Erlent Chirac réttir fram sáttahönd Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. Erlent 31.5.2005 00:01 Sex látnir úr hermannaveiki Sex eru nú látnir úr hermannaveikinni sem upp kom í Noregi fyrir skömmu. Staðfest hefur verið að banamein manns sem lést 19. maí á Austurvold-sjúkrahúsinu í Friðriksstað var hermannaveiki. Erlent 31.5.2005 00:01 Raffarin sagði af sér Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér. Hann afhenti Jacques Chirac forseta afsögn sína fyrir stundu. Chirac hefur tilnefnt Dominique de Villepin sem eftirmann Raffarins en afsögn hans kemur í kjölfar þess að Frakkar kolfelldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í fyrradag. Erlent 31.5.2005 00:01 Almenningur vill dauðadóm Jalal Talabani, forseti Íraks, lýsti því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær að réttarhöldin yfir Saddam Hussein myndu hefjast innan tveggja mánaðar. Erlent 31.5.2005 00:01 Flöskuskeytið bjargaði þeim 86 farþegum á skipi sem reikaði stjórnlaust um Karíbahaf var bjargað í vikunni eftir að flöskuskeyti sem þeir köstuðu útbyrðis fannst á nálægri eyju. Erlent 31.5.2005 00:01 Prófraun ESB-sáttmála í Hollandi Hollenskir stjórnmálaleiðtogar gerðu í gær lokatilraun til að telja landa sína á að greiða atkvæði með staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. En síðustu skoðanakannanir sem birtar voru fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag bentu til að enn hærra hlutfall hollenskra kjósenda myndi segja "nei" en franskir. Erlent 31.5.2005 00:01 Barsebäck kjarnorkuverinu lokað Sænska kjarnorkuverinu Barsebäck var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára sögu þessa umdeilda kjarnorkuvers. Erlent 31.5.2005 00:01 Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. Erlent 31.5.2005 00:01 Fundu bílsprengjuverksmiðjur Írakski herinn hefur handtekið fjölda manna og fundið nokkrar bílsprengjuverksmiðjur í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum í Bagdad. Margir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Erlent 31.5.2005 00:01 Al-Zarqawi segist við hestaheilsu Leiðtogi al-Qaida, Abu Musab al-Zarqawi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sé við hestaheilsu eftir að hafa særst lítillega í bardaga við bandaríska hermenn í Írak. Ekki hefur verið staðfest að yfirlýsingin sé í raun frá honum sjálfum. Erlent 31.5.2005 00:01 Sprenging í eldfjallinu Eldfjall í vesturhluta Mexíkó heldur áfram að gjósa en sprenging varð á fjórða tímanum í morgun að íslenskum tíma sem varð til þess að aska, reykur og grjót þeyttust allt að fimm kílómetra upp í loftið. Sprenging þessi var öflugri en sú sem varð fyrr í mánuðinum. Erlent 31.5.2005 00:01 Afsögn sveitarstjórans í Ossetíu Sveitarstjórinn í Ossetíu-héraði í Tsjetsjeníu sagði af sér í dag. Hann hafði legið undir miklu ámæli síðan síðastliðið haust eftir að 330 manns létust í gíslatöku í bænum Beslan sem staðsettur er í héraðinu. Erlent 31.5.2005 00:01 Hópslagsmál í réttarsal í Haifa Mikil hópslagsmál brutust út í réttarsal í borginni Haifa í Ísrael um helgina. Tvær fjölskyldur slógust með öllu sem hönd á festi. Erlent 31.5.2005 00:01 Fimm létust í Pakistan Að minnsta kosti fimm létust og tugir særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í borginni Karachi í Pakistan í gærkvöld. Sprengjutilræðið átti sér stað í miðri bænastund í mosku sjíta-múslima. Erlent 31.5.2005 00:01 Umsátri lauk með uppgjöf Umsátrinu vegna gíslatökunnar á sjúkrahúsinu í Blekinge í Karlskrona í Svíþjóð lauk með farsælum hætti um hádegisleytið í gær. Erlent 30.5.2005 00:01 Ekki áhrif á stækkun ESB Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Erlent 30.5.2005 00:01 Hunsi kosningar um gervifrjóvgun Benedikt XVI páfi hefur hvatt ítalska kjósendur til þess að hunsa kosningar um hvort eigi að leyfa gervifrjóvganir í landinu. Erlent 30.5.2005 00:01 