Erlent Hóta að vísa Pakistan úr bandalagi samveldisríkja Utanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlög í landinu ellegar verður landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í kvöld. Erlent 12.11.2007 22:05 Torrent síðum lokað víða um heim Það er ekki bara umræða um svokallaðar torrent síður hér á Íslandi. Svipuðum síðum hefur verið lokað víða um heim og voru til dæmis tveir handteknir í Póllandi. Erlent 12.11.2007 20:25 Sakfelldur fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni Willie Theron, sem ákærður var fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku í maí 2005 var sakfelldur fyrir ódæðið fyrir dómi í Jóhannesarborg í dag. Erlent 12.11.2007 18:30 Nemendur Jokela-skólans snúa aftur í tíma Nemendur í Jokela-menntaskólanum í bænum Tuusula í Finnlandi sneru aftur í tíma í dag, fimm dögum eftir að nemandi í skólanum, Pekka-Eric Auvinen, gekk þar berskerksgang og myrti átta og særði tólf manns. Hann svipti sig svo lífi eftir árásina. Erlent 12.11.2007 17:13 Engir íslendingar á brunasvæðinu í London Engir Íslendingar eru á svæðinu sem þar sem stórbruni varð skammt frá Canary Wharf í austurhluta London í dag. Þurý Björk Björgvinsdóttir starfsmaður íslenska sendiráðsins í borginni segir fólk taka þessu með ró, en í fyrstu hafi mörgum brugðið því fréttir í byrjun voru mjög sláandi. Erlent 12.11.2007 16:46 Google myndar topplausa konu í sólbaði Nú er eins gott fyrir fólk að vera á verði, því Google fylgist með öllu sem gert er utandyra. Google býður mönnum í ferðalag um heiminn séð frá gervihnöttum og þar er ýmislegt að sjá. Erlent 12.11.2007 16:31 Haldið og pyntuð í níu daga Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt. Erlent 12.11.2007 13:49 Skógarbjörn stal bíl í New Jersey Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar. Erlent 12.11.2007 13:12 Kengúra á flótta frá lögreglu Lögreglumenn og dýraverndaryfirvöld í Melbourne í Ástralíu höfðu nóg fyrir stafni í morgun þegar handsama þurfti kengúru á flótta. Erlent 12.11.2007 13:03 Ekki talið að eldurinn í London tengist hryðjuverkum Skotland Yard segir að ekkert bendi til þess að eldurinn í Austur-London tengist hryðjuverkum. Talsmaður lögreglu í Bretlandi sagði að iðnaðarsvæði í Stratford stæði í ljósum logum. Yfirvöld segja að eldurinn logi í strætisvagnageymslu við Waterden Road á svæði á fyrirhuguðum vettvangi Ólympíuþorpsins árið 2012. Erlent 12.11.2007 12:55 Mikill eldur í Austur-London Mikinn reyk leggur nú frá svæði í grennd við Commercial Road í austurhluta London eftir því sem fréttastofa Sky greinir frá. Vitni greina frá því að sprengingar hafi heyrst, en ekkert er enn staðfest um hvað olli henni. Erlent 12.11.2007 12:27 Skotinn til bana með loftriffli Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur. Erlent 12.11.2007 11:30 Sprengjum varpað á barnaþorp Sprengjum var varpað á SOS-barnaþorp í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á laugardag. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. Eitt barn og SOS-móðir slösuðust lítillega í árásinni en öryggisvörður í þorpinu er alvarlega særður og er hann nú á sjúkrahúsi Rauða krossins. Erlent 12.11.2007 11:24 Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns. Erlent 12.11.2007 11:03 Lögmæti kosninga í Pakistan kannað Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins. Erlent 12.11.2007 08:52 Krókódílar á ferðinni í Víetnam Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið. Erlent 12.11.2007 08:44 Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum. Erlent 12.11.2007 08:40 Bretar deila um hryðjuverkavarðhald Bretar geta haldið mönnum í gæsluvarðhaldi í 28 átta daga án ákæru séu þeir grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Nú stendur til að