Erlent

Handsprengju hent inn í búð

Tvö börn og karlmaður létu lífið þegar handsprengju var hent inn í verslun í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, um liðna helgi. Maðurinn og sjö ára drengur létust á sjúkrahúsi af sárum sínum en tveggja ára stúlka lést samstundis.

Erlent

Einn lést eftir að aurskriða féll á hús

Aurskriða féll í gær á hús skammt utan Björgvinjar þar sem sjö manns voru að störfum. Einn þeirra lést í skriðunni. Óvenjumikil úrkoma hefur verið í vestanverðum Noregi undan­farna daga og hafa sterkir vindar fylgt votviðrinu.

Erlent

Eins metra langir kjörseðlar í Danmörku

Eins metra langir kjörseðlar gerðu mörgum Dönum lífið leitt í sveitarstjórnarkosningum í dag. Vegna sameiningar sveitarfélaga þurfti að hafa seðlana svo stóra til að koma nöfnum allra frambjóðenda fyrir. Kosið var eftir nýrri skipan, sem tekur þó fyrst gildi í ársbyrjun 2007.

Erlent

Japansprinsessa missir aðalstitil

Sayako prinsessa, einkadóttir Akihitos Japanskeisara, er ekki lengur prinsessa. Hún gekk í dag að eiga karl sem ekki er af aðalsættum og missir við það sjálf aðalstitilinn sinn. Í stað hallarinnar kemur því ósköp venjuleg íbúð í Tókíó.

Erlent

Nýr flokksformaður hjá jafnaðarmönnum í Þýskalandi

Það hyllir undir að þýskum stjórnmálamönnum takist að berja saman ríkisstjórn, eftir langar vikur og mikil vandræði frá því að kosið var í október. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn eru ánægðir með stjórnarsáttmála sem liggur fyrir. Jafnaðarmenn kusu svo í dag nýjan flokksformann, Matthias Paltzeck, og vandræðamaðurinn Edmund Stoiber virðist sjálfur í slíkum vanda í Bæjaralandi að hann verður að líkindum til friðs í Berlín.

Erlent

Fundu vannærða fanga í Bagdad

Íröksk yfirvöld rannsaka nú mál 173 fanga sem fundust í leynifangelsi á vegum innanríkisráðuneytisins í Bagdad á sunnudag. Margir fanganna voru vannærðir og svo virðist sem einhverjir þeirra hafi verið pyntaðir. Fangarnir fundust á sunnudagskvöld þegar bandarískir hermenn leituðu unglings, en fangelsið var neðanjarðar og nærri höfuðstöðvum innanríkisráðuneytisins í miðri Bagdad-borg.

Erlent

Villepin í óvæntri heimsókn í úthverfi Parísar

Dominque de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom í dag í óvænta heimsókn í Aulnay-sous-Bois, eitt af úthverfum Parísar þar sem óeirðir hafa geisað undanfarnar vikur. Ráðherrann ræddi við íbúa í hverfinu, kennara og viðskiptamenn á svæðinu og hann lýsti yfir vilja til að hjálpa þeim fjölmörgu ungmennum sem eru atvinnulaus í fátækustu úthverfum borgarinnar.

Erlent

Spánverjar rannsaka meint fangaflug um Palma-flugvöll

Spænsk yfirvöld hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að rannsaka meint flug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, með grunaða hryðjuverkamenn í fangelsi í löndum þar sem pyntingar eru leyfðar. Talið er að CIA hafi notað flugvöllinn á Majorka til fangaflutninga.

Erlent

Aldrei óvinsælli

Óvinsældir Bush Bandaríkjaforseta hafa aldrei verið meiri samkvæmt skoðanakönnun sem CNN, USA Today og Gallup birtu í gær. Aðeins þrjátíu og sjö prósent Bandaríkjamanna sögðust ánægð með störf forsetans en það er tveimur prósentum minna en í síðasta mánuði. Þá má þess geta að tuttugu og sjö prósent Bandaríkjamanna voru ánægð með störf Richards Nixons í nóvember árið 1973 eftir að Watergate-hneykslið kom upp.

Erlent

Rekinn úr Hjálpræðishernum fyrir samkynhneigð

Hjálpræðisherinn í Noregi virðist ekki reiðubúinn að styðja við bakið á hverjum sem er, til dæmis ekki einum starfsmanni hersins sem starfað hefur innan hans í áratugi. Maðurinn var rekinn fyrir að vera samkynhneigður.

Erlent

Omri Sharon semur við saksóknara vegna spillingarmáls

Elsti sonur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sem ákærður er fyrir spillingu í tengslum við fjáröflun fyrir kosningabaráttu föður síns hefur náð samkomulagi við saksóknara. Omri Sharon er gefið að sök að hafa komið á fót gervifyrirtækjum til þess að dylja ólögleg framlög í kosningasjóð föður hans fyrir leiðtogakosningar í Likud-bandalaginu árið 1999, en Sharon eldri sigraði í kosningunum og varð í kjölfarið forsætisráðherra Ísraels.

Erlent

Dæmd í 30 ára fangelsi

Kona var í dag dæmd í 30 ára fangelsi í Colorado í Bandaríkjunum, fyrir að hafa haft mök við unglingsdrengi í partíum þar sem áfengi og fíkniefni voru höfð um hönd. Konan, sem er 41 árs gömul, sagðist aldrei hafa verið vinsæl meðal bekkjarsystkina sinna þegar hún var í skóla. Í fyrsta skipti hafi henni liði sem einni af hópnum.

