Erlent Kóraninn í klósettið Sex Pakistanar segjast hafa orðið vitni að vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Mennirnir halda því fram að við yfirheyrslur í fangelsinu sé traðkað á Kóraninum og hann rifinn í tætlur. Erlent 28.6.2005 00:01 Bandaríkjamenn styðji Þjóðverja Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hvetur Bandaríkin til að styðja Þýskaland um að það fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Schröder kom til Washington í gær. Hann segir Þýskaland tilbúið að axla meiri ábyrgð í alþjóðasamfélaginu. Erlent 28.6.2005 00:01 Segjast ekki styðja uppreisnarmenn Stjórnvöld í Eretríu neita staðfastlega að þau styðji uppreisnarmenn í hernaði þeirra í nágrannaríkinu Súdan. Súdönsk stjórnvöld kvörtuðu við Sameinuðu þjóðirnar í gær að nágrannarnir í austri veittu skæruliðunum hernaðarlegan stuðning í átökum þeirra við stjórnarher Súdana. Erlent 28.6.2005 00:01 Farfuglar smitberar Fuglaflensan getur hugsanlega borist á milli landa með farfuglum þar sem í Kína er ljóst að farfuglar hafa smitast af þeim staðfuglum sem nú þegar bera smit. Miklar líkur eru á því að þegar líða fer að árlegu flugi farfugla til annarra heimkynna beri þeir smit. Erlent 28.6.2005 00:01 Hæstiréttur hnekkir sýknudómi Hæstiréttur Pakistan hefur hnekkt dómi áfrýjunardómstóls í máli konu sem nauðgað var af hópi fólks og krafist þess að ódæðismennirnir yrðu handteknir. Erlent 28.6.2005 00:01 Kjarnasamrunaver til Frakklands Frakkland hefur verið valið til þess að hýsa kjarnasamrunaofn sem nýta á í tilraunaskyni. Afar vandasamt er að framkalla og stýra kjarnasamruna en skili vinnslan árangri er kominn fram orkugjafi sem talinn er umhverfisvænni en flestar aðrar orkuvinnsluaðferðir. Erlent 28.6.2005 00:01 Sjóorustan við Trafalgar Bretar halda upp á það í dag að í ár eru tvö hundruð ár liðin frá sjóorrustunni við Trafalgar, sem markaði upphafið að endalokum hins mikla veldis Napóleons Bónaparte. Margir eru þó óánægðir með framkvæmd hátíðahaldanna. Erlent 28.6.2005 00:01 Útgáfufyrirtæki geta lögsótt Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að útgáfufyrirtæki geti höfðað mál gegn þeim fyrirtækjum sem hvetja viðskiptavini til að stela lögum og kvikmyndum af netinu. Erlent 28.6.2005 00:01 Ítölsk stjórnvöld vilja CIA burt Ítalía undirbýr kröfu um að þrettán starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, verði dregnir úr landinu. Ástæða þessa er að mennirnir eru sakaðir um að hafa rænt meintum hryðjuverkamanni, Abu Omar, frá Ítalíu og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var pyntaður. Erlent 28.6.2005 00:01 Auga fyrir auga Íranskur dómstóll hefur úrskurðað að maður á þrítugsaldri skuli blindaður. Erlent 28.6.2005 00:01 Ár síðan Írakar tóku yfir Í dag er ár liðið frá því að Írakar tóku við stjórnartaumunum í eigin landi úr höndum Bandaríkjamanna. Ýmislegt hefur áunnist en vandamálin sýnast þó miklu stærri. Erlent 28.6.2005 00:01 Prestur og raðmorðingi Prestur í Kansas í Bandaríkjunum hefur játað að hafa drepið að minnsta kosti tíu manns á árunum 1974 til 1991. Dennis Rader, sem er fyrrum leiðtogi innan lúthersku kirkjunnar og skátaforingi, játaði í upphafi réttarhalda yfir honum en ástæður morðanna sagði hann tengjast kynferðislegum hugarórum sínum. Erlent 28.6.2005 00:01 EFTA ræðir við Rússland og Úkraínu Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, sem eru Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein, ákváðu í gær að stefna að fríverslunarviðræðum við Rússland og Úkraínu. Jafnframt var ákveðið að leita í auknum mæli eftir fríverslunarsamningum við stór og mikilvæg viðskiptaríki, án tillits til þess hvort Evrópusambandið ætli að gera fríverslunarsamninga við viðkomandi ríki. Erlent 28.6.2005 00:01 Aldurforsetinn ráðinn af dögum Í gær var ár liðið síðan Írakar fengu aftur fullveldi sitt eftir innrásina í landið í mars 2003. Engu að síður er þar róstusamt sem aldrei fyrr. Erlent 28.6.2005 00:01 Hjónabönd samkynhneigðra Kanada verður að öllum líkindum þriðja ríkið til að leyfa hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Talið er að frumvarp um lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra verði samþykkt á kanadíska þinginu í þessari viku. Erlent 28.6.2005 00:01 Skothríð á hóp mótmælenda Lögregla í borginni Samawa í Írak hóf fyrir stundu skothríð á hóp atvinnulausra mótmælenda í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru um tvö þúsund manns samankomin í borginni til að mótmæla því að enga vinnu sé að hafa hjá lögreglunni. Erlent 28.6.2005 00:01 Myntbreyting í Rúmeníu Rúmenskum milljónamæringum mun fækka verulega á föstudaginn. Ástæðan hefur þó ekkert með efnahagsástandið að gera, heldur stendur til að taka fjögur núll aftan af gjaldmiðlinum, sem nefnist lei. Erlent 28.6.2005 00:01 Bygging hrundi í miðborg Porto Bygging hrundi í miðborg borgarinnar Porto í Portúgal í nótt. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en Rui Rio, borgarstjóri Porto, segist hallast að því að sprengiefni hefði komið við sögu því sprengingin hefði verið of öflug til að geta verið af völdum gas- eða vatnshitara. Erlent 28.6.2005 00:01 Réttað yfir nauðgurunum að nýju Hæstiréttur Pakistans hefur ákveðið að réttað verði að nýju yfir mönnunum fjórtán sem tengjast hópnauðgun á Mukhtaran Mai árið 2002. Mai sagðist afar ánægð með ákvörðun hæstaréttar en allir sakborningarnir nema einn höfðu áður verið sýknaðir. Erlent 28.6.2005 00:01 Þrílitað áróðursstríð Ólga fer nú vaxandi í Ísrael vegna brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni sem hefjast á í ágúst. Enn sem komið er eru mótmælin þó að mestu friðsamleg. Erlent 27.6.2005 00:01 Forseti Filippseyja segist saklaus Mikil mótmæli hafa verið á Filippseyjum að undanförnu gegn Gloriu Arroyo, forseta landsins, en hún er sökuð um að hafa staðið að kosningasvindli. Erlent 27.6.2005 00:01 Klæðskiptingar í Indónesíu Tíu íslamskir öfgamenn reyndu að stöðva fegurðarsamkeppni indónesískra klæðskiptinga. Fegurðarsamkeppnin var haldin í næturklúbbi í Djakarta og var hún rétt hafin þegar tímenningar ruddust inn og létu illum látum. Erlent 27.6.2005 00:01 Bann við boðorðunum tíu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað um að dómshús skuli héðan af ekki hafa boðorðin tíu til sýnis. Dómshúsin sem um ræddi voru í fylkinu Kentucky og taldi dómurinn að trúarleg merking boðorðanna þar væri svo mikil að hún gengi gegn stjórnarskrárreglu um aðskilnað ríkis og kirkju. Erlent 27.6.2005 00:01 Hitabylgja á Ítalíu Enn ein hitabylgjan gengur nú yfir Ítalíu. Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til eldri borgara að halda sig heima við og mælist til þess að yfirvöld fylgist vel með eldra fólki sem býr eitt. Erlent 27.6.2005 00:01 Olían hefur aldrei verið dýrari Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan. Erlent 27.6.2005 00:01 Uppreisnin gæti staðið í áratug Bandarísk stjórnvöld virðast vera farin að gera sér grein fyrir því að baráttan við uppreisnarmenn í Írak gæti tekið mörg ár til viðbótar. Þau staðfesta að hafa átt í viðræðum við einhverja uppreisnarhópa. Erlent 27.6.2005 00:01 Íbúðaverð fer hækkandi Talsverð þensla hefur verið á norskum fasteignamarkaði undanfarin misseri. Íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 4,1 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðung þessa árs en hefur síðan 1993 hækkað um 103,7 prósent. Erlent 27.6.2005 00:01 Fimm námumenn létust í Úkraínu Fimm námumenn létu lífið og að minnsta kosti þrír slösuðust illa í sprengingu í kolanámu í Lviv-héraði í Úkraínu í gær. Sprengingin varð vegna metangass og voru 56 námumenn að störfum þegar hún varð á 550 metra dýpi. Erlent 27.6.2005 00:01 Nauðgað að skipun öldunga Pakistönsk kona sem nauðgað var af hópi karla í refsingarskyni hefur nú eftir langa baráttu fengið illvirkjana dregna fyrir hæstarétt landsins. Hugrekki konunnar hefur vakið heimsathygli og jafnframt beint sjónum fólks að stöðu kvenna í þessum heimshluta. Erlent 27.6.2005 00:01 Yfirgefa ekki Írak í bráð Flest bendir nú til að Bandaríkjamenn séu ekki á leiðinni frá Írak í bráð. Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks sagði í dag útilokað að segja til um hvenær óöldinni í Írak myndi linna og á meðan svo væri færu Bandaríkjamenn ekki neitt. Erlent 27.6.2005 00:01 « ‹ ›
Kóraninn í klósettið Sex Pakistanar segjast hafa orðið vitni að vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Mennirnir halda því fram að við yfirheyrslur í fangelsinu sé traðkað á Kóraninum og hann rifinn í tætlur. Erlent 28.6.2005 00:01
Bandaríkjamenn styðji Þjóðverja Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hvetur Bandaríkin til að styðja Þýskaland um að það fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Schröder kom til Washington í gær. Hann segir Þýskaland tilbúið að axla meiri ábyrgð í alþjóðasamfélaginu. Erlent 28.6.2005 00:01
Segjast ekki styðja uppreisnarmenn Stjórnvöld í Eretríu neita staðfastlega að þau styðji uppreisnarmenn í hernaði þeirra í nágrannaríkinu Súdan. Súdönsk stjórnvöld kvörtuðu við Sameinuðu þjóðirnar í gær að nágrannarnir í austri veittu skæruliðunum hernaðarlegan stuðning í átökum þeirra við stjórnarher Súdana. Erlent 28.6.2005 00:01
Farfuglar smitberar Fuglaflensan getur hugsanlega borist á milli landa með farfuglum þar sem í Kína er ljóst að farfuglar hafa smitast af þeim staðfuglum sem nú þegar bera smit. Miklar líkur eru á því að þegar líða fer að árlegu flugi farfugla til annarra heimkynna beri þeir smit. Erlent 28.6.2005 00:01
Hæstiréttur hnekkir sýknudómi Hæstiréttur Pakistan hefur hnekkt dómi áfrýjunardómstóls í máli konu sem nauðgað var af hópi fólks og krafist þess að ódæðismennirnir yrðu handteknir. Erlent 28.6.2005 00:01
Kjarnasamrunaver til Frakklands Frakkland hefur verið valið til þess að hýsa kjarnasamrunaofn sem nýta á í tilraunaskyni. Afar vandasamt er að framkalla og stýra kjarnasamruna en skili vinnslan árangri er kominn fram orkugjafi sem talinn er umhverfisvænni en flestar aðrar orkuvinnsluaðferðir. Erlent 28.6.2005 00:01
Sjóorustan við Trafalgar Bretar halda upp á það í dag að í ár eru tvö hundruð ár liðin frá sjóorrustunni við Trafalgar, sem markaði upphafið að endalokum hins mikla veldis Napóleons Bónaparte. Margir eru þó óánægðir með framkvæmd hátíðahaldanna. Erlent 28.6.2005 00:01
Útgáfufyrirtæki geta lögsótt Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að útgáfufyrirtæki geti höfðað mál gegn þeim fyrirtækjum sem hvetja viðskiptavini til að stela lögum og kvikmyndum af netinu. Erlent 28.6.2005 00:01
Ítölsk stjórnvöld vilja CIA burt Ítalía undirbýr kröfu um að þrettán starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, verði dregnir úr landinu. Ástæða þessa er að mennirnir eru sakaðir um að hafa rænt meintum hryðjuverkamanni, Abu Omar, frá Ítalíu og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var pyntaður. Erlent 28.6.2005 00:01
Auga fyrir auga Íranskur dómstóll hefur úrskurðað að maður á þrítugsaldri skuli blindaður. Erlent 28.6.2005 00:01
Ár síðan Írakar tóku yfir Í dag er ár liðið frá því að Írakar tóku við stjórnartaumunum í eigin landi úr höndum Bandaríkjamanna. Ýmislegt hefur áunnist en vandamálin sýnast þó miklu stærri. Erlent 28.6.2005 00:01
Prestur og raðmorðingi Prestur í Kansas í Bandaríkjunum hefur játað að hafa drepið að minnsta kosti tíu manns á árunum 1974 til 1991. Dennis Rader, sem er fyrrum leiðtogi innan lúthersku kirkjunnar og skátaforingi, játaði í upphafi réttarhalda yfir honum en ástæður morðanna sagði hann tengjast kynferðislegum hugarórum sínum. Erlent 28.6.2005 00:01
EFTA ræðir við Rússland og Úkraínu Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, sem eru Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein, ákváðu í gær að stefna að fríverslunarviðræðum við Rússland og Úkraínu. Jafnframt var ákveðið að leita í auknum mæli eftir fríverslunarsamningum við stór og mikilvæg viðskiptaríki, án tillits til þess hvort Evrópusambandið ætli að gera fríverslunarsamninga við viðkomandi ríki. Erlent 28.6.2005 00:01
Aldurforsetinn ráðinn af dögum Í gær var ár liðið síðan Írakar fengu aftur fullveldi sitt eftir innrásina í landið í mars 2003. Engu að síður er þar róstusamt sem aldrei fyrr. Erlent 28.6.2005 00:01
Hjónabönd samkynhneigðra Kanada verður að öllum líkindum þriðja ríkið til að leyfa hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Talið er að frumvarp um lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra verði samþykkt á kanadíska þinginu í þessari viku. Erlent 28.6.2005 00:01
Skothríð á hóp mótmælenda Lögregla í borginni Samawa í Írak hóf fyrir stundu skothríð á hóp atvinnulausra mótmælenda í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru um tvö þúsund manns samankomin í borginni til að mótmæla því að enga vinnu sé að hafa hjá lögreglunni. Erlent 28.6.2005 00:01
Myntbreyting í Rúmeníu Rúmenskum milljónamæringum mun fækka verulega á föstudaginn. Ástæðan hefur þó ekkert með efnahagsástandið að gera, heldur stendur til að taka fjögur núll aftan af gjaldmiðlinum, sem nefnist lei. Erlent 28.6.2005 00:01
Bygging hrundi í miðborg Porto Bygging hrundi í miðborg borgarinnar Porto í Portúgal í nótt. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en Rui Rio, borgarstjóri Porto, segist hallast að því að sprengiefni hefði komið við sögu því sprengingin hefði verið of öflug til að geta verið af völdum gas- eða vatnshitara. Erlent 28.6.2005 00:01
Réttað yfir nauðgurunum að nýju Hæstiréttur Pakistans hefur ákveðið að réttað verði að nýju yfir mönnunum fjórtán sem tengjast hópnauðgun á Mukhtaran Mai árið 2002. Mai sagðist afar ánægð með ákvörðun hæstaréttar en allir sakborningarnir nema einn höfðu áður verið sýknaðir. Erlent 28.6.2005 00:01
Þrílitað áróðursstríð Ólga fer nú vaxandi í Ísrael vegna brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni sem hefjast á í ágúst. Enn sem komið er eru mótmælin þó að mestu friðsamleg. Erlent 27.6.2005 00:01
Forseti Filippseyja segist saklaus Mikil mótmæli hafa verið á Filippseyjum að undanförnu gegn Gloriu Arroyo, forseta landsins, en hún er sökuð um að hafa staðið að kosningasvindli. Erlent 27.6.2005 00:01
Klæðskiptingar í Indónesíu Tíu íslamskir öfgamenn reyndu að stöðva fegurðarsamkeppni indónesískra klæðskiptinga. Fegurðarsamkeppnin var haldin í næturklúbbi í Djakarta og var hún rétt hafin þegar tímenningar ruddust inn og létu illum látum. Erlent 27.6.2005 00:01
Bann við boðorðunum tíu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað um að dómshús skuli héðan af ekki hafa boðorðin tíu til sýnis. Dómshúsin sem um ræddi voru í fylkinu Kentucky og taldi dómurinn að trúarleg merking boðorðanna þar væri svo mikil að hún gengi gegn stjórnarskrárreglu um aðskilnað ríkis og kirkju. Erlent 27.6.2005 00:01
Hitabylgja á Ítalíu Enn ein hitabylgjan gengur nú yfir Ítalíu. Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til eldri borgara að halda sig heima við og mælist til þess að yfirvöld fylgist vel með eldra fólki sem býr eitt. Erlent 27.6.2005 00:01
Olían hefur aldrei verið dýrari Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan. Erlent 27.6.2005 00:01
Uppreisnin gæti staðið í áratug Bandarísk stjórnvöld virðast vera farin að gera sér grein fyrir því að baráttan við uppreisnarmenn í Írak gæti tekið mörg ár til viðbótar. Þau staðfesta að hafa átt í viðræðum við einhverja uppreisnarhópa. Erlent 27.6.2005 00:01
Íbúðaverð fer hækkandi Talsverð þensla hefur verið á norskum fasteignamarkaði undanfarin misseri. Íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 4,1 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðung þessa árs en hefur síðan 1993 hækkað um 103,7 prósent. Erlent 27.6.2005 00:01
Fimm námumenn létust í Úkraínu Fimm námumenn létu lífið og að minnsta kosti þrír slösuðust illa í sprengingu í kolanámu í Lviv-héraði í Úkraínu í gær. Sprengingin varð vegna metangass og voru 56 námumenn að störfum þegar hún varð á 550 metra dýpi. Erlent 27.6.2005 00:01
Nauðgað að skipun öldunga Pakistönsk kona sem nauðgað var af hópi karla í refsingarskyni hefur nú eftir langa baráttu fengið illvirkjana dregna fyrir hæstarétt landsins. Hugrekki konunnar hefur vakið heimsathygli og jafnframt beint sjónum fólks að stöðu kvenna í þessum heimshluta. Erlent 27.6.2005 00:01
Yfirgefa ekki Írak í bráð Flest bendir nú til að Bandaríkjamenn séu ekki á leiðinni frá Írak í bráð. Ibrahim al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks sagði í dag útilokað að segja til um hvenær óöldinni í Írak myndi linna og á meðan svo væri færu Bandaríkjamenn ekki neitt. Erlent 27.6.2005 00:01