Erlent

Búseta Ísraela á Gaza bönnuð

Ísraelar innsigluðu Gaza á miðnætti í nótt og mörkuðu þannig formlegt upphaf brottflutnings landnema frá svæðinu. Búseta Ísraela þar er nú ólögleg.

Erlent

Breytingar í utanríkismálum

Kurmanbek Bakijev, forseti Kirgisistan, hefur verið vígður í embætti. Í innsetningarræðu sinni sagði forsetinn að Kirgisistan myndi halda áfram að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Í landinu eru nú bæði bandarískar og rússneskar hersveitir og hefur það valdið nokkurri togstreitu vegna þess að Kirgisistan er sérstaklega vel staðsett frá hernaðarlegu sjónarmiði.

Erlent

Brottfluttir flóttamenn snúa aftur

Írakskir flóttamenn með dvalarleyfi í Danmörku, hafa eins árs umhugsunarfrest eftir að þeir fara heim. Ef þeir vilja snúa aftur til Danmerkur innan árs, er þeim það heimilt. Í danska dagblaðinu Politiken segir í dag að frá stríðslokum vorið 2003 hafa um tvö hundruð og fimmtíu Írakar flutt til baka til Írak.

Erlent

Reglur nái til vefsíða

Búist er við að nýjar reglur um sæðisgjöf verði settar fram í Bretlandi á allra næstu dögum. Eins og staðan er núna þurfa heimasíður sem bjóða upp á sæði til kaups ekki að uppfylla sömu skilyrði og heilsugæslustöðvar þar sem sæðing fer fram.

Erlent

Hryðjuverk yfirvofandi í september

Hryðjuverkamenn á vegum al-Qaeda leggja á ráðin um árásir í Bandaríkjunum og í Lundúnum. Þeir ætla að ræna bensínflutningabílum og öðrum farartækjum sem flytja eldfim efni og aka þeim á bensínstöðvar í sjálfsmorðsárásum.

Erlent

Olían bíður seinni tíma

Væntanleg stjórnarskrá Íraks kveður ekki á um hvernig olíulindum landsins skuli stjórnað, sagði Ibrahim Bahr al-Uloum, olíumálaráðherra Íraks, í gær. Hann sagði þó ákvæði um að auður af náttúruauðlindum væri fyrir alla Íraka.

Erlent

Fyrsti herra Afganistan

Khosraw Basheri komst í sögubækurnar þegar hann varð fyrsti maðurinn til að verða krýndur herra Afganistan. Þessi 23 ára kaupsýslumaður, sem hefur árum saman stundað lyftingar, sagðist aldrei myndu gleyma deginum þegar hann var valinn herra Afganistan.

Erlent

Neyðarlög á Sri Lanka

Yfirvöld á Sri Lanka hafa sett í gildi neyðarlög í landinu, eftir að utanríkisráðherra landsins, Lakshman Kadirgamar var skotinn til bana í gærkvöldi. Lögreglan hefur ásakað hreyfingu Tamíltígra um að bera ábyrgð á morðinu, en hún neitar því að hafa haft nokkuð með það að gera.

Erlent

Harka í þýsku kosningabaráttunni

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp.

Erlent

Útilokar ekki beitingu hervalds

George W. Bush Bandaríkjaforseti segist ekki útiloka neitt þegar kemur að því að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Hann sagði í sjónvarpsviðtali við ísraelska sjónvarpsstöð að fyrst og fremst vildi hann notast við diplómatísk samskipti en ef það brygðist væru aðrir kostir í boð.

Erlent

Vopnaðir á vellinum

Lögregla fór inn á áhorfendapalla í gær og handtók ellefu manns meðan leikur Queens Park Rangers og Sheffield í ensku fyrstu deildinni stóð yfir í gær. Mennirnir voru vopnaðir og höfðu að sögn lögreglu ógnað lífi Gianni Paladini, stjórnarformanni QPR. Ekki er vitað hvað vakti fyrir mönnunum.

Erlent

Flug BA enn í ólagi

Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag.

