Erlent

23 látnir og 62 særðir í Egyptalandi

MYND/AP

23 hafa fundist látnir og 62 særðir eftir hryðjuverkaárás í bænum Dahab í Egyptalandi í gær. Þrjár sprengjur sprungu nær samtímis um fimmleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma þegar mannþröng var á götum þessa vinsæla ferðamannastaðar við Rauðahafið.

Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu voru ein íslensk hjón á staðnum en þau sakaði ekki. Meðal hinna látnu er einn þýskur drengur og tveir aðrir ferðamenn sem ekki hefur enn verið borin kennsl á en vitað er af ferðamönnum frá ýmsum Evrópulöndum sem særðust í árásinni. Þetta er þriðja sprengjuárásin á ferðamannastað á Sínaískaga á einu og hálfu ári en ekki er enn vitað hver stóð fyrir árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×