Erlent

Dómur fyrir að skipuleggja árás

Maðurinn sem skipulagði sprengjuárás á flugvöll í Los Angeles á gamlárskvöld árið 1999  hefur verið dæmdur í tuttugu og tveggja ára fangelsi. Hinn 38 ára gamli Ahmed Ressam sýndi lítil viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp í Seattle í gær. Sérfræðingar segja dóminn hafa getað orðið mun styttri hefði hann verið samvinnuþýðari en verjendur Ressam fóru fram á tólf og hálft ár. Saksóknari sagði að með þessum dómi væri sýnt að stefna Bandaríkjanna væri skýr. Bandaríkin hefðu enga þolinmæði gagnvart hryðjuverkamönnum og að réttarkerfið virkaði þegar kæmi að því að dæma þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×