Erlent

Krónprinsessa lögð í einelti

Rúmlega fertugur danskur maður sem hefur lagt Viktoríu krónprinsessu í einelti, hefur verið handtekinn á nýjan leik, en hann strauk af geðsjúkrahúsi í Danmörku fyrir fimm dögum. Þangað hafði hann verið skikkaður til þess að kanna geðheilsu hans. Öryggisgæsla um prinsessuna var hert meðan maðurinn gekk laus, enda hefur hann ítrekað reynt að ná fundi hennar, og sent sænsku konungsfjölskyldunni hótunarbréf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×