar var með brotinn gormahaldara og ábótavana smurningu á strokki. Er því beint til umsjónarmanna véla með svipaða hreyfla að huga vel að tengingu olíuleiðsna. Þá er því beint til hönnuðar vélarinnar að endurskoða notkun á riffluðum málmrörum í olíkerfi hreyfilsins. Innlent 28.4.2023 14:35
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. Innlent 28.4.2023 14:26
Bara pláss fyrir eina konu og börnin hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri Vegna fjárskorts mun kvennaathvarfið á Akureyri ekki geta tekið á móti fleiri en einni konu og börnum hennar í einu. Athvarfið var tilraunaverkefni til eins árs og hefur ekki tekist að tryggja fjármagn fyrir áframhaldandi óbreyttu starfi. Innlent 28.4.2023 14:17
Ásgerður nýr dómari við Landsrétt Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra. Innlent 28.4.2023 14:01
„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. Innlent 28.4.2023 13:52
Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Innlent 28.4.2023 13:35
Nýir varaforsetar ASÍ sjálfkjörnir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í dag sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, var sjálfkjörinn 2. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 3. varaforseti. Innlent 28.4.2023 11:55
Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Innlent 28.4.2023 11:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við nýjan forseta ASÍ en Finnbjörn A. Hermannsson var sjálfjörinn í embættið í morgun. Innlent 28.4.2023 11:35
Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. Innlent 28.4.2023 11:29
Helga Jóna nýr verkefnisstjóri Sundabrautar Helga Jóna Jónasdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Hún mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra í fyrra. Hún mun einnig vinna í nánu samstarfi við höfuðborgarsvæðið og þróunarsvið Vegagerðarinnar. Innlent 28.4.2023 11:23
Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Innlent 28.4.2023 11:11
Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands og var sjálfkjörinn á þingi sambandsins í dag. Innlent 28.4.2023 11:01
Ekki talið að eldurinn hafi brotist út með saknæmum hætti Ekki er talið að eldurinn um borð í skipinu Grímsnesi GK555 aðfaranótt 25. apríl hafi brotist út með saknæmum hætti. Innlent 28.4.2023 10:57
Skatturinn vill slíta Reykjavíkurlistanum Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. Innlent 28.4.2023 10:21
Litla-Grá og Litla-Hvít aftur fluttar í Klettsvík Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít voru fluttar úr umönnunarlaug sinni í Vestmannaeyjum og í kví í Klettsvík í morgun. Innlent 28.4.2023 10:06
Efling og OR undirrita kjarasamning Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en samningurinn nær til um fjörutíu starfsmanna. Samningurinn verður kynntur í næstu viku. Innlent 28.4.2023 09:35