Erlent

Tímaspursmál um árás

Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar.

Erlent

Spurning um hvenær en ekki hvort

"Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist.

Erlent

Leggur áherslu á skaparahlutverkið

George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu.

Erlent

Ætla með ferðamenn í geiminn 2008

Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. <em>New York Times</em> greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni.

Erlent

Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu

Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur.

Erlent

Telja Írana þróa kjarnorkuvopn

Harka færist í deilur Írana og alþjóðasamfélagsins, en Íranar ræstu í dag umdeilt kjarnorkuver. Talið er að þeir þrói kjarnorkuvopn og að í brýnu geti slegið.

Erlent

Kínverjar einrækta svín

Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú.

Erlent

Látinn á heimili sínu í níu mánuði

72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði.

Erlent

Afhentu líkamsleifar Albana

Líkamsleifum 48 Albana sem féllu í stríðinu í Kosovo var í dag skilað. Það voru serbnesk yfirvöld sem afhentu leifarnar, en þær fundust í fjöldagröf skammt frá þjálfunarbúðum lögreglunnar í Belgrad. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og fjölskyldur þeirra sem um ræðir tóku við líkunum, sem verða nú jarðsett með viðhöfn.

Erlent

Deilt um fyrstu drög stjórnarskrár

Tíminn hleypur frá þeim sem vinna að stjórnarskrá Íraks. Enn er deilt um fyrstu drög sem skila á von bráðar, en samkvæmt þeim verður íslamskur réttur grundvöllur ríkisins.

Erlent

Mannskæð flóð í Íran

Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er.

Erlent

Marglyttur herja á ferðamenn

Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra.

Erlent

Lendingu Discovery frestað

Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað á ný. Rigning skammt frá lendingarstaðnum á Flórída varð þess valdandi að geimferðin var framlengd um tvær klukkustundir, á meðan ferjan fer einn hring um jarðarkringluna.

Erlent

Abbas tilkynnir kosningar

Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, greindi frá því í morgun að þingkosningar yrðu haldnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna í janúar. En engin dagsetning hefur þó verið ákveðin enn.

Erlent

Þingkosningar í janúar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, lofaði í gær að þingkosningar færu fram í janúar. Hann hvatti Palestínumenn til að halda ró sinni þegar brottflutningur ísraelskra landnema frá Gaza-ströndinni hefst í næstu viku.

Erlent

Orsök flugslyss óljós

Sérfræðingar útiloka að vélarbilun sé ástæða þess að vél Air France, hafi runnið út af flugbrautinni í Toronto í Kanada í síðustu viku. Vont veður og mistök flugmanna eru sagðar ástæður slyssins en stjórn Air France hefur viljað kenna flugumferðarstjóra um.

Erlent

Margir hætta við líknardráp

Einn af hverjum átta fullorðnum sjúklingum í Hollandi sem sótt höfðu um að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf ákvað að láta ekki verða af því. Þetta kemur fram í nýrri könnun á líknardráp í Hollandi, sem var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp fyrir fólk sem liggur fyrir dauðanum.

Erlent

Stærsta bankarán í Brasilíu

Að minnsta kosti fjórum milljörðum króna var stolið í stærsta bankaráni frá upphafi í Brasilíu um helgina. Þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gærdag en ræningjarnir grófu yfir 200 metra löng göng og komust þannig inn í peningageymslur Banco Central bankans í borginni Fortaleza þar í landi.

Erlent

Ástralir vilja sprengja

Jarðvísindastofnun Ástralíu vill fá að sprengja 20 neðansjávarsprengjur við strandlengjuna til að prufukeyra mæla sem eiga að nema leynilegar tilraunir með neðansjávarkjarnorkusprengjur.

Erlent

Kórea verði kjarnorkuvopnalaus

Talsmaður Hvíta hússins segir góðan árangur hafa náðst í viðræðum sem miða að því að fá Norður-Kóreumenn til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Hann segir almennt samkomulag hafa náðst um að Kóreuskagi eigi að vera kjarnorkuvopnalaus.

Erlent

Aziz neitar að bera vitni

Lögmenn Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, lýstu því yfir í gær að hann myndi ekki bera vitni gegn Saddam Hussein í réttarhöldunum sem senn fara í hönd.

Erlent

Discovery loks lent

Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída.

Erlent

Neyðarástand í Portúgal

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum.

Erlent

Sprengjutilræði á Indlandi

Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð.

Erlent

Discovery lenti heilu og höldnu

Geimferjan Discovery sneri aftur til jarðar í gær eftir 14 daga spennuþrunga ferð. Óvíst er hvenær geimferjurnar fara aftur út í himingeiminn því ekki liggur fyrir hver rót erfiðleikanna við flugtak þeirra er.

Erlent

Íranar eru hvergi bangnir

Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA hittist í höfuðstöðvum sínum í Vín í gær og ræddi til hvaða ráða skyldi gripið vegna vinnslu Írana á kjarnorkueldsneyti.

Erlent

Sjóliðum fagnað við heimkomu

Þeim var fagnað sem hetjum, sjóliðunum sem komu aftur til síns heima í dag. Sjö rússneskir sjóliðar, sem voru fastir í smákafbát á hafsbotni voru heiðraðir, og Bretarnir sem björguðu þeim líka.

Erlent

Skoskar konur spengilegastar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið The Independent segir frá virðast sýna að holdafar þarlendra kvenna ráðist öðru fremur af póstnúmerinu.

Erlent

Flæði gass skoðað í New York

Vísindamenn á Manhattan í New York, létu skaðlaust, litlaust gas flæða um hluta borgarinnar á dögunum til að sjá hvernig og hvar það flæddi. Þetta gerðu þeir til að sjá hvar mikilvægast væri að koma fólki í burtu, ef efnaárás yrði gerð á borgina.

Erlent