Erlent Hvetur til vopnahlés vegna Ramadan Einn af leiðtogum súnníta í Írak hefur hvatt til vopnahlés á milli uppreisnarmanna og hermanna í landinu í hinum helga íslamska mánuði Ramadan sem nú er nýhafinn. Saleh al-Mutlak, sem m.a. vann að drögum að nýrri stjórnarskrá fyrir Írak, sagði enn fremur að nokkrir stjórnmálaflokkar súnníta í landinu sem þekktu til uppreisnarmanna hefðu boðist til að koma á viðræðum milli þeirra og Bandaríkjamanna til þess að reyna að binda enda á hin blóðugu átök í Írak. Erlent 7.10.2005 00:01 250 fasteignir haldlagðar Breska lögreglan lagði í gær hald á 250 fasteignir í Manchester sem talið er að tengist Írska lýðveldishernum, IRA. Eignirnar tengjast tveimur kaupsýslumönnum og annar þeirra er Thomas Murphy, sem talinn er einn af leiðtogum IRA. Erlent 7.10.2005 00:01 Fuglaflensa finnst í Rúmeníu Landbúnaðarráðherra Rúmeníu tilkynnti í dag að fundist hefði fuglaflensa í alifuglum þar í landi. Fuglarnir sem smit fannst í eru sagðir þrír en ekki hefur fengist staðfest hvort um banvænt afbrigði flensunnar er að ræða og verða sýni send til Bretlands til frekari rannsókna. Erlent 7.10.2005 00:01 Vill viðræður um sjálfstæði Kosovo Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði til við öryggisráð samtakanna í dag að hafnar yrðu viðræður um það hvort Kosovo-hérað skuli fá sjálfstæði eða verða hluti af Serbíu eins og héraðið var áður en átök brustust út milli Serba og Kosovo-Albana seint á tíunda áratug síðustu aldar. Erlent 7.10.2005 00:01 Konur og lýðræði Tuttugu og tveggja manna íslensk sendinefnd tekur nú þátt í ráðstefnunni konur og lýðræði, sem fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem ber sama heitið. Erlent 7.10.2005 00:01 Frábær hvatning Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða-kjarnorkumálastofnunar IAEA, segir mikinn fögnuð hafa ríkt á meðal starfsmannanna í höfuðstöðvunum í Vín í gær eftir að fregnir bárust að stofnunin og Mohammed ElBaradei, framkvæmdastjóri hennar, hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels. Erlent 7.10.2005 00:01 Öryggisgæsla stóraukin í New York Öryggisgæsla hefur verið stóraukin við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York, eftir að yfirvöldum þar barst ábending um yfirvofandi hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og þjóðvarðliðar hafa í kjölfarið leitað í töskum farþega í neðanjarðarlestunum, en fjórar og hálf milljón manna ferðast með þeim á hverjum virkum degi, á milli 468 lestarstöðva. Erlent 7.10.2005 00:01 Komu upp um forngripastuld Ítölsk lögregluyfirvöld greindu frá því í dag að þau hefðu leyst upp alþjóðlegan fornminjasmyglhring sem rænt hefur forngripum á Ítalíu og komið þeim til Austurríkis. Eftir því sem fram kemur í frétt Reuters mun 82 ára gamall leiðsögumaður hafa stjórnað smyglinu, en lögregla lagði hald á um þrjú þúsund muni á heimili hans í Austurríki sem talið er að hafi verið rænt á stöðum nærri Róm. Erlent 7.10.2005 00:01 Viðbúnaður hertur í New York Öryggisviðbúnaður hefur verið snarhertur við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York eftir að yfirvöldum þar barst hótun um hryðjuverkaárás á næstu dögum. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, segir hótunina þá nákvæmustu sem yfirvöldum í borginni hafi borist hingað til og auk þess bendi upplýsingar leyniþjónustunnar til að fótur sé fyrir henni. Erlent 7.10.2005 00:01 Plútóníum í Thule Plútóníum hefur í fyrsta sinn mælst í jarðvegi í nágrenni herstöðvar Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi. Talið er að íbúum svæðisins geti stafað hætta af geisluninni, að því er Jyllands-Posten hermir. Erlent 7.10.2005 00:01 Friðarverðlaun Nóbels afhent Ósló varð miðpunktur allrar fjölmiðlaathygli um skamma hríð í morgun þegar formaður norsku Nóbelsnefndarinnar sté fram og tilkynnti hver hlyti Friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau skiptast í tvennt, á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og yfirmanns hennar, Egyptans Mohammads El-Baradeis. Erlent 7.10.2005 00:01 El-Baradai fær friðarverðlaunin Muhammad el-Baradei var nú fyrir stundu útnefndur til friðarverðlauna Nóbels. El-Baradei er yfirmaður kjarnorkumálaráðs Sameinuðu þjóðanna og barðist fyrir því á sínum tíma að vopnaeftirlitsmenn í Írak fengju meira svigrúm til að leita í landinu. Erlent 7.10.2005 00:01 Guðleg opinberun í Hvíta húsinu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa rökstutt innrásina í Írak og Afganistan með því að hafa fengið guðlega opinberun. Hvíta húsið vísar þessu hins vegar á bug. Erlent 7.10.2005 00:01 Hljótt um valnefnd í bókmenntum Enn hefur ekki verið tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Valnefndin í bókmenntum, sem velur vinningshafann úr stórum hópi tilfnefndra skálda, er yfirleitt sú nefnd sem erfiðast á með að finna vinningshafa. Venju samkvæmt á að tilkynna úrslitin í bókmenntum á fimmtudeginum í Nóbelsvikunni, sem nú er komin að lokum, en svo var ekki gert þetta árið frekar en mörg önnur. Erlent 7.10.2005 00:01 300 þúsund manns flýja heimili sín Tæplega 300 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðvesturhluta Kína vegna þess að ár eru farnar að flæða yfir bakka sína og aukin hætta er á aurskriðum eftir gríðarlegar rigningar undanfarnar vikur. Ekki hafa borist neinar fréttir af manntjóni en sex létust í flóðum á þessu sama svæði í ágúst síðastliðnum. Erlent 7.10.2005 00:01 Stan: Tugþúsundir í neyðarskýlum Tugþúsundir manna hafast nú við í neyðarskýlum í suðurhluta Mexíkó þar sem flóð af völdum fellibylsins Stan hafa lagt hús og önnur mannvirki í rúst. Í nágrannaríkinu El Salvador eru meira en fimmtíu þúsund manns heimilislaus og alls hafa nú um tvö hundruð og fjörutíu manns látist eftir yfirreið fellibylsins um Mið-Ameríku. Erlent 7.10.2005 00:01 ElBaradei hlýtur nóbelsverðlaunin Friðarverðlaun Nóbels 2005 falla í skaut Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Mohammed ElBaradei, framkvæmdastjóra hennar. Ákvörðun nóbelsverðlaunanefndarinnar hefur hlotið blendnar viðtökur. Erlent 7.10.2005 00:01 Verkfall í Belgíu Belgískt verkafólk fór í sitt fyrsta verkfall í tíu ár í dag. Samgöngur fóru úr skorðum og einnig lokaði verkafólk bæði verksmiðjum og verslunum. Verkfallið stendur aðeins í dag og með því eru verkamenn að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs úr 58 árum í 60. Erlent 7.10.2005 00:01 Höfuðslæðum vex ásmegin Stöðugt fleiri norskar stúlkur sem aðhyllast íslam kjósa að ganga með höfuðslæður í skólanum, að því er dagblaðið Dagsavisen hermir. Erlent 6.10.2005 00:01 Hvíta húsið gæti stöðvað lögin Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að herða reglur um meðferð fanga sem stjórnin hefur í varðhaldi. Talsmaður Hvíta hússins segir að forsetinn muni beita neitunarvaldi til að stöðva frumvarpið. Erlent 6.10.2005 00:01 Kyrkislanga réðst á krókódíl Í Everglades þjóðgarðinum á Flórída mættust tvær skepnur sem fæstir vildu mætast: risavaxin kyrkislanga og krókódíll. Svo virðist sem fjögurra metra löng slangan hafi ráðist á nærri tveggja metra langan kródódílinn og reynt að éta hann. Hún gleypti hann hálfan en sprakk þá með þeim afleiðingum að bæði dýrin drápust. Erlent 6.10.2005 00:01 110 uppreisnarmenn handsamaðir Bandarískar hersveitir hafa handsamað hundrað og tíu uppreisnarmenn í borginni Haklanía í Írak undanfarna tvo daga. Vel á þriðja þúsund hermanna hafa gengið í hvert hús í borginni sem er eitt helsta vígi uppreisnarmanna við landamæri Sýrlands. Erlent 6.10.2005 00:01 Helmingur studdi stjórnarskrá ESB Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem birtar voru í vikunni studdi rétt innan við helmingur íbúa Evrópusambandsins stjórnarskrársáttmála þess, skömmu áður en Frakkar og Hollendingar felldu hann í þjóðaratkvæðagreiðslum snemmsumars. Erlent 6.10.2005 00:01 Ásakar Íransstjórn og Hizbollah Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, telur að Íransstjórn eða Hizbollah-hreyfingin styðji við bakið á íröskum uppreisnarmönnum. Erlent 6.10.2005 00:01 Vilja að lífi Saddams verði þyrmt Uppreisnarmenn í Írak eru nú sagðir eiga í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um að hætta árásum í skiptum fyrir líf Saddams Husseins. Þessu heldur Jalal Talabani, forseti Íraks, fram. Erlent 6.10.2005 00:01 Fimmtungur býr við sára fátækt Æskulýðsskýrsla Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2005 kom út í vikunni en þar er ljósi varpað á hag 1,2 milljarða ungmenna á aldrinum 15-24 ára víða um heim og framtíðarhorfur þeirra ræddar. Erlent 6.10.2005 00:01 Leita að ljótasta grænmetinu Leitin að ljótasta grænmetinu er hafin á Bretlandi. Garðyrkjumenn eru hvattir til að senda afskræmdar gulrætur, baunir sem eru eins og tappatogari og aðrar afurðir náttúrunnar sem ekki hljóta náð fyrir augum viðkvæmra neytenda sökum þess hversu ljótar þær eru. Tilgangurinn með þessu er að sýna fram á að fallegt grænmeti bragðast ekki endilega vel og að ljótt grænmeti getur verið gott. Erlent 6.10.2005 00:01 Sex drepnir við landamæri Yfirvöld í Marokkó greindu frá því í dag að sex ólöglegir innflytjendur hefðu verið drepnir þegar þeir reyndu að komast yfir landamæri Spánar í skóglendi á norðurströnd Afríku í gærkvöld. Yfirvöld segja að hermenn hafi þurft að verja sig og því hafi mennirnir fallið en alls voru 290 handteknir í Gourougou-skóginum þar sem innflytjendur fela sig áður en þeir reyna að komast yfir víggirðingar á landamærum Spánar og Marokkós. Erlent 6.10.2005 00:01 Hróarskeldusvefnpokar gefnir Yfir 1.600 svefnpokar og 510 tjalddýnur, sem gestir Hróarskelduhátíðarinnar skildu eftir á tónleikasvæðinu í sumar, verða gefnir heimilislausum í Kaupmannahöfn. Erlent 6.10.2005 00:01 Átta ára brann inni Eldur kom upp í raðhúsi í Skævinge, nærri Hillerød á Sjálandi, og beið átta ára gamall drengur bana í eldsvoðanum. Erlent 6.10.2005 00:01 « ‹ ›
Hvetur til vopnahlés vegna Ramadan Einn af leiðtogum súnníta í Írak hefur hvatt til vopnahlés á milli uppreisnarmanna og hermanna í landinu í hinum helga íslamska mánuði Ramadan sem nú er nýhafinn. Saleh al-Mutlak, sem m.a. vann að drögum að nýrri stjórnarskrá fyrir Írak, sagði enn fremur að nokkrir stjórnmálaflokkar súnníta í landinu sem þekktu til uppreisnarmanna hefðu boðist til að koma á viðræðum milli þeirra og Bandaríkjamanna til þess að reyna að binda enda á hin blóðugu átök í Írak. Erlent 7.10.2005 00:01
250 fasteignir haldlagðar Breska lögreglan lagði í gær hald á 250 fasteignir í Manchester sem talið er að tengist Írska lýðveldishernum, IRA. Eignirnar tengjast tveimur kaupsýslumönnum og annar þeirra er Thomas Murphy, sem talinn er einn af leiðtogum IRA. Erlent 7.10.2005 00:01
Fuglaflensa finnst í Rúmeníu Landbúnaðarráðherra Rúmeníu tilkynnti í dag að fundist hefði fuglaflensa í alifuglum þar í landi. Fuglarnir sem smit fannst í eru sagðir þrír en ekki hefur fengist staðfest hvort um banvænt afbrigði flensunnar er að ræða og verða sýni send til Bretlands til frekari rannsókna. Erlent 7.10.2005 00:01
Vill viðræður um sjálfstæði Kosovo Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði til við öryggisráð samtakanna í dag að hafnar yrðu viðræður um það hvort Kosovo-hérað skuli fá sjálfstæði eða verða hluti af Serbíu eins og héraðið var áður en átök brustust út milli Serba og Kosovo-Albana seint á tíunda áratug síðustu aldar. Erlent 7.10.2005 00:01
Konur og lýðræði Tuttugu og tveggja manna íslensk sendinefnd tekur nú þátt í ráðstefnunni konur og lýðræði, sem fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem ber sama heitið. Erlent 7.10.2005 00:01
Frábær hvatning Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða-kjarnorkumálastofnunar IAEA, segir mikinn fögnuð hafa ríkt á meðal starfsmannanna í höfuðstöðvunum í Vín í gær eftir að fregnir bárust að stofnunin og Mohammed ElBaradei, framkvæmdastjóri hennar, hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels. Erlent 7.10.2005 00:01
Öryggisgæsla stóraukin í New York Öryggisgæsla hefur verið stóraukin við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York, eftir að yfirvöldum þar barst ábending um yfirvofandi hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og þjóðvarðliðar hafa í kjölfarið leitað í töskum farþega í neðanjarðarlestunum, en fjórar og hálf milljón manna ferðast með þeim á hverjum virkum degi, á milli 468 lestarstöðva. Erlent 7.10.2005 00:01
Komu upp um forngripastuld Ítölsk lögregluyfirvöld greindu frá því í dag að þau hefðu leyst upp alþjóðlegan fornminjasmyglhring sem rænt hefur forngripum á Ítalíu og komið þeim til Austurríkis. Eftir því sem fram kemur í frétt Reuters mun 82 ára gamall leiðsögumaður hafa stjórnað smyglinu, en lögregla lagði hald á um þrjú þúsund muni á heimili hans í Austurríki sem talið er að hafi verið rænt á stöðum nærri Róm. Erlent 7.10.2005 00:01
Viðbúnaður hertur í New York Öryggisviðbúnaður hefur verið snarhertur við allar neðanjarðarlestarstöðvar í New York eftir að yfirvöldum þar barst hótun um hryðjuverkaárás á næstu dögum. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, segir hótunina þá nákvæmustu sem yfirvöldum í borginni hafi borist hingað til og auk þess bendi upplýsingar leyniþjónustunnar til að fótur sé fyrir henni. Erlent 7.10.2005 00:01
Plútóníum í Thule Plútóníum hefur í fyrsta sinn mælst í jarðvegi í nágrenni herstöðvar Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi. Talið er að íbúum svæðisins geti stafað hætta af geisluninni, að því er Jyllands-Posten hermir. Erlent 7.10.2005 00:01
Friðarverðlaun Nóbels afhent Ósló varð miðpunktur allrar fjölmiðlaathygli um skamma hríð í morgun þegar formaður norsku Nóbelsnefndarinnar sté fram og tilkynnti hver hlyti Friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau skiptast í tvennt, á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og yfirmanns hennar, Egyptans Mohammads El-Baradeis. Erlent 7.10.2005 00:01
El-Baradai fær friðarverðlaunin Muhammad el-Baradei var nú fyrir stundu útnefndur til friðarverðlauna Nóbels. El-Baradei er yfirmaður kjarnorkumálaráðs Sameinuðu þjóðanna og barðist fyrir því á sínum tíma að vopnaeftirlitsmenn í Írak fengju meira svigrúm til að leita í landinu. Erlent 7.10.2005 00:01
Guðleg opinberun í Hvíta húsinu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa rökstutt innrásina í Írak og Afganistan með því að hafa fengið guðlega opinberun. Hvíta húsið vísar þessu hins vegar á bug. Erlent 7.10.2005 00:01
Hljótt um valnefnd í bókmenntum Enn hefur ekki verið tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Valnefndin í bókmenntum, sem velur vinningshafann úr stórum hópi tilfnefndra skálda, er yfirleitt sú nefnd sem erfiðast á með að finna vinningshafa. Venju samkvæmt á að tilkynna úrslitin í bókmenntum á fimmtudeginum í Nóbelsvikunni, sem nú er komin að lokum, en svo var ekki gert þetta árið frekar en mörg önnur. Erlent 7.10.2005 00:01
300 þúsund manns flýja heimili sín Tæplega 300 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðvesturhluta Kína vegna þess að ár eru farnar að flæða yfir bakka sína og aukin hætta er á aurskriðum eftir gríðarlegar rigningar undanfarnar vikur. Ekki hafa borist neinar fréttir af manntjóni en sex létust í flóðum á þessu sama svæði í ágúst síðastliðnum. Erlent 7.10.2005 00:01
Stan: Tugþúsundir í neyðarskýlum Tugþúsundir manna hafast nú við í neyðarskýlum í suðurhluta Mexíkó þar sem flóð af völdum fellibylsins Stan hafa lagt hús og önnur mannvirki í rúst. Í nágrannaríkinu El Salvador eru meira en fimmtíu þúsund manns heimilislaus og alls hafa nú um tvö hundruð og fjörutíu manns látist eftir yfirreið fellibylsins um Mið-Ameríku. Erlent 7.10.2005 00:01
ElBaradei hlýtur nóbelsverðlaunin Friðarverðlaun Nóbels 2005 falla í skaut Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Mohammed ElBaradei, framkvæmdastjóra hennar. Ákvörðun nóbelsverðlaunanefndarinnar hefur hlotið blendnar viðtökur. Erlent 7.10.2005 00:01
Verkfall í Belgíu Belgískt verkafólk fór í sitt fyrsta verkfall í tíu ár í dag. Samgöngur fóru úr skorðum og einnig lokaði verkafólk bæði verksmiðjum og verslunum. Verkfallið stendur aðeins í dag og með því eru verkamenn að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs úr 58 árum í 60. Erlent 7.10.2005 00:01
Höfuðslæðum vex ásmegin Stöðugt fleiri norskar stúlkur sem aðhyllast íslam kjósa að ganga með höfuðslæður í skólanum, að því er dagblaðið Dagsavisen hermir. Erlent 6.10.2005 00:01
