Skiptir niðurstaðan engu? 30. maí 2005 00:01 Frakkar felldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Leiðtogar sambandsins reyna nú hver á fætur öðrum að fullvissa fólk um að það geri ekkert til. Talið er víst að Hollendingar felli stjórnarskrána líka á miðvikudag. Úrslit kosninganna í Frakklandi komu svo sem ekki á óvart en munurinn var þó miklu meiri en menn höfðu búist við. Það er ekki hægt að kalla það annað en dúndrandi ósigur fyrir Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Evrópusambandið sjálft að fimmtíu og fimm prósent Frakka sögðu „nei“ en aðeins fjörutíu og fimm prósent sögðu „já“. Ekki er talið að útkoman verði betri í Hollandi á miðvikudag. Samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð þar fyrir kosningarnar í Frakklandi eru rúmlega sextíu og fimm prósent Hollendinga á móti stjórnarskránni. Úrslitin í Frakklandi hafa engin áhrif hér á landi en Tyrkir og Króatar óttast að þau komi til með að þýða seinkun á aðildarviðræðum þeirra við Evrópusambandið. Talsmaður sambandsins sagði reyndar að stjórnarskráin og aðildarviðræður væru óskyld mál og ættu ekki að hafa áhrif hvort á annað. Raunar hafa leiðtogar Evrópu keppst við það í dag að reyna að sannfæra fólk um að höfnun Frakka sé ekki svo alvarleg eftir allt saman. Einn þessara leiðtoga er Javier Solana sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins en verður utanríkisráðherra þess ef stjórnarskráin verður einhverntíma samþykkt. Hann sagði vinnuna halda áfram, dag og nótt, því ekki verði ljóst hver afdrif stjórnarskrárinnar verði fyrr en í nóvember 2006. Hverjar afleiðingarnar verða fyrir Frakkland er óljóst ennþá. Chirac forseti segir að hann muni ekki segja af sér sjálfur en hann ætlar á morgun að skýra frá breytingum sem gerðar verði á ríkisstjórninni. Hann hefur þegar gefið í skyn að Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra verði látinn fjúka, en þeir gætu orðið fleiri. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Frakkar felldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Leiðtogar sambandsins reyna nú hver á fætur öðrum að fullvissa fólk um að það geri ekkert til. Talið er víst að Hollendingar felli stjórnarskrána líka á miðvikudag. Úrslit kosninganna í Frakklandi komu svo sem ekki á óvart en munurinn var þó miklu meiri en menn höfðu búist við. Það er ekki hægt að kalla það annað en dúndrandi ósigur fyrir Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Evrópusambandið sjálft að fimmtíu og fimm prósent Frakka sögðu „nei“ en aðeins fjörutíu og fimm prósent sögðu „já“. Ekki er talið að útkoman verði betri í Hollandi á miðvikudag. Samkvæmt skoðanakönnun sem var gerð þar fyrir kosningarnar í Frakklandi eru rúmlega sextíu og fimm prósent Hollendinga á móti stjórnarskránni. Úrslitin í Frakklandi hafa engin áhrif hér á landi en Tyrkir og Króatar óttast að þau komi til með að þýða seinkun á aðildarviðræðum þeirra við Evrópusambandið. Talsmaður sambandsins sagði reyndar að stjórnarskráin og aðildarviðræður væru óskyld mál og ættu ekki að hafa áhrif hvort á annað. Raunar hafa leiðtogar Evrópu keppst við það í dag að reyna að sannfæra fólk um að höfnun Frakka sé ekki svo alvarleg eftir allt saman. Einn þessara leiðtoga er Javier Solana sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins en verður utanríkisráðherra þess ef stjórnarskráin verður einhverntíma samþykkt. Hann sagði vinnuna halda áfram, dag og nótt, því ekki verði ljóst hver afdrif stjórnarskrárinnar verði fyrr en í nóvember 2006. Hverjar afleiðingarnar verða fyrir Frakkland er óljóst ennþá. Chirac forseti segir að hann muni ekki segja af sér sjálfur en hann ætlar á morgun að skýra frá breytingum sem gerðar verði á ríkisstjórninni. Hann hefur þegar gefið í skyn að Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra verði látinn fjúka, en þeir gætu orðið fleiri.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira