Erlent

Störf dómara Saddams í hættu

Sautján af starfsmönnum réttarins, sem undirbýr nú réttarhöldin yfir Saddam Hussein, gætu misst störf sín þar sem þeir voru félagsmenn í Baath-flokki Saddams Hussein. Íraska þingið greiðir atkvæði um þetta um helgina, en einhver andstaða er þó við atkvæðagreiðsluna innan þingsins. Einn þeirra sem kann að missa vinnuna er aðalrannsóknardómarinn Raid Juhi, en myndband af honum að yfirheyra Saddam hefur birst í sjónvarpi víða um heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×