Erlent Blóðnasir ullu lokun sendiráðs Kanadíska sendiráðinu í París var lokað tímabundið í dag vegna gruns um eitur í bréfasendingu. Starfsmaður sendiráðsins fékk blóðnasir og veiktist eftir að hann opnaði bréf. Grunsemdir vöknuðu um að eitur hafi verið í bréfinu og ákváðu yfirvöld að loka sendiráðinu og nærliggjandi götu um tíma. Hættuástandi var aflýst og sendiráðið opnað þegar lögregla komst að því að starfsmaðurinn hafði verið veikur í einhvern tíma og fengið blóðnasir. Erlent 19.2.2007 23:32 Árásaráætlun á Íran afhjúpuð Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. Erlent 19.2.2007 22:56 Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum. Erlent 19.2.2007 21:48 Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins. Erlent 19.2.2007 21:19 Lengdu rangan fótlegg Skurðlæknar í Kína hafa beðist afsökunar eftir að lengja rangan fótlegg fimm ára gamals drengs. Aðgerðin var gerð til að laga helti drengsins. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Changsha segja skýringuna vera þá að drengurinn var svæfður þegar hann lá á bakinu, en aðgerðin var gerð með hann liggjandi á maganum. Erlent 19.2.2007 20:30 Bíll Leðurblökumannsins til sölu Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra. Erlent 19.2.2007 19:30 Friðarviðræðum verður fram haldið Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun. Erlent 19.2.2007 19:15 Sprengjuárás á Indlandi rannsökuð Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa fordæmt sprengjuárás á farþegalest í Indlandi í gærkvöldi. Segja þeir ætlun ódæðismannanna hafi verið að raska friðarviðræðum landanna og það takist ekki. Minnst 66 týndu lífi í árásinni. Erlent 19.2.2007 19:00 Bakkavör innkallar hummus Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. Erlent 19.2.2007 18:45 Risademantur fannst á Grænlandi Erlent 19.2.2007 16:52 8000 morðingjum sleppt úr fangelsi Átta þúsund föngum var sleppt úr fangelsum í Rúanda, í dag, en þeir höfðu verið sakaðir um aðild að þjóðarmorðinu árið 1994. Frelsun þeirra hefur vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra sem myrtir voru í blóðbaðinu. Fangelsi í Rúanda eru yfirfull af föngum sem hafa annaðhvort verið sakfelldir eða bíða eftir réttarhöldum. Erlent 19.2.2007 16:41 Enn eitt heiðursmorð í Danmörku Danskur saksóknari hefur krafist þyngri refsingar yfir pakistanskri fjölskyldu sem myrti nítján ára gamla stúlku vegna þess að hún hafði gifst manni sem fjölskyldan sætti sig ekki við. Það var bróðir stúlkunnar sem skaut hana til bana, að skipun föðurins. Eiginmaður hennar særðist mikið, en lifði tilræðið af. Erlent 19.2.2007 16:21 Á svifdreka í 10 þúsund metra hæð Þýsk kona slapp á undraverðan hátt frá svifdrekaflugi, um síðustu helgi, þar sem óveður þeytti henn i upp í tíuþúsund metra hæð. Það er sama hæð og farþegaþotur fljúga í. Í slíkri hæð er frostið um fjörutíu stig og nánast ekkert súrefni, enda missti konan meðvitund. Erlent 19.2.2007 15:54 Ráðherra fellur vegna Önnu Nicole Innflytjendaráðherra Bahamaeyja hefur sagt af sér vegna sögusagna um að hann hafi átt í ástarsambandi við Playboy fyrirsætuna Önnu Nicole Smith. Myndir hafa birst í blöðum af þeim saman uppi í rúmi, þar sem þau voru að vísu alklædd. Ráðherrann neitar að hafa misbeitt valdi sínu til þess að veita henni búsetuleyfi á eyjunum. Erlent 19.2.2007 15:27 ESB vill stjórna hvalveiðum Dana Erlent 19.2.2007 14:45 Múhameð mógðaður aftur Sádi-Arabía hefur krafist þess að hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders dragi til baka og biðjist biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn í síðustu viku. Þess er einnig krafist að hollenska ríkisstjórnin stöðvi frekari yfirlýsingar af þessu tagi. Menn velta því fyrir sér hvort nýtt teiknimyndamál sé í uppsiglingu. Erlent 19.2.2007 14:41 Nýjar myndir af yfirborði Mars Allt lítur út fyrir að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars á nýjum myndum frá könnunarfari NASA sem sveimar nú á sporbaug um reikistjörnuna rauðu. Myndirnar sýna að yfirborð Mars líkist nokkuð eyðimörkum suðvesturríkja Bandaríkjanna og á því eru rákir sem líkjast uppþornuðum árfarvegum. Erlent 19.2.2007 13:37 Mótmæla stækkun bandarískrar herstöðvar Tugþúsundir manna á Ítalíu taka þátt í að mótmæla fyrirhugaðri stækkun bandarískrar herstöðvar við borgina Vicensa. Ríkisstjórn Ítalíu er klofin í málinu og mótmælendur hóta að koma í veg fyrir stækkunina með því að leggjast fyrir framan jarðýturnar. Erlent 19.2.2007 13:15 Handtekinn vegna bréfsprengjuárása Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire. Erlent 19.2.2007 12:30 Pólverjar og Tékkar segja já við loftvarnarkerfi Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag. Erlent 19.2.2007 12:15 Engin áþreifanleg niðurstaða Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst eftir fund leiðtoga Ísraels og Palestínumanna með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í morgun. Rice segir viðræðum verða haldið áfram. Markmið fundarins var að koma friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. Erlent 19.2.2007 12:15 Rússar fresta byggingu kjarnorkuvers í Íran Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag. Erlent 19.2.2007 11:50 Osama bin Laden snýr aftur Æðstu leiðtogar Al Kæda eru búnir að endurheimta að mestu leyti stjórn sína yfir hryðjuverkasamtökunum, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið hefur þetta eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, sem segja að bæði Osama bin Laden og næstráðandi hans Ayman al-Zawahri komi nú beint að stjórn samtakanna. Erlent 19.2.2007 11:21 Engin eiturefni í París Erlent 19.2.2007 10:51 Fjórir hálshöggnir í Sádi-Arabíu Fjórir menn frá Sri Lanka voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir ofbeldisfull rán. Þá hafa sextán manns verið teknir af lífi í landinu það sem af er þessu ári. Mennirnir höfðu engan myrt, en hinsvegar sært nokkra með byssuskotum, í ránum sínum. Aftökur í Saudi-Arabíu fara venjulega þannig fram að menn eru Erlent 19.2.2007 10:30 Eiturefnaárás í París? Franska lögreglan hefur umkringt sendiráð Kanada í París, eftir að starfsmaður þar veiktist eftir að hafa opnað póst. Lögreglumenn í eiturefnabúningum eru þessa stundina að rýma sendiráðið. Erlent 19.2.2007 10:07 Mannrán nánast atvinnugrein Þremur króatiskum starfsmönnum olíufélags var rænt í borginni Port Harcourt í Nígeríu í dag. Þá eru samtals níu útlendingar í gíslingu mismunandi hópa mannræningja í landinu. Það líður orðið ekki sú vika að útlendingum sé ekki rænt í Nígeríu og haldið gegn lausnargjaldi. Bandarískum verkfræðingi og ökumanni hans var sleppt úr haldi í dag, að greiddu lausnargjaldi. Erlent 19.2.2007 09:43 Kjötkveðjuhátíðin hafin í Ríó Kjötkveðjuhátíðin hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Á fyrsta degi hennar var haldin mikil danskeppni en 13 sambaskólar kepptust þar um sigur. Talið er að kostnaður þeirra við þátttöku í keppninni sé nálægt 70 milljónum íslenskra króna. Í dag halda hátíðahöldin áfram með skrúðgöngum víðsvegar um borgina. Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er sú stærsta sinnar tegundar og laðar milljónir ferðamanna til Brasilíu ár hvert. Erlent 19.2.2007 09:00 Sex manns láta lífið í sprengingum Sex manns létu lífið og fleiri en 50 slösuðust þegar fleiri en 30 sprengjur sprungu í suðurhluta Taílands í gær. Árásirnar voru gerðar á skemmtistaði og hótel í borgum og bæjum á svæðinu. Stjórnvöld í Taílandi halda í dag neyðarfund vegna tilræðanna. Talið er að múslimskir aðskilnaðarsinnar standi að baki árásunum. Erlent 19.2.2007 08:15 Rice á ferðalagi um Mið-Austurlönd Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Ekki er búist við miklum árangri af þessum viðræðum. Rice sagði sjálf að þær væru óformlegar. Leiðtogarnir hafa ekki enn náð samkomulagi um hvað á að tala um á fundinum. Erlent 19.2.2007 07:37 « ‹ ›
