Erlent

300 þúsund manns flýja heimili sín

Tæplega 300 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðvesturhluta Kína vegna þess að ár eru farnar að flæða yfir bakka sína og aukin hætta er á aurskriðum eftir gríðarlegar rigningar undanfarnar vikur. Ekki hafa borist neinar fréttir af manntjóni en sex létust í flóðum á þessu sama svæði í ágúst síðastliðnum. Þúsundir Kínverja deyja árlega af völdum flóða og aurskriðna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×