Erlent

Fékk fatafellu í afmæli sonar síns

Bandarísk kona, Annette Pharris, hefur verið ákærð fyrir að sýna unglingum undir lögaldri klámfengið efni en hún fékk nektardansmeyju til að fækka fötum í sextán ára afmæli sonar síns. Að minnsta kosti tíu börn voru í afmælinu. Upp komst um málið þegar starfsfólk framköllunarstofu sem konan verslar við sá ljósmyndir af nektardansinum og lét það lögreglu vita. Harris kveðst undrandi á ákærunni. "Ég vildi bara gera afmælisdaginn eftirminnilegan fyrir son minn," sagði hún í við fréttamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×