Erlent

Schwarzenegger með lítið fylgi

Meirihluti Kaliforníubúa vill ekki sjá Arnold Schwarzenegger endurkjörinn sem fylkisstjóra en kosningar fara fram á næsta ári. Fylgi Repúblikana í fylkinu hefur farið minnkandi að undanförnu samkvæmt síðustu skoðanakönnunum.

Erlent

Efndu til illinda við hermenn

Til átaka kom á milli öfgafullra gyðinga sem leggjast gegn brottflutningi landnema af Gaza-ströndinni, ísraelskra hermanna og Palestínumanna í gær.

Erlent

Bandaríkjastjórn með fangaskip?

Mjög alvarlegar ásakanir hafa borist hryðjuverkaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna til eyrna, þess efnis að Bandaríkjastjórn haldi stríðsföngum höldnum á skipum á alþjóðlegu hafsvæði.

Erlent

Geimskutlan Discovery í loftið

Geimskutlan Discovery ætti að verða tilbúin í næsta mánuði þegar til stendur að hún fari í fyrstu geimferðina frá því að skutlan Columbia fórst. Í gær gagnrýndi eftirlitsnefnd bandarísku geimferðastofnunina NASA fyrir að slá slöku við í öryggismálum í þremur tilfellum.

Erlent

Bandaríkjaher ekki heim í bráð

George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í ræðu sem hann flutti í gærkvöld, að ekki væri hægt að setja dagsetningu á hvenær herlið landsins yrði kallað heim. Þá sagði hann að erfiðir tímar væru framundan í Írak en að þó yrðu ekki fleiri hermenn sendir til landsins.

Erlent

Vítahringurinn í Írak

Ári eftir að hernámsliðið færði Írökum fullveldi sitt á nýjan leik virðist lítið hafa þokast í friðarátt. Þeir sem réðust inn í landið á sínum tíma eru í erfiðri klemmu: Mun ástandið í landinu lagast ef herliðið verður kallað heim?

Erlent

New York fullkomin Ólympíuborg !

New York er fullkominn staður til að halda Ólympíuleikana árið 2012. Þetta sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice í gær. Hún sagði ástæðuna vera að New York væri alþjóðleg borg og þar byggi fólk frá nánast öllum löndum og þjóðum heimsins.

Erlent

Öruggasti skýjakjúfur í heimi

Frelsisturninn sem rísa á í stað Tvíburaturnanna sem hrundu til grunna í New York 11. september 2001 hefur tekið miklum breytingum frá því sem upphaflega var lagt upp með. Þar sem fyrstu hugmyndir þóttu ekki uppfylla kröfur sem gerðar voru til öryggis var hann hannaður upp á nýtt og á að vera sterkbyggðasti og öruggasti skýjakljúfur í heimi.

Erlent

Forsætisráðherrar funda

Biðstaða Evrópusambandsins var eitt af helstu umræðuefnunum á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku. Danir og Svíar vilja sjá breytingar á fjárlögum ESB, en Norðmenn og Íslendingar standa enn rólegri en áður, utan sambandsins.

Erlent

Orustunnar við Trafalgar minnst

Skip frá sjóherjum um 30 þjóða söfnuðust saman við suðurströnd Englands í gær, þar sem þess var minnst að 200 ár eru liðin frá orrustunni um Trafalgar. Breski flotinn, undir stjórn Horatio Nelson, flotaforingja, vann sigur á sjóherjum Frakka, undir stjórn Napóleons Bonaparte

Erlent

Schröder leitar trausts

Gerhard Schröder boðaði ríkisstjórn sína á fund í dag til að greina ráðherrum frá því hvers vegna hann hygðist leita traustsyfirlýsingar frá þinginu á föstudaginn. Áformin hafa raunar legið fyrir um hríð, en Schröder hefur hins vegar ekki viljað greina frá ástæðu þess að hann leitar traustsyfirlýsingarinnar.

Erlent

Tyrkjum boðið til samninga við ESB

Loksins sjá Tyrkir fyrir endann á að áratugabaráttu fyrir inngöngu í Evrópusambandið sé að ljúka því í gær gaf sambandið út yfirlýsingu um að það sé tilbúið til þess að setjast að samningaborði með Tyrkjum. Þessi yfirlýsing er í takt við samkomulag leiðtoga ESB-ríkjanna sem náðist í desember. </font />

Erlent

Prestur stelur söfnunarfé

Prestur í kristnum söfnuði í Osló hefur verið kærður fyrir að stinga undan um það bil fimm milljónum íslenskra króna úr söfnunarfé, sem safnaðist handa fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf á annan dag jóla.

Erlent

Minni stuðningur við Íraksstríð

Yfir 1700 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak frá því innrás Bandaríkjanna hófst í mars árið 2003 samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá hafa um og yfir 13.000 hermenn særst í átökum í Írak frá upphafi innrásarinnar.