Erlent

Sprengt í Grikklandi

Bensínsprengjum var kastað á franska bílasölu og fransk-gríska matvöruverslun í norðurhluta Grikklands í nótt. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við árásirnar en í þeim skemmdust átta bifreiðar og eru verslanirnar afar illa leiknar. Yfirvöld í Grikklandi telja að árásirnar tengist óeirðunum í Frakklandi. Enginn hefur þó látist eða slasast í árásunum.

Erlent

Fuglaflensan breiðist út

Tvö ný tilfelli fuglaflensu eru komin upp í vesturhluta Kína. Eru tilfellin þau tíundu og elleftu sem koma upp í landinu síðastliðinn mánuð. Frá þessu greinir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Um 320 þúsundum fugla hefur verið fargað til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Sýkingar hafa nú greinst í nær öllum hlutum Kína síðastliðinn mánuð.

Erlent

Enn betri 747

Samkeppni flugvélarisanna Boeing og Airbus harðnar stöðugt og virðist sem ekkert lát ætli að verða á framleiðslu nýrra flugvéla.

Erlent

Flokkarnir semja

Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn í Þýskalandi hafa samþykkt stjórnarsáttmála flokkanna með miklum meirihluta atkvæða og þar með Angelu Merkel sem næsta kanslara landsins.

Erlent

Kosningar í Danmörku í dag

Kosningar til sveitarstjórna í Danmörku hófust klukkan níu í morgun. Jafnaðarmaður verður að öllum líkindum borgarstjóri enn eitt árið.

Erlent

Bændur mótmæla

Tugir manna slösuðust þegar til átaka kom á milli bænda og óeirðalögreglu við þinghúsið í Seúl í Suður-Kóreu í dag.

Erlent

Þingmaður kærir dreifingu klámmyndar af sér

Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í Danmörku í dag. Þingmaður Þjóðarflokksins, Louise Frevert sem býður sig fram til borgarstjóraembættis í Kaupmannahöfn, hefur kært dreifingu plakata sem sýnir grófa klámmynd af henni.

Erlent

Úrkomumet í Björgvin í gær

Úrkomumet var slegið í Björgvin í Noregi í gær, en þá mældist úrkoma frá því klukkan sjö á sunnudagskvöldið til klukkan sjö í gærkvöld 134,2 millímetrar. Gamla metið í bænum var frá árinu 1917 og var 122 millímetrar. Gríðarlega úrkoma var víða á vesturströnd Noregs í gær og mældist hún mest í Takle í Sogn- og Fjarðafylki en þar var úrkoman 198,5 millímetrar á sólarhring.

Erlent

Brasilískir hermenn pynta undirmenn sína

Myndbandsupptaka af pyntingum brasilískra hermanna á undirmönnum sínum hafa valdið miklum óhug þar í landi. Á myndbandinu sjást yfirmenn meðal annars brenna eyru undirmanna sinna með straujárni og gefa þeim rafstuð í magann. Brasilíski herinn hefur hafið rannsókn á málinu. Ernani Lunardi Filho, yfirmaður hersveitar, sagði í samtali við brasilíska fjölmiðla að herinn fordæmi atvikið. Hann sagði þetta einangrað tilfelli, sem fæli eingöngu í sér liðþjálfa að gera öðrum liðþjálfum grikk

Erlent

Atvinnutækifæri ungs fólks aukin í Frakklandi

Ríkisstjórn Frakklands hefur heitið því að auka atvinnutækifæri ungs fólks á næstu árum til að koma í veg fyrir óeirðir á borð við þær sem hafa verið í landinu síðustu þrjár vikur. Stefnt er að því að 50 þúsund ungmenni fái þjálfun árið 2007 sem á að auka líkur þeirra á að fá vinnu.

Erlent

40 milljónir piparsveina í Kína árið 2020

Ójafnvægi á hlutfalli kynjanna heldur áfram að aukast í Kína vegna þeirrar stefnu stjórnvalda um hjón megi aðeins eignast eitt barn. Nú fæðast 119 strákar á móti hverjum 100 stelpum og árið 2020 má gera ráð fyrir að kínverskir piparsveinar verði allt að fjörtíu milljónir manns.

Erlent

Mikill eldsvoði í Kaupmannahöfn

Betur fór en á horfðist þegar mikill eldsvoði varð í fjölbýlishúsi í Amager-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Um 200 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldsins. Aðeins einn maður er sagður hafa slasast en fjöldi íbúa var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Erlent

Óeirðirnar eru þjóðarmein

Franska ríkisstjórnin ákvað í gær að framlengja neyðarlögin í landinu fram í febrúar á næsta ári. Jacques Chirac forseti sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að óeirðirnar í landinu að undanförnu bæru sjúkum þjóðarlíkama vitni.

Erlent

Sáttmálinn samþykktur

Félagar í þýsku kristilegu flokkunum og Jafnaðarmannaflokkinum samþykktu með drjúgum meirihluta stjórnarsáttmála sem forystumenn flokkanna þriggja undirrituðu á föstudag.

Erlent

Ásakanir um hassreykingar

Þingkosningar fara fram á Grænlandi í dag en óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið fjörleg í meira lagi. Siumut-flokkurinn og Inúítaflokkurinn hafa setið í landsstjórninni undanfarið kjörtímabil.

Erlent

Kjarnorkuver var skotmarkið

Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að mennirnir sem handteknir voru í Sydney og Melbourne í síðustu viku vegna gruns um hryðjuverkaárás hafi ætlað að sprengja upp Lucas Heights-kjarnaofninn í Nýja Suður-Wales. Alls voru átján manns handteknir en lögregla hafði stöðvað þrjá þeirra nærri verinu í desember 2004.

Erlent