Erlent

Fengu 25 milljarða króna í lottóinu

Þrír vinningshafanna á blaðamannafundi í tilefni tímamótanna.
Þrír vinningshafanna á blaðamannafundi í tilefni tímamótanna. MYND/AP

Átta lottóvinningshafar í Bandaríkjunum hrepptu til saman 25 milljarða íslenskra króna í stærsta útdrætti í sögu lottósins til þessa. Um er að ræða sjö karla og eina konu sem starfar hjá sláturhúsi í Nebraska. Hver og einn vinningshafi fær því um 2,8 milljarða króna. Fyrra metið var sett árið 2000 en þá var hæsti vinningurinn 23 milljarðar íslenskra króna en sá vinningur dreifðist aðeins á tvo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×