Erlent

Von á frekari liðsstyrk

Bandaríkjaher hefur ákveðið að senda 10 þúsund þjóðvarðliða til viðbótar á hamfarasvæðin í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þeir bætast í hóp 30 þúsund þjóðvarðliða sem vinna nú hörðum höndum að því að tryggja öryggi og koma mat og drykk til þeirra sem þurfa á því að halda. Fyrr í dag tilkynnti Bandaríkjaforseti að sjö þúsund hermenn á vegum alríkisstjórnarinnar myndu halda til hamfarasvæðanna á næstu sólarhringum, en yfirvöld hafa sætt harðrir gagnrýni fyrir seinagang sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×