Harmleikur í Ohio Sex manns, þar af tvö börn, fundust látin á tveimur sveitabæjum nálægt bænum Bellefontaine í Ohio í gær. Þá fannst kona alvarlega særð að sögn lögreglunnar. Ekki er ljóst hvað gerðist en talið er að einn hinna látnu hafi verið árásarmaðurinn. Málið er í rannsókn. Erlent 30.5.2005 00:01 Sleppti syni sínum úr gíslingu Faðir fimmtán ára drengs, sem tók hann í gíslingu á barnageðdeild Blekinge-sjúkrahússins í Svíþjóð í gærmorgun og hótaði að kveikja bæði í drengnum og sjálfum sér, hefur nú sleppt syni sínum. Erlent 30.5.2005 00:01 Útgerðir verði sviptar veiðileyfum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að útgerðir sem brjóta reglur sambandsins um fiskveiðikvóta verði sviptar veiðileyfum þar sem sektir dugi ekki til þess að halda aftur af þeim. Erlent 30.5.2005 00:01 Frakkar höfnuðu stjórnarskránni Frakkar höfnuðu nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær með fimmtíu og fimm prósent atkvæða. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðustöður voru tilkynntar. Erlent 30.5.2005 00:01 Kínverjar í hart? Kínverjar segja að ef ekki takist að leysa deilu þeirra við Bandaríkin og Evrópusambandið um innflutning á vefnaðarvörum muni þeir fara með málið fyrir Alþjóða viðskiptastofnunina. Erlent 30.5.2005 00:01 21 látinn, 34 særðir Tuttugu og einn týndi lífi og þrjátíu og fjórir særðust í sjálfsmorðsárás í Hilla í Írak í morgun. Tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp, annar þeirra við læknamiðstöð þar sem lögreglumenn fara í læknisskoðun og skömmu síðar sprengdi annar sig upp í hópi lögreglumanna sem safnast höfðu saman til að mómæla lágum launum. Erlent 30.5.2005 00:01 Skiptir niðurstaðan engu? Frakkar felldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Leiðtogar sambandsins reyna nú hver á fætur öðrum að fullvissa fólk um að það geri ekkert til. Talið er víst að Hollendingar felli stjórnarskrána líka á miðvikudag. Erlent 30.5.2005 00:01 Uppreisn í Gallaþorpinu Höfnun öruggs meirihluta frönsku þjóðarinnar á stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins hefur valdið pólitískum landskjálfta í Frakklandi og sambandinu öllu. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru niðurlægjandi fyrir Chirac og mikill skellur fyrir ríkisstjórn hans. Úrslitin setja líka framtíð Evrópusamstarfsins í talsvert uppnám. Erlent 30.5.2005 00:01 Tvöföld sjálfsmorðssprengjuárás Allt að þrjátíu manns týndu lífi í sjálfsmorðssprengjuárás í bænum Hillah í Írak í gær. Á meðan handtóku bandarískar hersveitir háttsettan stjórnmálamann úr hópi súnnía í misgripum. Erlent 30.5.2005 00:01 Fékk fatafellu í afmæli sonar síns Bandarísk kona, Annette Pharris, hefur verið ákærð fyrir að sýna unglingum undir lögaldri klámfengið efni en hún fékk nektardansmeyju til að fækka fötum í sextán ára afmæli sonar síns. Að minnsta kosti tíu börn voru í afmælinu. Erlent 30.5.2005 00:01 Talar opinskátt um smit sitt Ríkisútvarpið í Mið-Afríkulýðveldinu skýrði frá því að borgarstjórinn í Bangui, höfuðborg landsins, hefði gengið í hjónaband með ástkonu sinni til margra ára. Þau eru bæði alnæmissmituð, og var opinskátt sagt frá því í útvarpinu sem þykir afar óvenjulegt þar í landi. Erlent 30.5.2005 00:01 Stórsigur Saad Hariri Flokkur Saad Hariri, sonar Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra, vann yfirburðasigur í fyrsta hluta líbönsku þingkosninganna í fyrradag og hreppti öll þingsætin sem í boði voru. Saad fékk sjálfur fimmfalt fleiri atkvæði en andstæðingur hans í kosningunum. Erlent 30.5.2005 00:01 Uppstokkun boðuð í Frakklandi Jacques Chirac Frakklandsforseti sat í gær á rökstólum með ríkisstjórn sinni eftir að öruggur meirihluti franskra kjósenda hafnaði stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Var fastlega búist við því að forsætisráðherrann Jean-Pierre Raffarin yrði látinn víkja. Erlent 30.5.2005 00:01 « ‹ ›
Chirac réttir fram sáttahönd Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. Erlent 31.5.2005 00:01
Sex látnir úr hermannaveiki Sex eru nú látnir úr hermannaveikinni sem upp kom í Noregi fyrir skömmu. Staðfest hefur verið að banamein manns sem lést 19. maí á Austurvold-sjúkrahúsinu í Friðriksstað var hermannaveiki. Erlent 31.5.2005 00:01
Raffarin sagði af sér Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér. Hann afhenti Jacques Chirac forseta afsögn sína fyrir stundu. Chirac hefur tilnefnt Dominique de Villepin sem eftirmann Raffarins en afsögn hans kemur í kjölfar þess að Frakkar kolfelldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í fyrradag. Erlent 31.5.2005 00:01
Almenningur vill dauðadóm Jalal Talabani, forseti Íraks, lýsti því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær að réttarhöldin yfir Saddam Hussein myndu hefjast innan tveggja mánaðar. Erlent 31.5.2005 00:01
Flöskuskeytið bjargaði þeim 86 farþegum á skipi sem reikaði stjórnlaust um Karíbahaf var bjargað í vikunni eftir að flöskuskeyti sem þeir köstuðu útbyrðis fannst á nálægri eyju. Erlent 31.5.2005 00:01
Prófraun ESB-sáttmála í Hollandi Hollenskir stjórnmálaleiðtogar gerðu í gær lokatilraun til að telja landa sína á að greiða atkvæði með staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. En síðustu skoðanakannanir sem birtar voru fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag bentu til að enn hærra hlutfall hollenskra kjósenda myndi segja "nei" en franskir. Erlent 31.5.2005 00:01
Barsebäck kjarnorkuverinu lokað Sænska kjarnorkuverinu Barsebäck var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára sögu þessa umdeilda kjarnorkuvers. Erlent 31.5.2005 00:01
Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. Erlent 31.5.2005 00:01
Fundu bílsprengjuverksmiðjur Írakski herinn hefur handtekið fjölda manna og fundið nokkrar bílsprengjuverksmiðjur í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum í Bagdad. Margir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Erlent 31.5.2005 00:01
Al-Zarqawi segist við hestaheilsu Leiðtogi al-Qaida, Abu Musab al-Zarqawi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sé við hestaheilsu eftir að hafa særst lítillega í bardaga við bandaríska hermenn í Írak. Ekki hefur verið staðfest að yfirlýsingin sé í raun frá honum sjálfum. Erlent 31.5.2005 00:01
Sprenging í eldfjallinu Eldfjall í vesturhluta Mexíkó heldur áfram að gjósa en sprenging varð á fjórða tímanum í morgun að íslenskum tíma sem varð til þess að aska, reykur og grjót þeyttust allt að fimm kílómetra upp í loftið. Sprenging þessi var öflugri en sú sem varð fyrr í mánuðinum. Erlent 31.5.2005 00:01
Afsögn sveitarstjórans í Ossetíu Sveitarstjórinn í Ossetíu-héraði í Tsjetsjeníu sagði af sér í dag. Hann hafði legið undir miklu ámæli síðan síðastliðið haust eftir að 330 manns létust í gíslatöku í bænum Beslan sem staðsettur er í héraðinu. Erlent 31.5.2005 00:01
Hópslagsmál í réttarsal í Haifa Mikil hópslagsmál brutust út í réttarsal í borginni Haifa í Ísrael um helgina. Tvær fjölskyldur slógust með öllu sem hönd á festi. Erlent 31.5.2005 00:01
Fimm létust í Pakistan Að minnsta kosti fimm létust og tugir særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í borginni Karachi í Pakistan í gærkvöld. Sprengjutilræðið átti sér stað í miðri bænastund í mosku sjíta-múslima. Erlent 31.5.2005 00:01
Umsátri lauk með uppgjöf Umsátrinu vegna gíslatökunnar á sjúkrahúsinu í Blekinge í Karlskrona í Svíþjóð lauk með farsælum hætti um hádegisleytið í gær. Erlent 30.5.2005 00:01
Ekki áhrif á stækkun ESB Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Erlent 30.5.2005 00:01
Hunsi kosningar um gervifrjóvgun Benedikt XVI páfi hefur hvatt ítalska kjósendur til þess að hunsa kosningar um hvort eigi að leyfa gervifrjóvganir í landinu. Erlent 30.5.2005 00:01
