Erlent

Tveir sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu sig í loft upp

Tveir sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu sig í loft upp á norðausturhorni Sínaískaga nú í morgun. Sprengjurnar urðu sem betur fer engum nema þeim sjálfum að bana en þeir stóðu við alþjóðlega friðargæslustöð um sextán kílómetra frá ísraelsku landamærunum.

Erlent

Rússar skjóta upp gervihnetti fyrir Ísraelsmenn

Rússar skutu í gær upp gervihnetti fyrir Ísraelsmenn, sem ætlað er að njósna um kjarnorkutilraunir Íraka. Ísraelsmenn hafa árum saman litið á Írak sem einn sinna helstu óvina. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum komst gervihnötturinn á sporbaug en ekki er enn víst hvort hann virki sem skyldi eftir skotið.

Erlent

Varar Bush Bandaríkjaforseta við frekari árásum

Leiðtogi al Qaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, kom óvænt fram á myndbandsupptöku í gær þar sem hann gagnrýndi nýju írösku stjórnina og varaði Bush, forseta Bandaríkjanna, við frekari árásum. Hann skoraði á Bush að segja þjóð sinni frá uppreisn og liðhlaupum í herafla Bandaríkjamanna í Írak, sem haldið væri leyndu.

Erlent

Unglingsdrengur handtekinn fyrir morð í Belgíu

Belgíska lögreglan hefur handtekið 16 ára unglingsdreng sem grunaður er um að hafa átt aðild að morði á 17 ára strák í Brussel fyrr í þessum mánuði. Strákurinn neitaði að láta þjófa hafa MP3 spilarinn sinn og galt fyrir það með lífi sínu.

Erlent

Myndband af al-Zarqawi í fyrsta sinn

Myndband sem virðist sýna Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-kaída í Írak, var birt á vefsíðu íslamskra öfgamanna í dag. Al-Zarqawi er sagður hafa lagt á ráðinu um mannskæðar árásir og morð í Írak. Fyrir vikið hefur jafnvirði tæpra tveggja milljarðar króna verið settir honum til höfuðs.

Erlent

Heimsótti þá sem særðir eru

Hosni Mubarak, Egyptalandsforseti, heimsótti fjölmarga þeirra sem nú liggja sárir á sjúkrahúsi eftir hryðjuverkaárás á strandbæinn Dahab í gær. Tíu hafa verið handteknir vegna árásarinnar en tuttugu og fjórir féllu og sextíu særðust.

Erlent

Sakaðir um að hafa átt þátt í ódæðunum í Súdan

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í daga að frysta erlenda bankareikninga og eigur fjögurra Súdana auk þess hafa þeir verið settir í farbann. Mennirnir eru sakaðir um að hafa átt þátt í ódæðum sem framin voru í Darfur-héraði í Súdan.

Erlent

Tíu handteknir

Tíu hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna í Egyptalandi í gær. Tuttugu og fjórir féllu og sextíu særðust þegar vinsæll ferðamannastaður breyttist um stund í vígvöll. Íslensk hjón, sem eru í Sharm el Sheik, segja heimamenn algjörlega miður sín.

Erlent

Íranir láta andstöðu alþjóðasamfélagsins ekki á sig fá

Allt bendir til þess að Íranar ætli að halda áfram auðgun úrans þrátt fyrir kröfur alþjóðasamfélagsins um að því verði hætt. Stjórnvöld í Teheran segjast ætla að hætta allri samvinnu við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina verði gripið til refsiaðgerða og hafa boðið nágrannaríkjum sínum aðgang að kjarnorkutækni sinni.

Erlent

Bar sprengiefni undir belti

Kona sprengdi sig í loft upp við bíl eins helsta hershöfðingja á Sri Lanka í dag. Hún hafði látist vera barnshafandi til þess að leyna sprengiefnum sem hún bar innan klæða en sprengingin dró 8 manns til dauða og særði 27 aðra.

Erlent

Suður-Kórea hyggst verja Takeshima-eyjar

Forsætisráðherra Japans segir nauðsynlegt að sýna stillingu þrátt fyrir ummæli forseta Suður-Kóreu um að suðurkóreskar eyjar sem Japanir gera tilkall til, verði varðar með kjafti og klóm.

Erlent

Vilja engar jónur

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ætlar að berjast gegn lögleiðingu á notkun maríjúana til lækninga. Nokkur ríki í Bandaríkjunm hafa þegar veitt leyfi til notkunar maríjúana við meðferð sjúkdóma sem valda miklum verkjum, svima og lystarleysi til lengri tíma.

Erlent

Frjálst flæði vinnuafls hefur aukið hagvöxt í Bretlandi

Vinnuafl frá Austur-Evrópu hefur aukið hagvöxt og minnkað verðbólgu í Bretlandi verulega undanfarin ár. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu eru bein tengsl á milli lægri verðbólgu og meiri hagvaxtar annars vegar og aukins flæðis vinnuafls frá nýju löndum Evrópsambandsins til Bretlands hins vegar.

Erlent

Mótmæli afboðuð í Nepal

Andstæðingar Gyanendra konungs í Nepal hafa sagst munu hætta mótmælum gegn honum sem hafa staðið vikum saman eftir að konungurinn lofaði að vinna náið með uppreisnarmönnum kommúnista.

Erlent

23 látnir og 62 særðir í Egyptalandi

23 hafa fundist látnir og 62 særðir eftir hryðjuverkaárás í bænum Dahab í Egyptalandi í gær. Þrjár sprengjur sprungu nær samtímis um fimmleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma þegar mannþröng var á götum þessa vinsæla ferðamannastaðar við Rauðahafið.

Erlent

Stofnandi Enron bar vitni

Kenneth Lay, stofnandi orkufyrirtækisins Enron, bar í dag vitni í fjársvikamáli sem hefur verið höfðað gegn honum vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Hann neitaði því að hafa logið að fjárfestum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Erlent

Hryðjuverkaárás í Egyptalandi

Að minnsta kosti 30 fórust og um 160 særðust, þar af fjölmargir lífshættulega, þegar þrjár sprengjur sprungu á veitingastað, kaffihúsi og í stórmarkað í ferðamannabænum Dahab í Egyptalandi síðdegis í dag. Mubarak Egyptalandsforseti segir þetta hryðjuverk sem verði að refsa fyrir.

Erlent

Þingið í Nepal verður endurreist

Konungur Nepals ætlar að endurreisa þingið í landinu. Með því vill hann aftur koma á lýðræði í landinu og friði eftir stanslaus átök í þrjár vikur.

Erlent

Óhæfuverk í Írak

Á meðan ráðamenn í Írak ræða skipan nýrrar ríkisstjórnar hafa minnst átta Írakar fallið í röð sprengjuárása í höfuðborginni Bagdad í dag. Þá fundust 17 lík í borginni í dag og bendir allt til þess að fólkið hafi verið pyntað áður en það var myrt.

Erlent

Óttast ekki refisaðgerðir

Ahmadinejad, Íransforseti, gaf í dag í skyna að til greina kæmi að Íranar segi sig úr Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni ef aðild að henni geri ekkert gagn. Stofnunin vísaði kjarnorkudeilunni til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Íranar hafa frest fram á föstudag til að hætta auðgun úrans.

Erlent

Árás Maóista hrundið

Öryggissveeitum í Nepal tókst í dag að hrinda árás mörg hundruð Maóista á litla borg í austur hluta landsins. Árásin hófst í nótt og skiptust uppreinsar- og hermenn á skotum í margar klukkustundir. Þegar upp var staðið lágu fimm Maóistar og einn öryggissveitarmaður í valnum. Enn hefur verið sett á útgöngubann í höfuðborginni Katmandu í dag, þar sem tugþúsundir hafa undanfarna daga mótmælt alræðisvaldi Gyanendra konungs.

Erlent

Abbas hótar Hamas-liðum

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar ekki að reka nýskipaða heimastjórn Hamas-liða þó lög heimili honum það. Hann sagði Hamas-liða verða að gera sér það ljóst að þeim sé nauðugur sá kostur að hefja friðarviðræður við ísraelsk stjórnvöld.

Erlent

Mikill sigur fyrir Gíursany í Ungverjalandi

Stjórnarflokkarnir héldu velli í þingkosningum í Ungverjalandi, sem fram fóru í gær. Þeirra bíður það verkefni að ná niður mesta fjárlagahalla innan Evrópusambandsins. Núverandi ríkisstjórn hlaut 210 þingsæti af 386.

Erlent

Bandaríkjamenn reyna að beita evrópskum bönkum fyrir sig

Bandaríkjamenn íhuga að beita evrópskum bönkum og fjármálastofnunum fyrir sig til að fá Írana ofan af þróun kjarnorku. Þetta hefur tímaritið Time eftir embættismönnum sem voru viðstaddir fund Condoleezu Rice og fjármálaráðherra Bretlands og Þýskalands.

Erlent