Erlent Fánasaumur á Gaza Saumastofur á Gaza svæðinu vinna nú nótt sem nýtan dag við að sauma fána sem á að flagga þegar Ísraelar yfirgefa Gaza, um miðjan næsta mánuð. Heimastjórn Palestínu hefur pantað sextíu þúsund palestínska fána. Erlent 28.7.2005 00:01 Eldur í olíuborpalli á Indlandi Tólf manns létust og 367 var bjargað af brennandi olíuborpalli við vesturströnd Indlands í gær og í morgun. Fólk fleygði sér í sjóinn þegar eldar fóru að loga og tekist hefur að bjarga flestum en enn er þó nokkura saknað. Erlent 28.7.2005 00:01 Sextíu látnir í hitabylgju Yfir 60 manns hafa látist af völdum hita og raka í Bandaríkjunum að undanförnu. Hitabylgjan hefur valdið miklum óskunda í níu ríkjum, aðallega á austurströnd landsins en hæst fór hitinn í 38 gráður. Erlent 28.7.2005 00:01 Eldgos í Mexíkó Eitt virkasta eldfjall Mexíkó, Colima, gaus í gær með þeim afleiðingum að grjót og aska þeyttust allt að 2700 metra upp í loftið. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum en fjallið er staðsett í um 700 kílómetra fjarlægð frá Mexíkó borg. Erlent 28.7.2005 00:01 Dómur fyrir að skipuleggja árás Maðurinn sem skipulagði sprengjuárás á flugvöll í Los Angeles á gamlárskvöld árið 1999 hefur verið dæmdur í tuttugu og tveggja ára fangelsi. Hinn 38 ára gamli Ahmed Ressam sýndi lítil viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp í Seattle í gær. Erlent 28.7.2005 00:01 Discovery tengdist geimstöðinni Geimferjan Discovery tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær, eftir að hafa tekið snúning alveg upp við hana til þess að unnt væri að taka nærmyndir af neðra byrði ferjunnar úr myndavél í stöðinni. Myndatakan er liður í rannsóknum á hugsanlegum skemmdum á ytra byrði geimferjunnar. Erlent 28.7.2005 00:01 Mubarak býður sig enn fram Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tilkynnti í dag að hann ætli enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands í tuttugu og fjögur ár, og vill sitja í sex ár í viðbót. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall. Erlent 28.7.2005 00:01 NASA slær geimferðum á frest Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar að slá frekari geimferðum á frest á meðan sérfræðingar rannsaka stykki sem duttu af eldsneytistanki geimferjunnar Discovery við flugtak á þriðjudaginn. Erlent 28.7.2005 00:01 Flóð á Indlandi Nærri fjögur hundruð og fimmtíu hafa látist af völdum mikilla flóða og aurskriðna í Indlandi undanfarna þrjá daga. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og samgöngur eru lamaðar. Þá hefur skólum verið lokað og mestöll atvinnustarfsemi liggur niðri. Erlent 28.7.2005 00:01 35 ára stríði lokið á Írlandi Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur ákveðið að leggja niður vopn. Þar með lýkur þrjátíu og fimm ára blóðugu tímabili í sögu samtakanna, sem talin eru bera ábyrgð á dauða nærri tvö þúsund manna. Erlent 28.7.2005 00:01 Lúkasjenkó tekur Pólverja fyrir Viðleitni Pólverja til að ýta undir lýðræði í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi hafa framkallað æ harðari viðbrögð af hálfu stjórnvalda í sovétlýðveldinu fyrrverandi. Þessi núningur náði nýju hámarki í gær er Pólverjar kölluðu sendiherra sinn heim frá hvít-rússnesku höfuðborginni Minsk. Erlent 28.7.2005 00:01 IRA leggur niður vopnin Írski lýðveldisherinn ÍRA mun frá klukkan þrjú í dag hætta öllum vopnuðum aðgerðum og framvegis beita friðsamlegum aðgerðum til að ná fram markmiðum sínum. Erlent 28.7.2005 00:01 Sýknaðir af nasistahyllingu Hæstiréttur Þýskalands sneri í dag dómi yfir þrem mönnum sem höfðu