Erlent

Ósáttir við kjör á Kastrup

Forsvarsmenn Sterling í Danmörku eru ósáttir við þau nýju kjör sem þeim hafa verið boðin á Kastrup-flugvelli. Af þeim sökum slitnaði upp úr samningaviðræðum á þriðjudag. Í viðtali við Berlingske Tidende í gær segir Niels Brix, talsmaður Sterling, að tilboð Kastrup hafi valdið vonbrigðum.

Erlent

Íranar sýna aukna samvinnu

Íranar hafa veitt eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA heimild til að rannsaka leynilegar tilraunastöðvar hersins til að koma í veg fyrir að þeir verðir kærðir til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir brot á sáttmála um útbreiðslu kjarnorkuvopna.

Erlent

Telja Bandaríkjastjórn hafa fangelsað 70 þúsund manns

Talið er að bandarísk yfirvöld hafi frá árinu 2001 haft forgöngu um að fangelsa 70 þúsund manns víðs vegar um veröldina. Þrátt fyrir að Alþjóða Rauði krossinn hafi ítrekað farið fram á að fá upplýsingar um fólkið og þær aðstæður sem það býr við hafa bandarísk yfirvöld engu svarað.

Erlent

Ísraelsher skaut palestínskan uppreisnarmann

Ísraelskir hermenn skutu palestínskan uppreisnarmann til bana nærri bænum Jenín á Vesturbakkanum í dag í áhlaupi Ísraelshers. Bráðaliðar og vitni segja uppreisnarmanninn hafa tilheyrt al-Aqsa herdeildunum, vopnuðum væng Fatah-hreyfingarinnar, og að hann hafi fallið í byssubardaga við hersveitirnar.

Erlent

Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna

Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna í Afganistan í sumar. Þetta staðfesti ónafngreindur starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins við Reuters-fréttastofuna í dag. Kúveitinn Omar al-Faruq var gripinn í Indónesíu árið 2002 og afhentur Bandaríkjamönnum, en hann er talinn einn af hæstsettu mönnum innan al-Qaida í Suðaustur-Asíu.

Erlent

Chirac hvetur til stillingar í úhverfum Parísar

Jacques Chirac, forseti Frakklands, reyndi í dag að lægja óeirðaölduna sem gengið hefur yfir úthverfi Parísarborgar undanfarna daga. Þær blossuðu upp fyrir sex dögum eftir að tveir piltar af innflytjendaættum létust af völdum raflosts þar sem þeir földu sig fyrir lögreglunni í lítilli rafstöð.

Erlent

Ráðist á mosku sjíta í Írak

Að minnsta kosti sjö létust og fimmtán særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan mosku sjíta í bænum Musayyib í Írak í dag. Árásin er gerð á lokadegi helgimánaðar múslíma, Ramadan, en árásir á sjíta í mánuðinum hafa verið tíðar. Múslímar búa sig nú undir þriggja daga frí, svokallað Eid, í kjölfar Ramadan en fríið hefst á morgun eða hinn.

Erlent

73 þúsund látnir af völdum skjálftans í Pakistan

Yfirvöld í Pakistan greindu frá því í dag að tala látinna eftir jarðskjálftann 8. október væri komin upp í 73 þúsund. Talan hefur hækkað um sextán þúsund frá síðustu yfirlýsingu yfirvalda. Yfirmaður hjálparstarfsins í landinu sagði að sífellt fleiri látnir fyndust í rústum húsa og hann óttaðist að talan myndi hækka enn frekar.

Erlent

Blunkett segir af sér í annað sinn

David Blunkett, ráðherra atvinnu- og eftirlaunamála í bresku ríkisstjórninni, sagði af sér í morgun. Blunkett hefur sætt ámæli fyrir að brjóta gegn siðareglum ráðherra með því að taka að sér launuð störf eftir að hann sagði af sér embætti innanríkisráðherra á síðasta ári.

Erlent

Telur N-Kóreu ætla að halda áfram kjarnorkuframleiðslu

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ekkert benda til þess að Norður-Kórea hyggist draga til baka áætlanir sínar um að hætta að framleiða kjarnorkuvopn. Yfirvöld í landinu hafa áður lofað að hætta framleiðslunni.

Erlent

Karl Bretaprins ræddi við Kofi Annan

Karl bretaprins og eiginkona hans, Camilla Parker Bowles, eru komin til New York en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Karl hitti meðal annars Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og ræddu þeir ýmis vandamál sem steðja að heiminum.

Erlent

Ísraelskur hemaður féll á Gaza

Ísraelskur hermaður féll í skotbardaga við Palestínumenn á Gaza-ströndinni í morgun, að sögn talsmanns Ísraelshers. Þetta er fyrsta mannfallið í þeirra röðum síðan Ísraelsmenn yfirgáfu landnemabyggðirnar á Gaza snemma í haust.

Erlent

430 milljarðar til að verjast fuglaflensunni

George Bush Bandaríkjaforseti hefur farið fram á við bandaríska þingið að það veiti sjö milljarða dollara fjárveitingu, eða tæplega 430 milljarða króna, til að berjast gegn fuglaflensunni sem hefur orðið 61 manni að bana í heiminum.

