Erlent

El-Baradai fær friðarverðlaunin

Muhammad el-Baradei var nú fyrir stundu útnefndur til friðarverðlauna Nóbels. El-Baradei er yfirmaður kjarnorkumálaráðs Sameinuðu þjóðanna og barðist fyrir því á sínum tíma að vopnaeftirlitsmenn í Írak fengju meira svigrúm til að leita í landinu. Hann hefur gengt formennsku í ráðinu frá árinu 1997 og setið í stjórn þess frá árinu 1984. al-Baradai er Egypti, fæddur í Kaíró þann 17. júní 1942.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×