verið sakfelldir í undirrétti fyrir að heiðra SS hersveitir Adolfs Hitlers. Mennirnir þrír sem tilheyra hægri öfgasamtökum komu sér upp símsvara þar sem var að finna upplýsingar um hvar og hvenær skrúðgöngur þeirra færu fram. Erlent 28.7.2005 00:01 Enn fleiri handtökur í Bretlandi Breska lögreglan fann sextán sprengjur í skotti bíls sem einn af mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárás á London hafði á leigu. Þykir þetta sýna svo ekki verði um villst að árásirnar á London sjöunda júlí hafi bara átt að vera byrjunin á mun fleiri árásum. Erlent 28.7.2005 00:01 Lík Menezes flutt til Brasilíu Flogið var með lík mannsins sem lögreglan í London skaut á Stockwell lestarstöðinni í vikunni, til Brasilíu í gær. Hinn 27 ára Jean Charles de Menezes var skotinn í höfuðið, alls átta sinnum, eftir að hafa hunsað fyrirmæli lögreglunnar um að stoppa. Erlent 28.7.2005 00:01 Franskir barnaníðingar fá dóm Dómstóll í Frakklandi dæmdi hóp fólks í 28 ára fangelsi í gær fyrir að misnota og selja börn, aðallega þeirra eigin. Alls voru börnin sem um ræðir 45 talsins en þau voru seld af foreldrum fyrir sígarettur og áfengi á árunum 1999 til 2002. Erlent 28.7.2005 00:01 Þrjár konur handteknar í London Breska lögreglan handtók þrjár konur í suðuhluta London í gær en þær eru grunaðar um að tengjast mönnunum sem gerðu misheppnaða tilraun til að sprengja lestar og strætisvagn í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en konurnar voru handteknar í íbúð nálægt Stockwell lestarstöðinni. Erlent 28.7.2005 00:01 IRA segist hættur vopnaðri baráttu Írski lýðveldisherinn, IRA, sem drap og limlesti þúsundir manna í 35 ára vopnaðri baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur að beita ofbeldi sem pólitísku baráttutæki. Bæði írska og breska stjórnin, sem og ráðamenn víðar um heim, fögnuðu þessu sem mikilvægum áfanga í átt að varanlegum friði á Norður-Írlandi. Erlent 28.7.2005 00:01 Þekkti ekki skilti frá staur Færeyskur lögþingsmaður var handtekinn fyrir að aka drukkinn á ljósastaur, um síðustu helgi. Torbjörn Jacobsen, yfirgaf bíl sinn eftir áreksturinn og neitaði í fyrstu að opna fyrir lögreglunni þegar hún kom heim til hans. Erlent 28.7.2005 00:01 Vill endurreisa ríkisstjórnina Gerry Adams, formaður Sinn Fein, hins pólitíska arms Írska lýðveldisherins segir að ríkisstjórnir Bretlands og Írlands verði nú að endurreisa ríkisstjórn Norður-Írlands þar sem kaþólikkar og mótmælendur skipti með sér völdum. Erlent 28.7.2005 00:01 Störf dómara Saddams í hættu Sautján af starfsmönnum réttarins, sem undirbýr nú réttarhöldin yfir Saddam Hussein, gætu misst störf sín þar sem þeir voru félagsmenn í Baath-flokki Saddams Hussein. Íraska þingið greiðir atkvæði um þetta um helgina, en einhver andstaða er þó við atkvæðagreiðsluna innan þingsins. Erlent 27.7.2005 00:01 Uppruni Kínaflensu óljós Alþjóða heilbrigðisstofunin fylgist nú grannt með framvindu mála vegna hins dularfulla sjúkdóms sem herjað hefur á bændur í Kína að undanförnu. Alls hafa 24 manns látist vegna sjúkdómsins og yfir 80 veikst þar af 17 lífshættulega. Erlent 27.7.2005 00:01 Afsláttarfargjöld á háu verði Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag. Erlent 27.7.2005 00:01 Fjórir Svíar reknir út af hóteli Fjórum sænskum ríkisborgurum var kastað út af hóteli í Árósum í Danmörku vegna gruns um hryðjuverk. Mennirnir segjast hafa komið til borgarinnar til að sjá stjörnurnar í knattspyrnuliðinu Barcelona leika við heimamenn. Erlent 27.7.2005 00:01 Handtökur í Birmingham Maðurinn var handtekinn í Birmingham eldsnemma í morgun. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard að hann kunni að vera einn fjórmenninganna sem ákaft hefur verið leitað vegna árásarinnar á London í síðustu viku. Erlent 27.7.2005 00:01 Undur og stórmerki á Ítalíu Þúsundir manna komu saman í kirkju heilags Péturs í Acerra í suðurhluta Ítalíu um helgina. Ástæðan er að stytta af Maríu mey er sögð hafa hreyfst frammi fyrir augum kirkjugesta. Fréttin fór sem eldur um sinu um landið og segjast sífellt fleiri hafa séð styttuna hreyfast. Erlent 27.7.2005 00:01 Fækka hermönnum næsta vor Forsætisráðherra Íraks vill að Bandaríkjamenn hefji fljótlega brottfluttning herafla síns frá Írak. Æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna segir raunhæft að byrja að fækka hermönnum næsta vor. Ibrahim Al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks fundaði með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Baghdad í morgun. Erlent 27.7.2005 00:01 Geimskotið ekki áfallalaust Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti. Erlent 27.7.2005 00:01 Krónprinsessa lögð í einelti Rúmlega fertugur danskur maður sem hefur lagt Viktoríu krónprinsessu í einelti, hefur verið handtekinn á nýjan leik, en hann strauk af geðsjúkrahúsi í Danmörku fyrir fimm dögum. Þangað hafði hann verið skikkaður til þess að kanna geðheilsu hans. Erlent 27.7.2005 00:01 Ekk vitað hvað datt af Discovery Tvö stykki brotnuðu af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Atvikinu svipar til þess sem olli því að geimferjan Columbía fórst fyrir um tveimur og hálfu ári. Discovery var loks skotið á loft í gær, eftir hálfsmánaðar töf vegna bilunar í mæli í eldsneytistanki. Þangað til í morgun var talið að allt hefði gengið snurðulaust fyrir sig. Erlent 27.7.2005 00:01 « ‹ ›
Fánasaumur á Gaza Saumastofur á Gaza svæðinu vinna nú nótt sem nýtan dag við að sauma fána sem á að flagga þegar Ísraelar yfirgefa Gaza, um miðjan næsta mánuð. Heimastjórn Palestínu hefur pantað sextíu þúsund palestínska fána. Erlent 28.7.2005 00:01
Eldur í olíuborpalli á Indlandi Tólf manns létust og 367 var bjargað af brennandi olíuborpalli við vesturströnd Indlands í gær og í morgun. Fólk fleygði sér í sjóinn þegar eldar fóru að loga og tekist hefur að bjarga flestum en enn er þó nokkura saknað. Erlent 28.7.2005 00:01
Sextíu látnir í hitabylgju Yfir 60 manns hafa látist af völdum hita og raka í Bandaríkjunum að undanförnu. Hitabylgjan hefur valdið miklum óskunda í níu ríkjum, aðallega á austurströnd landsins en hæst fór hitinn í 38 gráður. Erlent 28.7.2005 00:01
Eldgos í Mexíkó Eitt virkasta eldfjall Mexíkó, Colima, gaus í gær með þeim afleiðingum að grjót og aska þeyttust allt að 2700 metra upp í loftið. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum en fjallið er staðsett í um 700 kílómetra fjarlægð frá Mexíkó borg. Erlent 28.7.2005 00:01
Dómur fyrir að skipuleggja árás Maðurinn sem skipulagði sprengjuárás á flugvöll í Los Angeles á gamlárskvöld árið 1999 hefur verið dæmdur í tuttugu og tveggja ára fangelsi. Hinn 38 ára gamli Ahmed Ressam sýndi lítil viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp í Seattle í gær. Erlent 28.7.2005 00:01
Discovery tengdist geimstöðinni Geimferjan Discovery tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær, eftir að hafa tekið snúning alveg upp við hana til þess að unnt væri að taka nærmyndir af neðra byrði ferjunnar úr myndavél í stöðinni. Myndatakan er liður í rannsóknum á hugsanlegum skemmdum á ytra byrði geimferjunnar. Erlent 28.7.2005 00:01