lengja þessa heimild enn frekar en í skýrslu sem mannréttindasamtök hafa látið gera kemur í ljós að ekkert lýðræðisríki getur haldið mönnum lengur í varðhaldi en Bretland. Erlent 12.11.2007 08:32 Komu í veg fyrir tvö sprengjutilræði Lögreglan á Spáni kom í dag í veg fyrir tvö sprengjutilræði aðskilnaðarsamtaka baska, ETA, í bænum Getxo skammt frá borginni Bilbao í norðurhluta Spánar. Sprengjunum var komið fyrir við dómshús í bænum. Erlent 11.11.2007 23:15 Mótmælendur á Norður-Írlandi leggja niður vopn Stærstu vopnuðu samtök norður-írskra mótmælenda, The Ulster Defence Association, lýstu því yfir í dag að þau hyggist leggja niður vopnaðar viðbragðssveitir á þeirra vegum. Þá munu öll vopn í eigu samtakanna verða eyðilögð. Erlent 11.11.2007 22:30 Hvetja stjórnvöld í Ástralíu til aðgerða gegn loftlagsbreytingum Þúsundir manna komu saman á götum í borgum Ástralíu í dag til að hvetja stjórnvöld til að bregðast við loftlagsbreytingum. Stjórnvöld í Ástralíu hafa enn ekki viljað skrifa undir samning um takmörkun á losun gróðurhúsaloftegunda. Erlent 11.11.2007 22:15 Átta slasast í átökum milli stuðningsmanna knattspyrnuliða Átta slösuðust þar af sjö lögregluþjónar í bænum Mostar í Bosníu í gær þegar til átaka kom milli stuðningsmanna tveggja knattpsyrnuliða. Átökin héldu áfram í dag og þurfti lögreglan að beita táragasi til að stilla til friðar. Erlent 11.11.2007 21:40 Einkaflugvél brotlendir á flugskýli Lítil einkaflugvél brotlenti á flugskýli á flugvellinum í Ringsted í Danmörku í kvöld. Tveir voru um borð í vélinni en þeir slösuðust ekki alvarlega. Erlent 11.11.2007 20:30 Óttast fjölgun hælisleitenda í Danmörku Danski Rauði krossinn vonar að þingkosningarnar í Danmörku leiði til nýs þingmeirihluta sem vilji bæta aðstæður hælisleitenda sem synjað hefur verið um dvalarleyfi í Danmörku. Forsætisráðherrann óttast að rýmri reglur fjölgi hælisleitendum í landinu. Erlent 11.11.2007 18:56 Vildi láta ræna dönskum ríkisborgurum Lögreglan í Danmörku handtók í dag þrítugan karlmann fyrir að hvetja múslima til að ræna dönskum ríkisborgurum til útlanda. Átti að nota dönsku gíslana til að þrýsta á dönsk stjórnvöld til að láta lausa tvo múslima sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkastarfsemi. Erlent 11.11.2007 18:06 Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine. Erlent 11.11.2007 17:11 Ítalskur lögreglumaður skaut fótboltaáhanganda til bana Ítalskur lögreglumaður skaut fótboltaáhanganda til bana í borginni Arezzo á Ítalíu í dag. Atvikið átti sér stað á veitingastað. Maðurinn sem lést var stuðningsmaður Lazio. Erlent 11.11.2007 15:30 Lætur endurskoða skotvopnalög í Finnlandi Skotvopnalög í Finnlandi verða endurskoðuð meðal annars til að koma í veg fyrir of mikla útbreiðslu skotvopna. Þetta kom fram í máli Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundi í Helsinki í dag. Hann segist vera undrandi á því hversu auðvelt það sé að fá skotvopnaleyfi. Erlent 11.11.2007 15:06 Segir Bandaríkjamenn vilja hindra aftöku fylgismanna Saddams Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sakaði Bandaríkjaher í dag um að reyna að hindra að fyrrum meðlimir í ríkisstjórn Saddam Hussein verði teknir af lífi. Mennirnir voru allir dæmdir til dauða í september og áttu aftökurnar að fara fram í síðasta mánuði. Erlent 11.11.2007 14:51 Fæðingu fagnað Starfsmenn í dýragarðinum í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa haft ástæðu til að gleðjast undanfarið. Fyrir tveimur vikum fæddist þar karlkyns bonobo api en sú tegund apa er í bráðri útrýmingarhættu. Erlent 11.11.2007 12:21 « ‹ ›
Hóta að vísa Pakistan úr bandalagi samveldisríkja Utanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlög í landinu ellegar verður landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í kvöld. Erlent 12.11.2007 22:05
