Erlent

Frjálst flæði vinnuafls hefur aukið hagvöxt í Bretlandi

Vinnuafl frá Austur-Evrópu hefur aukið hagvöxt og minnkað verðbólgu í Bretlandi verulega undanfarin ár. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu eru bein tengsl á milli lægri verðbólgu og meiri hagvaxtar annars vegar og aukins flæðis vinnuafls frá nýju löndum Evrópsambandsins til Bretlands hins vegar.

Bretland er eitt þriggja landa innan ESB sem hefur veitt íbúum tíu nýju landa Evrópusambandsins full réttindi á atvinnumarkaði. Alls hafa þrjú hundruð þúsund manns þessum löndum flust til Bretlands og hafið þar störf á síðustu þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×