Erlent

Minntust látinna gísla í Beslan

Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og minntust yfir 300 gísla sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Rússneskar hersveitir réðust inn á þriðja degi umsátursins þegar sprenging heyrðist innan úr skólanum klukkan fimm mínútur yfir eitt eftir hádegi að staðartíma.

Erlent

Ástandið batnar í New Orleans

Ástandið í New Orleans er loksins farið að skána eftir að þúsundir þjóðvarðliða komu þangað í gærkvöldi með vistir og vopn. Reiðin kraumar meðal íbúa Suðurríkjanna vegna afskiptaleysis stjórnvalda, sem skildu tugþúsundir eftir bjargarlausar í marga daga eftir að fellibylurinn lagði borgina í rúst.

Erlent

Breskur gísl drepinn í Afganistan

Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að Breti sem rænt var fyrir þremur dögum í landinu hefði fundist látinn. Maðurinn, David Addison, starfaði við öryggisgæslu í tengslum við vegagerð í vesturhluta Afganistans en var rænt á miðvikudag ásamt túlki eftir að byssumenn höfðu ráðist á bílalest sem þeir voru í. Þrír féllu í árásinni.

Erlent

Slepptu blöðrum í minningu látinna

Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og slepptu 331 hvítri blöðru upp í loftið til minningar um gíslana sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan.

Erlent

Gríðarleg reiði í garð stjórnvalda

Vörubifreiðar hlaðnar vistum og vopnum komu loks í tugatali til New Orleans í gærkvöld. Gríðarleg reiði ríkir í garð stjórnvalda sem þykja hafa brugðist seint og illa við.

Erlent

Leita Íslendings á hamfarasvæðum

Íslenskrar konu er saknað eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust, frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir aðstoð hinna bandarísku við að finna konuna, en ekki er búist við miklu þaðan, eins og glundroðinn er á flóðasvæðunum.

Erlent

Funda líklega síðar í mánuðinum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, munu að öllum líkindum funda seint í mánuðinum, að því er ísraelska dagblaðið <em>Haaretz</em> greinir frá. Það verður fyrsti fundur leiðtoganna eftir að ísraelskir landnemar fluttu frá öllum landnemabyggðum á Gasaströndinni og fjórum byggðum á Vesturbakkanum.

Erlent

Sveit tekin úr viðbragðsstöðu

Íslenskar björgunarsveitir fara að líkindum ekki til hamfarasvæðanna í suðurríkjum Bandaríkjanna og hefur íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verið tekin úr viðbragðsstöðu. Að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þurfa Bandaríkjamenn að biðja sjálfir um aðstoðina en þeir hafa ekki gert það hingað til og ólíklegt er að þeir geri það.

Erlent

Nektarsinnum fjölgar í Danmörku

Nektarsinnum í Danmörku fer nú ört fjölgandi, en á síðustu þremur árum hefur félögum í sambandi nektarsinna í Danmörku fjölgað um þriðjung. Í Álaborg einni hefur félögum fjölgað um 40 prósent á hálfu ári og eftir því sem segir á vef <em>Politken</em> má meðal annars rekja fjölgunina til þess að fólki hefur verið leyft að synda nakið í sundhöll borgarinnar á ákveðnum tímum.

Erlent

Olíuleiðsla sprengd upp í N-Írak

Sprengja sprakk við stóra olíuleiðslu í norðurhluta Íraks í morgun með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í henni. Svo virðist sem vegsprengju hafi verið komið fyrir nærri leiðslunni en hún liggur frá olíuvinnslusvæði við Krikuk til tyrknesku hafnarborgarinnar Ceyhan. Olía mun hafa lekið um tvo kílómetra frá staðnum þar sem sprengingin varð og þá tók það slökkvilið nokkrar klukkustundir að slökkva elda sem kviknuðu við sprenginguna.

Erlent

Verjast innrás Bandaríkjanna

Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir að njósnir hafi borist af því að hersveitir NATO hafi þjálfað sig fyrir innrás í landið og verið sé að búa Venesúela undir slíka innrás.

Erlent

Grunur um íkveikju í París

Lögreglu í París grunar að kveikt hafi verið í íbúðarhúsinu sem brann á föstudaginn í síðustu viku með þeim afleiðingum að 17 afrískir innflytendur fórust. Sérfræðingar útiloka að bensín hafi verið notað til þess að kveikja í en segja þá staðreynd að eldurinn breiddist mjög hratt út benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Erlent

Frá Líbanon vegna hneykslis

Sameiuðu þjóðirnar hafa skipað stjórnvöldum í Úkraínu að kalla heim friðargæsluliða sína frá Líbanon vegna aðildar sumra þeirra að fjármálahneyksli, en samkvæmt Reuters-fréttastofunni áttu mennirnir aðild að því að selja olíu frá Sameinuðu þjóðunum að andvirði um 60 milljóna króna.

Erlent

Á sjúkrahús vegna augnkvilla

Jaques Chirac, forseti Frakklands, lagðist inn á sjúkrahús í dag og verður þar næstu vikuna vegna augnsjúkdóms. Forsetinn er 72 ára og hefur öllum skipulögðum verkefnum verið frestað um óákveðinn tíma meðan hann liggur inni. Talsmaður hans vill þó sem minnst gera úr málinu og segir Chirac stálsleginn, meðferðin sem hann þurfi að fara í gegnum sé hættulaus og í raun smávægileg.

Erlent

Missti símasamband í óverðrinu

Íslensku konunnar, Lilju Aðalbjörgu Ólafsdóttur Hansch, er enn leitað í Mississippi. Systir hennar, Helga Hrönn Ólafsdóttir, heyrði síðast frá henni þegar óveðrið barði á húsinu hennar í Gulfport, sem er mitt á milli Biloxi og St. Louis á suðurströnd Bandaríkjanna.