Erlent

Náðu flakinu upp

Flaki þyrlunnar sem hrapaði undan ströndum Eistlands í vikunni var híft upp í gær. Kafarar höfðu þá þegar náð upp líkum þrettán þeirra sem voru um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði. Lík annars flugmannsins hefur ekki enn fundist en alls létust fjórtán í slysinu.

Erlent

Ítalir tínast frá Írak

Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska.

Erlent

Haldið upp á afmæli Castro

Mikið var um hátíðahöld á Kúbu í dag þegar haldið var upp á 79 ára afmæli Fidels Castro. Forsíður dagblaða voru helgaðar leiðtoga landsins til 46 ára og heimildarþættir um hann voru sýndir í sjónvarpi.

Erlent

Réðist á andstæðinga sína

Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð.

Erlent

Óttast óöld á Sri Lanka

Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni.

Erlent

Kynþáttafordómar dýraverndarsinna

Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma.

Erlent

Bush tilbúinn að beita valdi

Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag að honum fyndist koma til greina að beita Írana valdi til að fá þá til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði engar leiðir útilokaðar, þótt bein árás væri auðvitað síðasta úrræðið.

Erlent

Mengun í Malasíu

Neyðarástandi vegna loftmengunar hefur verið aflétt á tveimur stöðum í Malasíu og sást til himna í Kúala Lumpur í fyrsta sinn um margra vikna skeið. Mengunin hefur verið yfir hættumörkum um hríð og er ástandið verra en um átta ára skeið.

Erlent

Biðlistar í kristna einkaskóla

Langir biðlistar eru við meira en helming allra kristnu einkaskólanna í Danmörku. Í suma þarf að skrá börnin strax við fæðingu til að þau eigi möguleika á að komast inn þegar skólaaldri er náð.

Erlent

Friðarvilji í Indónesíu

Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði á Súmötru komu í dag til Helsinki í Finnlandi til að skrifa undir friðarsamkomulag.Uppreisnarmenn hafa í tæp þrjátíu ár barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs en indónesísk stjórnvöld hafa barið uppreisnina niður með miklu ofbeldi og hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns látið lífið í þeim átökum

Erlent

Depurð í landnemabyggðum

Ísraelar hefja á morgun brottflutning fólks frá landnemabyggðum á Gaza þrátt fyrir mikla mótstöðu hvort tveggja meðal landtökumanna og fjölda Ísraela sem vilja halda í byggðirnar.

Erlent

Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk

Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær.

Erlent

Ný stjórnarskrá Íraka í augsýn

"Ef Guð lofar, verður hún tilbúin á morgun," sagði Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi í dag, um stjórnarskrána írösku. Stjórnarskráin hefur verið mjög lengi í smíðum og mikið hefur verið deilt um innihaldið.

Erlent

Ekki þverfótað fyrir Línu langsokk

Um þrjú þúsund manns, að stórum hluta börn, tóku þátt í skrúðgöngu í miðborg Stokkhólms þar sem haldið var upp á að 60 ár eru liðin síðan bók Astrid Lindgren um Línu langsokk kom fyrst út. Skrúðgöngunni lauk með mikilli hátíð þar sem boðið var upp á fjölda skemmtiatriða í anda bókarinnar.

Erlent

Upptökur gerðar opinberar

Hljóðupptökur af síðustu augnablikum fólks sem var í tvíburaturnunum ellefta september voru gerðar opinberar í New York í gær.

Erlent

Telur brottflutning auka öryggi

George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á.

Erlent

Tugþúsundir fastar vegna verkfalls

Sjötíu þúsund ferðamenn eru strandaglópar um allan heim þar sem British Airways hefur fellt niður hundruð flugferða. Ástæðan er skæruverkföll starfsmanna.

Erlent

Kaupa gróðurhús á Gasa

Einkaaðilar munu kaupa gróðurhús af ísraelskum landnemum á Gasasvæðinu fyrir um þrettán milljónir dollara þegar landnemarnir yfirgefa Gasa um miðjan þennan mánuð. Kaupendurnir munu svo gefa palestinsku heimstjórninni gróðurhúsin. Um níu þúsund gyðingar flytjast frá Gasasvæðinu.

Erlent