Torrent síðum lokað víða um heim Það er ekki bara umræða um svokallaðar torrent síður hér á Íslandi. Svipuðum síðum hefur verið lokað víða um heim og voru til dæmis tveir handteknir í Póllandi. Erlent 12.11.2007 20:25
Sakfelldur fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni Willie Theron, sem ákærður var fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku í maí 2005 var sakfelldur fyrir ódæðið fyrir dómi í Jóhannesarborg í dag. Erlent 12.11.2007 18:30
Nemendur Jokela-skólans snúa aftur í tíma Nemendur í Jokela-menntaskólanum í bænum Tuusula í Finnlandi sneru aftur í tíma í dag, fimm dögum eftir að nemandi í skólanum, Pekka-Eric Auvinen, gekk þar berskerksgang og myrti átta og særði tólf manns. Hann svipti sig svo lífi eftir árásina. Erlent 12.11.2007 17:13
Engir íslendingar á brunasvæðinu í London Engir Íslendingar eru á svæðinu sem þar sem stórbruni varð skammt frá Canary Wharf í austurhluta London í dag. Þurý Björk Björgvinsdóttir starfsmaður íslenska sendiráðsins í borginni segir fólk taka þessu með ró, en í fyrstu hafi mörgum brugðið því fréttir í byrjun voru mjög sláandi. Erlent 12.11.2007 16:46
Google myndar topplausa konu í sólbaði Nú er eins gott fyrir fólk að vera á verði, því Google fylgist með öllu sem gert er utandyra. Google býður mönnum í ferðalag um heiminn séð frá gervihnöttum og þar er ýmislegt að sjá. Erlent 12.11.2007 16:31
Haldið og pyntuð í níu daga Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt. Erlent 12.11.2007 13:49
Skógarbjörn stal bíl í New Jersey Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar. Erlent 12.11.2007 13:12
Kengúra á flótta frá lögreglu Lögreglumenn og dýraverndaryfirvöld í Melbourne í Ástralíu höfðu nóg fyrir stafni í morgun þegar handsama þurfti kengúru á flótta. Erlent 12.11.2007 13:03
Ekki talið að eldurinn í London tengist hryðjuverkum Skotland Yard segir að ekkert bendi til þess að eldurinn í Austur-London tengist hryðjuverkum. Talsmaður lögreglu í Bretlandi sagði að iðnaðarsvæði í Stratford stæði í ljósum logum. Yfirvöld segja að eldurinn logi í strætisvagnageymslu við Waterden Road á svæði á fyrirhuguðum vettvangi Ólympíuþorpsins árið 2012. Erlent 12.11.2007 12:55
Mikill eldur í Austur-London Mikinn reyk leggur nú frá svæði í grennd við Commercial Road í austurhluta London eftir því sem fréttastofa Sky greinir frá. Vitni greina frá því að sprengingar hafi heyrst, en ekkert er enn staðfest um hvað olli henni. Erlent 12.11.2007 12:27
Skotinn til bana með loftriffli Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur. Erlent 12.11.2007 11:30
Sprengjum varpað á barnaþorp Sprengjum var varpað á SOS-barnaþorp í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á laugardag. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. Eitt barn og SOS-móðir slösuðust lítillega í árásinni en öryggisvörður í þorpinu er alvarlega særður og er hann nú á sjúkrahúsi Rauða krossins. Erlent 12.11.2007 11:24
Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns. Erlent 12.11.2007 11:03
Lögmæti kosninga í Pakistan kannað Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins. Erlent 12.11.2007 08:52
Krókódílar á ferðinni í Víetnam Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið. Erlent 12.11.2007 08:44
Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum. Erlent 12.11.2007 08:40
Bretar deila um hryðjuverkavarðhald Bretar geta haldið mönnum í gæsluvarðhaldi í 28 átta daga án ákæru séu þeir grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Nú stendur til að lengja þessa heimild enn frekar en í skýrslu sem mannréttindasamtök hafa látið gera kemur í ljós að ekkert lýðræðisríki getur haldið mönnum lengur í varðhaldi en Bretland. Erlent 12.11.2007 08:32
