Erlent

Verjast innrás Bandaríkjanna

Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir að njósnir hafi borist af því að hersveitir NATO hafi þjálfað sig fyrir innrás í landið og verið sé að búa Venesúela undir slíka innrás. "Ef Bandaríkjamönnum dettur í hug að ráðast inn í land okkar segi ég eins og Fidel Castro: þá mun hundrað ára stríð hefjast," sagði Chavez í óbirtu viðtali við CNN, samkvæmt Bolivarian-fréttastofunni. "Við erum að undirbúa viðbrögð við slíkri innrás." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Chavez heldur því fram að Bandaríkin séu að undirbúa árás á Venesúela en bandarískir embættismenn hafa ávallt neitað þeim ásökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×