Erlent

Bush gagnrýndur

Öryggi Bandaríkjanna byggist á stríðinu í Írak, sagði Bush Bandaríkjaforseti í gær. Hann vísaði ítrekað til hryðjuverkaárásanna ellefta september þegar hann ræddi stríðsreksturinn. Bush hélt sjónvarpsávarp á besta tíma í gærkvöldi í von um að slá á gagnrýni og byggja upp traust almennings, en kannanir benda til þess að það fari þverrandi.

Erlent

Hryðjuverkamenn gætu eitrað mjólk

Bandaríska vísindaakademían hefur ákveðið að halda áfram birtingu á rannsókn sinni um mögulegar leiðir hryðjuverkamanna til þess að eitra bandarísku mjólkina.

Erlent

Samkynhneigðir fá leyfi

Kanadíska þingið, samþykkti í gær að einstaklingar af sama kyni geti nú gengið í hjónaband, þrátt fyrir mikil mótmæli íhaldssamra og kirkjuleiðtoga.

Erlent

Prinsarnir rétt feðraðir

Díana Bretaprinsessa var þvinguð til að láta taka blóðprufur úr sonum sínum, Vilhjálmi og Harry, til að færa sönnur á faðerni þeirra.

Erlent

Neyðarástand á Ítalíu

"Því er spáð að hitinn geti farið upp í 40 til 45 stig í heitustu borgunum. Það er neyðarástand í landinu, tíu manns hafa þegar látist, en á sunnudaginn lést sextugur Þjóðverji á ströndinni hér í bænum," segir Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir fararstjóri fyrir Úrval- Útsýn á Lido di Jesolo rétt hjá Feneyjum.

Erlent

Stríðið gegn hryðjuverkum

Það er aðeins eitt stríð í gangi: stríðið gegn hryðjuverkum og einn vígvöllurinn er Írak. Þetta var meginkjarninn í sjónvarpsávarpi Bush Bandaríkjaforseta í gær, þar sem hann tengdi stríðið í Írak og árásirnar á Bandaríkin ellefta september ítrekað saman.

Erlent

Tengdi Írak og ellefta september

George W. Bush var ómyrkur í máli í þjóðarávarpi sínu í fyrrinótt. Hann sagði að innrásin í Írak væri lykilatriði í stríðinu gegn hryðjuverkum og engin áform væru um að kalla herlið Bandaríkjamanna heim.

Erlent

Sigur fyrir samkynhneigða í Kanada

Kanadíska þingið samþykkti ný lög sem leyfa samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Töluverðrar andstöðu hefur gætt meðal íhaldssamari þingmanna og atkvæðagreiðslan féll þannig að 158 þingmenn samþykktu lögin gegn 133

Erlent

Bandarísk herþyrla skotin niður

Bandarísk herþyrla var skotin niður í austurhluta Afganistans í gær. Engar upplýsingar liggja enn fyrir um slys á mönnum en talið er að um tuttugu hermenn hafi verið um borð. Talibanar hafa lýst verknaðinum á hendur sér

Erlent

Sautján hermanna saknað

Óvinveitt skot er talið hafa valdið því að bandarísk þyrla hrapaði til jarðar í austurhluta Afganistan, ef marka má fréttir frá bandaríska hernum. Sautján hermenn voru um borð í þyrlunni sem var að flytja þá yfir mikla fjallgarða til að berjast gegn meðlimum al-Kaída samtakanna. Ekkert er vitað um afdrif hermannanna.

Erlent

Litháenskir sjómenn láta lífið

Tveir Litháenskir sjómenn létu lífið og sá þriðji var hætt kominn, um borð í fiskibáti undan ströndum Karlskrona í Svíþjóð í gærkvöldi. Talið er að banameinið hafi verið að þeir önduðu að sér eitruðum gastegundum

Erlent

Elsta kona heims 115 ára

Elsta kona í heimi hélt upp á afmælið sitt í dag. Hendrikje van Andel-Schipper fæddist í Hollandi þennan dag árið 1890, og er því hundrað og fimmtán ára gömul. Það ótrúlega er að hún hefur alla ævi verið frekar heilsutæp og gat ekki gengið í skóla af þessum sökum.

Erlent

Aldurforsetinn ráðinn af dögum

Í gær var ár liðið síðan Írakar fengu aftur fullveldi sitt eftir innrásina í landið í mars 2003. Engu að síður er þar róstusamt sem aldrei fyrr.

Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra

Kanada verður að öllum líkindum þriðja ríkið til að leyfa hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Talið er að frumvarp um lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra verði samþykkt á kanadíska þinginu í þessari viku.

Erlent

Skothríð á hóp mótmælenda

Lögregla í borginni Samawa í Írak hóf fyrir stundu skothríð á hóp atvinnulausra mótmælenda í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru um tvö þúsund manns samankomin í borginni til að mótmæla því að enga vinnu sé að hafa hjá lögreglunni.

Erlent