Erlent

Varað við eiturslöngum á Amager

Lögregla í Taarnby í Danmörku varar fólk við eiturslöngum sem sleppt hefur verið í skógi á Amager, ekki ýkja langt frá nokkrum barnaheimilum. Fyrir um tveimur vikum fann maður dauða slöngu í skóginum sem reyndist vera af baneitraðrir tegund og í fyrradag fannst önnur slík lifandi og var hún aflífuð.

Erlent

Sænsk herþyrla hrapaði

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar herþyrla af gerðinni Super Puma hrapaði í sjóinn undan Blekinge í Svíþjóð í gærkvöld. Átta manns voru í þyrlunni. Björgunaræfing á vegum sænska hersins stóð yfir þegar óhappið varð.

Erlent

Fimmtán fangaflugvélar taldar hafa lent í Keflavík

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur ítrekað flutt fanga um lofthelgi Norðurlandanna, þar með talið Íslands, til annarra landa þar sem pyntingar eru sagðar viðgangast. Stjórnvöld í Danmörku virðast hafa grunað að ekki væri allt með felldu og fóru fram á að flutningarnir færu ekki um danska lofthelgi.

Erlent

Mýsnar syngja ástarsöngva

Taugasérfræðingar við háskóla í Missouri hafa komist að því að karlkyns mýs syngja undurfagra söngva fyrir þær kvenkyns mýslur sem þeir hafa fellt hug til. Söngvarnir eru hins vegar á svo hárri tíðni að mannseyrað greinir þá ekki.

Erlent

Heimsókn SÞ-fulltrúa aflýst

Sameinuðu þjóðirnar hafa afþakkað boð Bandaríkjamanna um að þau heimsæktu Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu. Þetta stafar af því að fulltrúar samtakanna áttu ekki að fá að ræða einslega við fangana meðan á heimsókninni stæði.

Erlent

Sjöundi maðurinn í haldi

Lögreglan í Glostrup í Danmörku hefur handtekið sjöunda manninn í tengslum við meintan undirbúning á hryðjuverkum einhvers staðar í Evrópu. Frá þessu var greint á fréttavef danska ríkisútvarpsins.

Erlent

Safnaði mútum fyrir Saddam

Danska utanríkisráðuneytið rannsakar nú ásakanir um að ræðismaður Dana í Jórdaníu hafi haft milligöngu um að færa Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, mútugreiðslur frá dönskum fyrirtækjum á tímum efnahagsþvingana Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Sagðir hafa falsað vottorð

Dagblaðið Dagens Næringsliv birti um helgina fréttir þar sem fjórir virtir læknar og sálfræðingar í Osló eru sakaðir um að hafa gegn þóknun falsað læknisvottorð fyrir glæpamenn svo að þeir fengju vægari refsingu.

Erlent

Stýriflaugaárás á Gazasvæðinu

Ísraelsher tók tvo eftirlýsta herskáa Palestínumenn af lífi í gær með því að sprengja bíl þeirra í tætlur með stýriflaug. Örskömmu fyrir árásina hafði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, ekið eftir sama vegi í grennd við flóttamannabúðir á Gazasvæðinu.

Erlent

Stoiber ekki í stjórn

Óvissa ríkir um myndun samsteypustjórnar jafnaðarmanna og kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir að formaður jafnaðarmanna sagðist myndu láta af formennskunni og Edmund Stoiber ákvað að halda kyrru fyrir í München.

Erlent

Treystir á stuðning jaðarflokka til hægri

Kazimierz Marcinkiewicz sór á mánudag embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Hann fer fyrir minnihlutastjórn íhaldsflokksins Laga og réttlætis (PiS). Aleksander Kwasniewski, fráfarandi forseti Póllands, tók embættiseiðinn af Marcinkiewicz í forsetahöllinni í Varsjá. Þar var síðan nýja ríkisstjórnin, sem skipuð er sautján ráherrum, sett í embætti.

Erlent

Arabaríki þrýsti á Sýrland

Ríkisstjórn Íraks lýsti því yfir í gær að hana grunaði Marokkómann með bækistöðvar í Sýrlandi um að bera ábyrgð á þreföldu bílsprengjutilræði sem banaði yfir 60 manns norður af Bagdad í lok september. Íraski varnarmálaráðherrann hvatti ríkisstjórnir annarra arabaríkja að krefjast þess af Sýrlandsstjórn að hún gerði það sem í hennar valdi stæði til að hindra að erlendir vígamenn streymi til Íraks.

Erlent

Hefði ekki getað orðið á verri tíma

Ramadan, föstumánuður múslíma var nýhafinn þegar jarðskjálftinn stóri reið yfir fjallahéruð Pakistans. Örþreyttir hjálparstarfsmenn vinna því á fastandi maga frá morgni til kvölds. Skjálftinn hefði því varla getað riðið yfir á verri tíma, að sögn íslensks sendifulltrúa Rauða krossins sem þar er að störfum.

Erlent

Nýjar leiðir til að sporna við útrýmingu

Namibíumenn fara nú ótroðnar slóðir til að vernda smáan stofn blettatígra í landinu. Með því að þjálfa upp tyrkneska fjárhunda, sem vakta húsdýrahjarðir, halda þeir blettatígrunum frá þeim.

Erlent