Komu í veg fyrir tvö sprengjutilræði Lögreglan á Spáni kom í dag í veg fyrir tvö sprengjutilræði aðskilnaðarsamtaka baska, ETA, í bænum Getxo skammt frá borginni Bilbao í norðurhluta Spánar. Sprengjunum var komið fyrir við dómshús í bænum. Erlent 11.11.2007 23:15
Mótmælendur á Norður-Írlandi leggja niður vopn Stærstu vopnuðu samtök norður-írskra mótmælenda, The Ulster Defence Association, lýstu því yfir í dag að þau hyggist leggja niður vopnaðar viðbragðssveitir á þeirra vegum. Þá munu öll vopn í eigu samtakanna verða eyðilögð. Erlent 11.11.2007 22:30
Hvetja stjórnvöld í Ástralíu til aðgerða gegn loftlagsbreytingum Þúsundir manna komu saman á götum í borgum Ástralíu í dag til að hvetja stjórnvöld til að bregðast við loftlagsbreytingum. Stjórnvöld í Ástralíu hafa enn ekki viljað skrifa undir samning um takmörkun á losun gróðurhúsaloftegunda. Erlent 11.11.2007 22:15
Átta slasast í átökum milli stuðningsmanna knattspyrnuliða Átta slösuðust þar af sjö lögregluþjónar í bænum Mostar í Bosníu í gær þegar til átaka kom milli stuðningsmanna tveggja knattpsyrnuliða. Átökin héldu áfram í dag og þurfti lögreglan að beita táragasi til að stilla til friðar. Erlent 11.11.2007 21:40
Einkaflugvél brotlendir á flugskýli Lítil einkaflugvél brotlenti á flugskýli á flugvellinum í Ringsted í Danmörku í kvöld. Tveir voru um borð í vélinni en þeir slösuðust ekki alvarlega. Erlent 11.11.2007 20:30
Óttast fjölgun hælisleitenda í Danmörku Danski Rauði krossinn vonar að þingkosningarnar í Danmörku leiði til nýs þingmeirihluta sem vilji bæta aðstæður hælisleitenda sem synjað hefur verið um dvalarleyfi í Danmörku. Forsætisráðherrann óttast að rýmri reglur fjölgi hælisleitendum í landinu. Erlent 11.11.2007 18:56
Vildi láta ræna dönskum ríkisborgurum Lögreglan í Danmörku handtók í dag þrítugan karlmann fyrir að hvetja múslima til að ræna dönskum ríkisborgurum til útlanda. Átti að nota dönsku gíslana til að þrýsta á dönsk stjórnvöld til að láta lausa tvo múslima sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkastarfsemi. Erlent 11.11.2007 18:06
Telja sig hafa fundið mikilvægar vísbendingar í máli Madeleine McCann Lögreglan í Portúgal telur sig hafa undir höndum mikilvægar vísbendingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine McCann. Um er að ræða hár sem fannst í bakpoka sem skilinn var eftir skammt frá flugvellinum Í Faro. Í bakpokanum fundust einnig hlutir sem gætu tengst Madeleine. Erlent 11.11.2007 17:11
Ítalskur lögreglumaður skaut fótboltaáhanganda til bana Ítalskur lögreglumaður skaut fótboltaáhanganda til bana í borginni Arezzo á Ítalíu í dag. Atvikið átti sér stað á veitingastað. Maðurinn sem lést var stuðningsmaður Lazio. Erlent 11.11.2007 15:30
Lætur endurskoða skotvopnalög í Finnlandi Skotvopnalög í Finnlandi verða endurskoðuð meðal annars til að koma í veg fyrir of mikla útbreiðslu skotvopna. Þetta kom fram í máli Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundi í Helsinki í dag. Hann segist vera undrandi á því hversu auðvelt það sé að fá skotvopnaleyfi. Erlent 11.11.2007 15:06
Segir Bandaríkjamenn vilja hindra aftöku fylgismanna Saddams Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sakaði Bandaríkjaher í dag um að reyna að hindra að fyrrum meðlimir í ríkisstjórn Saddam Hussein verði teknir af lífi. Mennirnir voru allir dæmdir til dauða í september og áttu aftökurnar að fara fram í síðasta mánuði. Erlent 11.11.2007 14:51
Fæðingu fagnað Starfsmenn í dýragarðinum í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa haft ástæðu til að gleðjast undanfarið. Fyrir tveimur vikum fæddist þar karlkyns bonobo api en sú tegund apa er í bráðri útrýmingarhættu. Erlent 11.11.2007 12:21
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent