Erlent

Frá Líbanon vegna hneykslis

Sameiuðu þjóðirnar hafa skipað stjórnvöldum í Úkraínu að kalla heim friðargæsluliða sína frá Líbanon vegna aðildar sumra þeirra að fjármálahneyksli, en samkvæmt Reuters-fréttastofunni áttu mennirnir aðild að því að selja olíu frá Sameinuðu þjóðunum að andvirði um 60 milljóna króna. Stjórnvöld í Úkraínu líta málið alvarlegum augum og segja að hlutaðeigandi hafi þegar verið refsað. Um 200 úkraínskir friðargæsluliðar hafa starfað í Líbanon á vegum Sameinuðu þjóðanna en samtökin eru þegar farin að leita að friðargæsluliðum til þess að leysa þá úkraínsku af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×