Mubarak býður sig enn fram Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tilkynnti í dag að hann ætli enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands í tuttugu og fjögur ár, og vill sitja í sex ár í viðbót. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall. Erlent 28.7.2005 00:01
NASA slær geimferðum á frest Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar að slá frekari geimferðum á frest á meðan sérfræðingar rannsaka stykki sem duttu af eldsneytistanki geimferjunnar Discovery við flugtak á þriðjudaginn. Erlent 28.7.2005 00:01
Flóð á Indlandi Nærri fjögur hundruð og fimmtíu hafa látist af völdum mikilla flóða og aurskriðna í Indlandi undanfarna þrjá daga. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og samgöngur eru lamaðar. Þá hefur skólum verið lokað og mestöll atvinnustarfsemi liggur niðri. Erlent 28.7.2005 00:01
35 ára stríði lokið á Írlandi Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur ákveðið að leggja niður vopn. Þar með lýkur þrjátíu og fimm ára blóðugu tímabili í sögu samtakanna, sem talin eru bera ábyrgð á dauða nærri tvö þúsund manna. Erlent 28.7.2005 00:01
Lúkasjenkó tekur Pólverja fyrir Viðleitni Pólverja til að ýta undir lýðræði í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi hafa framkallað æ harðari viðbrögð af hálfu stjórnvalda í sovétlýðveldinu fyrrverandi. Þessi núningur náði nýju hámarki í gær er Pólverjar kölluðu sendiherra sinn heim frá hvít-rússnesku höfuðborginni Minsk. Erlent 28.7.2005 00:01
IRA leggur niður vopnin Írski lýðveldisherinn ÍRA mun frá klukkan þrjú í dag hætta öllum vopnuðum aðgerðum og framvegis beita friðsamlegum aðgerðum til að ná fram markmiðum sínum. Erlent 28.7.2005 00:01
Sýknaðir af nasistahyllingu Hæstiréttur Þýskalands sneri í dag dómi yfir þrem mönnum sem höfðu verið sakfelldir í undirrétti fyrir að heiðra SS hersveitir Adolfs Hitlers. Mennirnir þrír sem tilheyra hægri öfgasamtökum komu sér upp símsvara þar sem var að finna upplýsingar um hvar og hvenær skrúðgöngur þeirra færu fram. Erlent 28.7.2005 00:01
Enn fleiri handtökur í Bretlandi Breska lögreglan fann sextán sprengjur í skotti bíls sem einn af mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárás á London hafði á leigu. Þykir þetta sýna svo ekki verði um villst að árásirnar á London sjöunda júlí hafi bara átt að vera byrjunin á mun fleiri árásum. Erlent 28.7.2005 00:01
Lík Menezes flutt til Brasilíu Flogið var með lík mannsins sem lögreglan í London skaut á Stockwell lestarstöðinni í vikunni, til Brasilíu í gær. Hinn 27 ára Jean Charles de Menezes var skotinn í höfuðið, alls átta sinnum, eftir að hafa hunsað fyrirmæli lögreglunnar um að stoppa. Erlent 28.7.2005 00:01
Franskir barnaníðingar fá dóm Dómstóll í Frakklandi dæmdi hóp fólks í 28 ára fangelsi í gær fyrir að misnota og selja börn, aðallega þeirra eigin. Alls voru börnin sem um ræðir 45 talsins en þau voru seld af foreldrum fyrir sígarettur og áfengi á árunum 1999 til 2002. Erlent 28.7.2005 00:01
Þrjár konur handteknar í London Breska lögreglan handtók þrjár konur í suðuhluta London í gær en þær eru grunaðar um að tengjast mönnunum sem gerðu misheppnaða tilraun til að sprengja lestar og strætisvagn í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en konurnar voru handteknar í íbúð nálægt Stockwell lestarstöðinni. Erlent 28.7.2005 00:01
IRA segist hættur vopnaðri baráttu Írski lýðveldisherinn, IRA, sem drap og limlesti þúsundir manna í 35 ára vopnaðri baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur að beita ofbeldi sem pólitísku baráttutæki. Bæði írska og breska stjórnin, sem og ráðamenn víðar um heim, fögnuðu þessu sem mikilvægum áfanga í átt að varanlegum friði á Norður-Írlandi. Erlent 28.7.2005 00:01
Þekkti ekki skilti frá staur Færeyskur lögþingsmaður var handtekinn fyrir að aka drukkinn á ljósastaur, um síðustu helgi. Torbjörn Jacobsen, yfirgaf bíl sinn eftir áreksturinn og neitaði í fyrstu að opna fyrir lögreglunni þegar hún kom heim til hans. Erlent 28.7.2005 00:01
Vill endurreisa ríkisstjórnina Gerry Adams, formaður Sinn Fein, hins pólitíska arms Írska lýðveldisherins segir að ríkisstjórnir Bretlands og Írlands verði nú að endurreisa ríkisstjórn Norður-Írlands þar sem kaþólikkar og mótmælendur skipti með sér völdum. Erlent 28.7.2005 00:01
Störf dómara Saddams í hættu Sautján af starfsmönnum réttarins, sem undirbýr nú réttarhöldin yfir Saddam Hussein, gætu misst störf sín þar sem þeir voru félagsmenn í Baath-flokki Saddams Hussein. Íraska þingið greiðir atkvæði um þetta um helgina, en einhver andstaða er þó við atkvæðagreiðsluna innan þingsins. Erlent 27.7.2005 00:01
Uppruni Kínaflensu óljós Alþjóða heilbrigðisstofunin fylgist nú grannt með framvindu mála vegna hins dularfulla sjúkdóms sem herjað hefur á bændur í Kína að undanförnu. Alls hafa 24 manns látist vegna sjúkdómsins og yfir 80 veikst þar af 17 lífshættulega. Erlent 27.7.2005 00:01
Afsláttarfargjöld á háu verði Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag. Erlent 27.7.2005 00:01
Fjórir Svíar reknir út af hóteli Fjórum sænskum ríkisborgurum var kastað út af hóteli í Árósum í Danmörku vegna gruns um hryðjuverk. Mennirnir segjast hafa komið til borgarinnar til að sjá stjörnurnar í knattspyrnuliðinu Barcelona leika við heimamenn. Erlent 27.7.2005 00:01
Handtökur í Birmingham Maðurinn var handtekinn í Birmingham eldsnemma í morgun. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard að hann kunni að vera einn fjórmenninganna sem ákaft hefur verið leitað vegna árásarinnar á London í síðustu viku. Erlent 27.7.2005 00:01
Undur og stórmerki á Ítalíu Þúsundir manna komu saman í kirkju heilags Péturs í Acerra í suðurhluta Ítalíu um helgina. Ástæðan er að stytta af Maríu mey er sögð hafa hreyfst frammi fyrir augum kirkjugesta. Fréttin fór sem eldur um sinu um landið og segjast sífellt fleiri hafa séð styttuna hreyfast. Erlent 27.7.2005 00:01
Fækka hermönnum næsta vor Forsætisráðherra Íraks vill að Bandaríkjamenn hefji fljótlega brottfluttning herafla síns frá Írak. Æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna segir raunhæft að byrja að fækka hermönnum næsta vor. Ibrahim Al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks fundaði með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Baghdad í morgun. Erlent 27.7.2005 00:01
Geimskotið ekki áfallalaust Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti. Erlent 27.7.2005 00:01
Krónprinsessa lögð í einelti Rúmlega fertugur danskur maður sem hefur lagt Viktoríu krónprinsessu í einelti, hefur verið handtekinn á nýjan leik, en hann strauk af geðsjúkrahúsi í Danmörku fyrir fimm dögum. Þangað hafði hann verið skikkaður til þess að kanna geðheilsu hans. Erlent 27.7.2005 00:01
Ekk vitað hvað datt af Discovery Tvö stykki brotnuðu af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Atvikinu svipar til þess sem olli því að geimferjan Columbía fórst fyrir um tveimur og hálfu ári. Discovery var loks skotið á loft í gær, eftir hálfsmánaðar töf vegna bilunar í mæli í eldsneytistanki. Þangað til í morgun var talið að allt hefði gengið snurðulaust fyrir sig. Erlent 27.7.2005 00:01
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent