Erlent

Leita Íslendings á hamfarasvæðum

Íslenskrar konu er saknað eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust, frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir aðstoð hinna bandarísku við að finna konuna, en ekki er búist við miklu þaðan, eins og glundroðinn er á flóðasvæðunum. Fréttablaðið segir frá því að einn ræðismanna Íslands sé að reyna að aðstoða og hafi meðal annars hringt í Íslendinga þar ytra til að grennslast fyrir um konuna. Það hefur enn ekki skilað árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×