Erlent

Bush sendir liðsauka til Louisiana

George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að sjö þúsund hermenn til viðbótar yrðu sendir til Louisiana til þess að sinna hjálparstörfum og halda uppi lögum og reglu, en glæpamenn hafa farið ránshendi um svæðið og myrt og nauðgað fólki sem verður á vegi þeirra. Von er á liðsaukanum á næstu þremur sólarhringum. Bush segir lykilatriði að koma aftur á lögum og reglu á hamfarasvæðunum ásamt því að koma bágstöddum burt, en gríðarleg óánægja hefur verið með það hversu seint yfirvöld brugðust við vandanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×