Harmleikur í Ohio Sex manns, þar af tvö börn, fundust látin á tveimur sveitabæjum nálægt bænum Bellefontaine í Ohio í gær. Þá fannst kona alvarlega særð að sögn lögreglunnar. Ekki er ljóst hvað gerðist en talið er að einn hinna látnu hafi verið árásarmaðurinn. Málið er í rannsókn. Erlent 30.5.2005 00:01
Sleppti syni sínum úr gíslingu Faðir fimmtán ára drengs, sem tók hann í gíslingu á barnageðdeild Blekinge-sjúkrahússins í Svíþjóð í gærmorgun og hótaði að kveikja bæði í drengnum og sjálfum sér, hefur nú sleppt syni sínum. Erlent 30.5.2005 00:01
Útgerðir verði sviptar veiðileyfum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að útgerðir sem brjóta reglur sambandsins um fiskveiðikvóta verði sviptar veiðileyfum þar sem sektir dugi ekki til þess að halda aftur af þeim. Erlent 30.5.2005 00:01
Frakkar höfnuðu stjórnarskránni Frakkar höfnuðu nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær með fimmtíu og fimm prósent atkvæða. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar niðustöður voru tilkynntar. Erlent 30.5.2005 00:01
Kínverjar í hart? Kínverjar segja að ef ekki takist að leysa deilu þeirra við Bandaríkin og Evrópusambandið um innflutning á vefnaðarvörum muni þeir fara með málið fyrir Alþjóða viðskiptastofnunina. Erlent 30.5.2005 00:01
21 látinn, 34 særðir Tuttugu og einn týndi lífi og þrjátíu og fjórir særðust í sjálfsmorðsárás í Hilla í Írak í morgun. Tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp, annar þeirra við læknamiðstöð þar sem lögreglumenn fara í læknisskoðun og skömmu síðar sprengdi annar sig upp í hópi lögreglumanna sem safnast höfðu saman til að mómæla lágum launum. Erlent 30.5.2005 00:01
Skiptir niðurstaðan engu? Frakkar felldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Leiðtogar sambandsins reyna nú hver á fætur öðrum að fullvissa fólk um að það geri ekkert til. Talið er víst að Hollendingar felli stjórnarskrána líka á miðvikudag. Erlent 30.5.2005 00:01
Uppreisn í Gallaþorpinu Höfnun öruggs meirihluta frönsku þjóðarinnar á stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins hefur valdið pólitískum landskjálfta í Frakklandi og sambandinu öllu. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru niðurlægjandi fyrir Chirac og mikill skellur fyrir ríkisstjórn hans. Úrslitin setja líka framtíð Evrópusamstarfsins í talsvert uppnám. Erlent 30.5.2005 00:01
Tvöföld sjálfsmorðssprengjuárás Allt að þrjátíu manns týndu lífi í sjálfsmorðssprengjuárás í bænum Hillah í Írak í gær. Á meðan handtóku bandarískar hersveitir háttsettan stjórnmálamann úr hópi súnnía í misgripum. Erlent 30.5.2005 00:01
Fékk fatafellu í afmæli sonar síns Bandarísk kona, Annette Pharris, hefur verið ákærð fyrir að sýna unglingum undir lögaldri klámfengið efni en hún fékk nektardansmeyju til að fækka fötum í sextán ára afmæli sonar síns. Að minnsta kosti tíu börn voru í afmælinu. Erlent 30.5.2005 00:01
Talar opinskátt um smit sitt Ríkisútvarpið í Mið-Afríkulýðveldinu skýrði frá því að borgarstjórinn í Bangui, höfuðborg landsins, hefði gengið í hjónaband með ástkonu sinni til margra ára. Þau eru bæði alnæmissmituð, og var opinskátt sagt frá því í útvarpinu sem þykir afar óvenjulegt þar í landi. Erlent 30.5.2005 00:01
Stórsigur Saad Hariri Flokkur Saad Hariri, sonar Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra, vann yfirburðasigur í fyrsta hluta líbönsku þingkosninganna í fyrradag og hreppti öll þingsætin sem í boði voru. Saad fékk sjálfur fimmfalt fleiri atkvæði en andstæðingur hans í kosningunum. Erlent 30.5.2005 00:01
Uppstokkun boðuð í Frakklandi Jacques Chirac Frakklandsforseti sat í gær á rökstólum með ríkisstjórn sinni eftir að öruggur meirihluti franskra kjósenda hafnaði stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Var fastlega búist við því að forsætisráðherrann Jean-Pierre Raffarin yrði látinn víkja. Erlent 30.5.2005 00:01