Hvíta húsið gæti stöðvað lögin Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að herða reglur um meðferð fanga sem stjórnin hefur í varðhaldi. Talsmaður Hvíta hússins segir að forsetinn muni beita neitunarvaldi til að stöðva frumvarpið. Erlent 6.10.2005 00:01
Kyrkislanga réðst á krókódíl Í Everglades þjóðgarðinum á Flórída mættust tvær skepnur sem fæstir vildu mætast: risavaxin kyrkislanga og krókódíll. Svo virðist sem fjögurra metra löng slangan hafi ráðist á nærri tveggja metra langan kródódílinn og reynt að éta hann. Hún gleypti hann hálfan en sprakk þá með þeim afleiðingum að bæði dýrin drápust. Erlent 6.10.2005 00:01
110 uppreisnarmenn handsamaðir Bandarískar hersveitir hafa handsamað hundrað og tíu uppreisnarmenn í borginni Haklanía í Írak undanfarna tvo daga. Vel á þriðja þúsund hermanna hafa gengið í hvert hús í borginni sem er eitt helsta vígi uppreisnarmanna við landamæri Sýrlands. Erlent 6.10.2005 00:01
Helmingur studdi stjórnarskrá ESB Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem birtar voru í vikunni studdi rétt innan við helmingur íbúa Evrópusambandsins stjórnarskrársáttmála þess, skömmu áður en Frakkar og Hollendingar felldu hann í þjóðaratkvæðagreiðslum snemmsumars. Erlent 6.10.2005 00:01
Ásakar Íransstjórn og Hizbollah Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, telur að Íransstjórn eða Hizbollah-hreyfingin styðji við bakið á íröskum uppreisnarmönnum. Erlent 6.10.2005 00:01
Vilja að lífi Saddams verði þyrmt Uppreisnarmenn í Írak eru nú sagðir eiga í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um að hætta árásum í skiptum fyrir líf Saddams Husseins. Þessu heldur Jalal Talabani, forseti Íraks, fram. Erlent 6.10.2005 00:01
Fimmtungur býr við sára fátækt Æskulýðsskýrsla Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2005 kom út í vikunni en þar er ljósi varpað á hag 1,2 milljarða ungmenna á aldrinum 15-24 ára víða um heim og framtíðarhorfur þeirra ræddar. Erlent 6.10.2005 00:01
Leita að ljótasta grænmetinu Leitin að ljótasta grænmetinu er hafin á Bretlandi. Garðyrkjumenn eru hvattir til að senda afskræmdar gulrætur, baunir sem eru eins og tappatogari og aðrar afurðir náttúrunnar sem ekki hljóta náð fyrir augum viðkvæmra neytenda sökum þess hversu ljótar þær eru. Tilgangurinn með þessu er að sýna fram á að fallegt grænmeti bragðast ekki endilega vel og að ljótt grænmeti getur verið gott. Erlent 6.10.2005 00:01
Sex drepnir við landamæri Yfirvöld í Marokkó greindu frá því í dag að sex ólöglegir innflytjendur hefðu verið drepnir þegar þeir reyndu að komast yfir landamæri Spánar í skóglendi á norðurströnd Afríku í gærkvöld. Yfirvöld segja að hermenn hafi þurft að verja sig og því hafi mennirnir fallið en alls voru 290 handteknir í Gourougou-skóginum þar sem innflytjendur fela sig áður en þeir reyna að komast yfir víggirðingar á landamærum Spánar og Marokkós. Erlent 6.10.2005 00:01
Hróarskeldusvefnpokar gefnir Yfir 1.600 svefnpokar og 510 tjalddýnur, sem gestir Hróarskelduhátíðarinnar skildu eftir á tónleikasvæðinu í sumar, verða gefnir heimilislausum í Kaupmannahöfn. Erlent 6.10.2005 00:01
Átta ára brann inni Eldur kom upp í raðhúsi í Skævinge, nærri Hillerød á Sjálandi, og beið átta ára gamall drengur bana í eldsvoðanum. Erlent 6.10.2005 00:01