Erlent

Minningarathöfn í París

Jacques Chirac, forseti Frakklands, og fleiri stjórnmálamenn og trúarleiðtogar þar í landi tóku í gær þátt í minningarathöfn um ungan mann af gyðingaættum sem fannst nær dauða en lífi á sorphaugum í París í síðustu viku. Pilturinn lést á leið á spítala en honum var rænt þremur vikum áður og hafði verið haldið föngnum í kjallara húss í úthverfi Parísar.

Erlent

Neyðarástand á Filipseyjum

Gloria Arroyo, forseti Filipseyja, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í morgun eftir að fregnir bárust af því að valdamenn í hernum hafi ætlað að velta henni úr sessi í dag. Auk þess söfnuðust íbúar í höfuðborginni, Manila, saman í morgun til að mótmæla ástandinu í landinu. Fólki hafi verið bannað að koma saman á tiltekinni götu í borginni en það bann var virt að vettugi.

Erlent

Blóðbönd frumsýnd í kvöld

Íslenska kvikmyndin Blóðbönd verður frumsýnd í kvöld klukkan sex, en þetta er frumraun Árna Ólafs Ásgeirssonar sem leikstjóra. Kvikmyndin er talin vera með þeim dýrustu sem framleiddar hafa verið hérlendis og kostaði um níutíu milljónir króna. Það er fyrirtæki Snorra Þórissonar, Pegasus sem framleiðir myndina.

Erlent

Langstærsta rán í sögu Bretlands

Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft en þeir virðast hafa falið slóð sína fullkomlega. Það var í fyrrakvöld sem ræningjarnir, dulbúnir sem lögregluþjónar, stöðvuðu yfirmann fjárgeymslu Securitas í Kent, skammt utan við Lundúnir, þar sem Englandsbanki geymir seðla sína.

Erlent

49 manns krömdust til bana

Í það minnsta 49 manns krömdust til bana og þrjátíu til viðbótar slösuðust þegar þak yfir markaðstorgi í Moskvu hrundi í morgun. Snjóþyngsli eru talin líklegasta skýringin á slysinu en lögreglan útilokar ekki hönnunargalla. Vanalega er ys og þys á þessum yfirbyggða markaði í Moskvu en í dag hefur verið þar ömurlegt um að litast.

Erlent

Einn hefur verið handtekinn

Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft og hefur einn verið handtekinn.

Erlent

49 lík hafa fundist

Í það minnsta 49 manns krömdust til bana og þrjátíu til viðbótar slösuðust þegar þak yfir markaðstorgi í Moskvu hrundi í morgun. Snjóþyngsli eru talin líklegasta skýringin á slysinu en lögreglan útilokar ekki hönnunargalla.

Erlent

Meira en hundrað fallnir

Írak rambar á barmi borgarastyrjaldar eftir sprengingu á einum heilagasta stað Sjíja í gær. Meira en hundrað manns hafa farist í tugum sprengju árása síðan í gær.

Erlent

Fengu 25 milljarða króna í lottóinu

Átta lottóvinningshafar í Bandaríkjunum hrepptu til saman 25 milljarða íslenskra króna í stærsta útdrætti í sögu lottósins til þessa. Hver og einn vinningshafi fær því um 2,8 milljarða króna.

Erlent

Sharon í einn eina aðgerðina

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fór í gærkvöld í enn eina aðgerðina en læknar þurftu að fjarlægja vökva úr kviðarholi hans. Sharon hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Jerúsalem síðan í byrjun árs þegar hann fékk heilablóðfall.

Erlent

Óeirðir fyrir tónleika Rolling Stones

Óeirðir brutust út fyrir tónleika Rolling Stones í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. Æstir aðdáendur hljómsveitarinnar gátu ekki beðið eftir að komast inn og ruddust inn á íþróttaleikvanginn þar sem tónleikarnir fóru fram.

Erlent

Ahmadinejad verði saksóttur fyrir ummælin um Helförina

Ísraelskur lögfræðingur hefur beðið þýsk stjórnvöld um að sækja Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, til saka fyrir að segja að Helförin sé sögusögn. Forsetinn lét þessi ummæli falla í desember síðastliðnum en hann hefur einnig sagt að réttast væri að eyða Ísrael af yfirborði jarðar.

Erlent

Jarðskjálfti upp á 7,5 á Richter í Mósambík

Jarðskjálfti upp á 7,5 stig varð í sunnanverðri Afríku seint í gærkvöld. Upptökin voru í Mósambík en jarðskjálftinn fannst einnig í Harare, höfuðborg Simbabwe, þar sem mikil skelfing greip um sig. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni.

Erlent

Minnst 13 létust þegar þak hrundi í Rússlandi

Að minnsta kosti þrettán létu lífið og tæplega tuttugu slösuðust þegar þak yfir markaði hrundi í austurhluta Moskvu í Rússlandi í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax hefur eftir yfirvöldum á vettvangi að svo virðist sem þakið hafa gefið sig undan miklum blautum snjó og hrunið í heilu lagi ofan á fjölmarga sölubása.

Erlent

Sádi-Arabía gengur ekki til liðs við Bandaríkjamenn

Leiðtogar Sádi-Arabíu ætla ekki að ganga til liðs við Bandaríkjamenn um að neita Palestínumönnum um utanaðkomandi fjárhagsaðstoð nú þegar Hamas-samtökin hafa tekið við völdum í heimastjórn Palestínu. Sádi-Arabía er því annað landið sem neitar þessari umleitan Bandaríkjamanna. Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur því ekkert orðið ágengt í þessum efnum í ferð sinni um miðausturlönd.

Erlent

Stærsta rán í sögu Bretlands?

Allt að fimm milljörðum íslenskra króna var rænt úr geymslu Securitas í Kent í Englandi í gær. Féð er í eigu Seðlabanka Englands. Talið er að ránið sé hið stærsta í Bretlandi til þessa.

Erlent

Rændu um 3 milljörðum króna

Þjófar komust á brott með að minnsta kosti 25 milljón pund eða sem nemur 3 milljörðum íslenskra króna í vopnuðu ráni í peningageymslu í Englandi dag.

Erlent

Fangar mataðir með valdi

Fangaverðir í Guantanamo hafa viðurkennt að þeir bindi fanga sem verið hafa í mótmælasvelti og neyði ofan í þá mat. Yfirfangavörður í fangelsinu greindi frá þessu í New York Times.

Erlent

Telur Mladic enn ganga lausan

Carla Del Ponte, aðalsaksóknari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag segist viss um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, gangi enn laus einhvers staðar í Serbíu.

Erlent

Njósnari handtekinn í Svíþjóð

Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum Rússa og Svía eftir að rússneskur vísindamaður var handtekinn í Uppsölum, grunaður um njósnir. Rússar hafa sjálfir handtekið tvo njósnara sem grunaðir eru um að starfa fyrir Breta.

Erlent

Olíu hellt á eldinn

Ein fegursta og helgasta moska síjamúslíma var sprengd í loft upp í Írak í morgun. Enginn vafi leikur á að ætlun illvirkjanna hafi verið að magna ófriðinn á milli þjóðarbrotanna í landinu enda hafa árásir verið gerðar á helgidóma súnnía í dag.

Erlent

Vítisenglar illa þjakaðir af þunglyndi

Það virðist leiða til þunglyndis að vera meðlimur í mótorhjóla- og glæpasamtökunum Vítisenglum. Að minnsta kosti benda nýjustu fréttir frá Stokkhólmi til þess því samkvæmt þeim eru sjötíu prósent meðlima samtakanna þar í borg þunglyndir.

Erlent