Erlent

Höfuðslæðum vex ásmegin

Stöðugt fleiri norskar stúlkur sem aðhyllast íslam kjósa að ganga með höfuðslæður í skólanum, að því er dagblaðið Dagsavisen hermir. Skólastjórnendur segja að slæðurnar valdi á tíðum spennu á milli nemenda, Stundum er þeim sem skarta slæðunum strítt af þeim sem ekki eru múslimar og stundum verða múslimastúlkur sem ekki nota slæðuna fyrir aðkasti frá þeim sem höfuðbúnaðinn nota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×