Blóðnasir ullu lokun sendiráðs Kanadíska sendiráðinu í París var lokað tímabundið í dag vegna gruns um eitur í bréfasendingu. Starfsmaður sendiráðsins fékk blóðnasir og veiktist eftir að hann opnaði bréf. Grunsemdir vöknuðu um að eitur hafi verið í bréfinu og ákváðu yfirvöld að loka sendiráðinu og nærliggjandi götu um tíma. Hættuástandi var aflýst og sendiráðið opnað þegar lögregla komst að því að starfsmaðurinn hafði verið veikur í einhvern tíma og fengið blóðnasir. Erlent 19.2.2007 23:32
Árásaráætlun á Íran afhjúpuð Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. Erlent 19.2.2007 22:56
Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum. Erlent 19.2.2007 21:48
Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins. Erlent 19.2.2007 21:19
Lengdu rangan fótlegg Skurðlæknar í Kína hafa beðist afsökunar eftir að lengja rangan fótlegg fimm ára gamals drengs. Aðgerðin var gerð til að laga helti drengsins. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Changsha segja skýringuna vera þá að drengurinn var svæfður þegar hann lá á bakinu, en aðgerðin var gerð með hann liggjandi á maganum. Erlent 19.2.2007 20:30
Bíll Leðurblökumannsins til sölu Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra. Erlent 19.2.2007 19:30
Friðarviðræðum verður fram haldið Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun. Erlent 19.2.2007 19:15
Sprengjuárás á Indlandi rannsökuð Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa fordæmt sprengjuárás á farþegalest í Indlandi í gærkvöldi. Segja þeir ætlun ódæðismannanna hafi verið að raska friðarviðræðum landanna og það takist ekki. Minnst 66 týndu lífi í árásinni. Erlent 19.2.2007 19:00
Bakkavör innkallar hummus Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. Erlent 19.2.2007 18:45
8000 morðingjum sleppt úr fangelsi Átta þúsund föngum var sleppt úr fangelsum í Rúanda, í dag, en þeir höfðu verið sakaðir um aðild að þjóðarmorðinu árið 1994. Frelsun þeirra hefur vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra sem myrtir voru í blóðbaðinu. Fangelsi í Rúanda eru yfirfull af föngum sem hafa annaðhvort verið sakfelldir eða bíða eftir réttarhöldum. Erlent 19.2.2007 16:41
Enn eitt heiðursmorð í Danmörku Danskur saksóknari hefur krafist þyngri refsingar yfir pakistanskri fjölskyldu sem myrti nítján ára gamla stúlku vegna þess að hún hafði gifst manni sem fjölskyldan sætti sig ekki við. Það var bróðir stúlkunnar sem skaut hana til bana, að skipun föðurins. Eiginmaður hennar særðist mikið, en lifði tilræðið af. Erlent 19.2.2007 16:21
Á svifdreka í 10 þúsund metra hæð Þýsk kona slapp á undraverðan hátt frá svifdrekaflugi, um síðustu helgi, þar sem óveður þeytti henn i upp í tíuþúsund metra hæð. Það er sama hæð og farþegaþotur fljúga í. Í slíkri hæð er frostið um fjörutíu stig og nánast ekkert súrefni, enda missti konan meðvitund. Erlent 19.2.2007 15:54
Ráðherra fellur vegna Önnu Nicole Innflytjendaráðherra Bahamaeyja hefur sagt af sér vegna sögusagna um að hann hafi átt í ástarsambandi við Playboy fyrirsætuna Önnu Nicole Smith. Myndir hafa birst í blöðum af þeim saman uppi í rúmi, þar sem þau voru að vísu alklædd. Ráðherrann neitar að hafa misbeitt valdi sínu til þess að veita henni búsetuleyfi á eyjunum. Erlent 19.2.2007 15:27
Múhameð mógðaður aftur Sádi-Arabía hefur krafist þess að hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders dragi til baka og biðjist biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn í síðustu viku. Þess er einnig krafist að hollenska ríkisstjórnin stöðvi frekari yfirlýsingar af þessu tagi. Menn velta því fyrir sér hvort nýtt teiknimyndamál sé í uppsiglingu. Erlent 19.2.2007 14:41