Erlent

Bush sendir fleiri hermenn

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að 7.200 hermenn og 10.000 þjóðvarðliðar verði sendir til björgunarstarfa á hamfarasvæðin í Louisiana.

Erlent

Von á frekari liðsstyrk

Bandaríkjaher hefur ákveðið að senda 10 þúsund þjóðvarðliða til viðbótar á hamfarasvæðin í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þeir bætast í hóp 30 þúsund þjóðvarðliða sem vinna nú hörðum höndum að því að tryggja öryggi og koma mat og drykk til þeirra sem þurfa á því að halda.

Erlent

Eldar loga víða á hamfarasvæðum

Eldar loga nú á 50-60 stöðum á flóðasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna, samkvæmt fréttastöðinni <em>CNN</em>, en lítið er gert til þess að slökkva þá þar sem mannskap vantar. Mikill eldur er í iðnaðarhverfi í New Orleans og virðist sem hann berist frá einu vöruhúsi til annars óhindrað. Þykkan reykjarmökk leggur yfir borgina af þessum sökum.

Erlent

Ekkert spurst til íslenskrar konu

Ekkert hefur spurst til íslenskrar konu sem er saknað í Mississippi eftir að fellibylurinn gekk þar yfir. Utanríkisráðuneytið leitar allra leiða til að hafa uppi á henni.

Erlent

17 her- og lögreglumenn felldir

Byssumenn drápu 17 írakska her- og lögreglumenn og særðu 16 í þremur árásum nærri Baquba, norður af Bagdad, í dag. Fjórir hermenn létust í árás á eftirlitsstöð norður af Baquba snemma í morgun og jafnmargir lögreglumenn féllu við aðra eftirlitsstöð í miðborginni. Þá létust sjö lögreglumenn og tveir hermenn á enn einni eftirlitsstöðinni í skotárás suður af borginni.

Erlent

Afþökkuðu aðstoð Íslendinga

Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag.

Erlent

Aftökur halda áfram í Sádi-Arabíu

Sádi-Arabi var í dag tekinn af lífi í hinni helgu borg Mekka eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt landa sinn þegar þeir deildu. Fjöldi þeirra sem teknir hafa verið af lífi í Sádi-Arabíu vegna glæpa í ár er þá kominn upp í 60, en ströng sharia-lög gilda í landinu og eru dæmdir morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar hálshöggnir á torgum öðrum til viðvörunar.

Erlent

Verkfall hjá flugvirkjum Boeing

Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa neyðst til þess að stöðva framleiðslu á flugvélum vegna verkfalls um 18 þúsund flugvirkja hjá félaginu. Boeing hefur átt í deilum við flugvirkjana að undanförnu og í kjölfar þess að þeir höfnuðu nýjast samningstilboði verksmiðjanna skall verkfallið á.

Erlent

Bush sendir liðsauka til Louisiana

George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að sjö þúsund hermenn til viðbótar yrðu sendir til Louisiana til þess að sinna hjálparstörfum og halda uppi lögum og reglu, en glæpamenn hafa farið ránshendi um svæðið og myrt og nauðgað fólki sem verður á vegi þeirra. Von er á liðsaukanum á næstu þremur sólarhringum.

Erlent

Sprengjutilræði í Dagestan

Þrír létust og ellefu særðust í sprengingu nærri hermannabröggum í Dagestan í Rússlandi í dag. Í fyrstu var talið að herflutningabíll hefði sprungið en Reuters-fréttastofan hefur eftir vitnum að engin ummerki hafi verið um farartæki á vettvangi. Þá segja hermenn að sprengjan hafi sprungið við venjubundna leit að sprengjum á götunni þar sem braggarnir standa.

Erlent

ESB sendir olíu til Bandaríkjanna

Evrópusambandið mun senda hluta af olíuneyðarbirgðum sínum til Bandaríkjanna til þess að hjálpa þeim að takast á við erfitt ástand í orkumálum eftir yfirreið fellibylsins Katrínar. Stór hluti olíuborpalla og olíuhreinsistöðva í og við Mexíkóflóa er óstarfhæfur eftir hamfarirnar og hefur framleiðsla á olíu dregist saman um milljón tunnur á dag af þeim sökum.

Erlent

Fats er fundinn

Ryþmablússöngvarinn Fats Domino er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanverð Bandaríkin.

Erlent

Stjórnleysi og óöld í miklum hita

Algert stjórnleysi og óöld virðist ríkja í New Orleans fimm dögum eftir að fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst. Glæpalýður myrðir, stelur og nauðgar og íbúar híma enn á húsþökum matar- og vatnslausir, í meira en 30 stiga hita.

Erlent

Nauðstöddum berst loks aðstoð

Fjórum dögum eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurríki Bandaríkjanna barst nauðstöddum á hamfarasvæðunum loks aðstoð í gær, þegar þúsundir liðsmanna bandaríska þjóðvarðliðsins, hlaðnir vopnum, búnaði og vistum, komust þangað. Aðalverkefni hermannanna var að koma á lögum og reglu, auk þess að aðstoða nauðstadda.

Erlent

Örvæntingin eykst í New Orleans

Örvæntingin vex hjá fólkinu sem enn er eftir í New Orleans. Um 20 þúsund manns bíða enn eftir að komast burt og það lá við óeirðum í gærkvöldi, þegar fólk barðist um sæti í rútunum sem komu til að flytja það burt til Houston. Margir eru aðframkomnir af hungri og þorsta og tugþúsundir manna þurfa vatn og matvæli strax ef ekki á illa að fara.

Erlent