Nýjar myndir af yfirborði Mars Allt lítur út fyrir að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars á nýjum myndum frá könnunarfari NASA sem sveimar nú á sporbaug um reikistjörnuna rauðu. Myndirnar sýna að yfirborð Mars líkist nokkuð eyðimörkum suðvesturríkja Bandaríkjanna og á því eru rákir sem líkjast uppþornuðum árfarvegum. Erlent 19.2.2007 13:37
Mótmæla stækkun bandarískrar herstöðvar Tugþúsundir manna á Ítalíu taka þátt í að mótmæla fyrirhugaðri stækkun bandarískrar herstöðvar við borgina Vicensa. Ríkisstjórn Ítalíu er klofin í málinu og mótmælendur hóta að koma í veg fyrir stækkunina með því að leggjast fyrir framan jarðýturnar. Erlent 19.2.2007 13:15
Handtekinn vegna bréfsprengjuárása Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire. Erlent 19.2.2007 12:30
Pólverjar og Tékkar segja já við loftvarnarkerfi Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag. Erlent 19.2.2007 12:15
Engin áþreifanleg niðurstaða Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst eftir fund leiðtoga Ísraels og Palestínumanna með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í morgun. Rice segir viðræðum verða haldið áfram. Markmið fundarins var að koma friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. Erlent 19.2.2007 12:15
Rússar fresta byggingu kjarnorkuvers í Íran Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag. Erlent 19.2.2007 11:50
Osama bin Laden snýr aftur Æðstu leiðtogar Al Kæda eru búnir að endurheimta að mestu leyti stjórn sína yfir hryðjuverkasamtökunum, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið hefur þetta eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, sem segja að bæði Osama bin Laden og næstráðandi hans Ayman al-Zawahri komi nú beint að stjórn samtakanna. Erlent 19.2.2007 11:21
Fjórir hálshöggnir í Sádi-Arabíu Fjórir menn frá Sri Lanka voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir ofbeldisfull rán. Þá hafa sextán manns verið teknir af lífi í landinu það sem af er þessu ári. Mennirnir höfðu engan myrt, en hinsvegar sært nokkra með byssuskotum, í ránum sínum. Aftökur í Saudi-Arabíu fara venjulega þannig fram að menn eru Erlent 19.2.2007 10:30
Eiturefnaárás í París? Franska lögreglan hefur umkringt sendiráð Kanada í París, eftir að starfsmaður þar veiktist eftir að hafa opnað póst. Lögreglumenn í eiturefnabúningum eru þessa stundina að rýma sendiráðið. Erlent 19.2.2007 10:07
Mannrán nánast atvinnugrein Þremur króatiskum starfsmönnum olíufélags var rænt í borginni Port Harcourt í Nígeríu í dag. Þá eru samtals níu útlendingar í gíslingu mismunandi hópa mannræningja í landinu. Það líður orðið ekki sú vika að útlendingum sé ekki rænt í Nígeríu og haldið gegn lausnargjaldi. Bandarískum verkfræðingi og ökumanni hans var sleppt úr haldi í dag, að greiddu lausnargjaldi. Erlent 19.2.2007 09:43
Kjötkveðjuhátíðin hafin í Ríó Kjötkveðjuhátíðin hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Á fyrsta degi hennar var haldin mikil danskeppni en 13 sambaskólar kepptust þar um sigur. Talið er að kostnaður þeirra við þátttöku í keppninni sé nálægt 70 milljónum íslenskra króna. Í dag halda hátíðahöldin áfram með skrúðgöngum víðsvegar um borgina. Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er sú stærsta sinnar tegundar og laðar milljónir ferðamanna til Brasilíu ár hvert. Erlent 19.2.2007 09:00
Sex manns láta lífið í sprengingum Sex manns létu lífið og fleiri en 50 slösuðust þegar fleiri en 30 sprengjur sprungu í suðurhluta Taílands í gær. Árásirnar voru gerðar á skemmtistaði og hótel í borgum og bæjum á svæðinu. Stjórnvöld í Taílandi halda í dag neyðarfund vegna tilræðanna. Talið er að múslimskir aðskilnaðarsinnar standi að baki árásunum. Erlent 19.2.2007 08:15
Rice á ferðalagi um Mið-Austurlönd Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Ekki er búist við miklum árangri af þessum viðræðum. Rice sagði sjálf að þær væru óformlegar. Leiðtogarnir hafa ekki enn náð samkomulagi um hvað á að tala um á fundinum. Erlent 19.2.2007 07:37