Erlent

Hóta að vísa Pakistan úr bandalagi samveldisríkja

Utanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlög í landinu ellegar verður landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í kvöld.

Erlent

Torrent síðum lokað víða um heim

Það er ekki bara umræða um svokallaðar torrent síður hér á Íslandi. Svipuðum síðum hefur verið lokað víða um heim og voru til dæmis tveir handteknir í Póllandi.

Erlent

Nemendur Jokela-skólans snúa aftur í tíma

Nemendur í Jokela-menntaskólanum í bænum Tuusula í Finnlandi sneru aftur í tíma í dag, fimm dögum eftir að nemandi í skólanum, Pekka-Eric Auvinen, gekk þar berskerksgang og myrti átta og særði tólf manns. Hann svipti sig svo lífi eftir árásina.

Erlent

Engir íslendingar á brunasvæðinu í London

Engir Íslendingar eru á svæðinu sem þar sem stórbruni varð skammt frá Canary Wharf í austurhluta London í dag. Þurý Björk Björgvinsdóttir starfsmaður íslenska sendiráðsins í borginni segir fólk taka þessu með ró, en í fyrstu hafi mörgum brugðið því fréttir í byrjun voru mjög sláandi.

Erlent

Google myndar topplausa konu í sólbaði

Nú er eins gott fyrir fólk að vera á verði, því Google fylgist með öllu sem gert er utandyra. Google býður mönnum í ferðalag um heiminn séð frá gervihnöttum og þar er ýmislegt að sjá.

Erlent

Haldið og pyntuð í níu daga

Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt.

Erlent

Skógarbjörn stal bíl í New Jersey

Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar.

Erlent

Ekki talið að eldurinn í London tengist hryðjuverkum

Skotland Yard segir að ekkert bendi til þess að eldurinn í Austur-London tengist hryðjuverkum. Talsmaður lögreglu í Bretlandi sagði að iðnaðarsvæði í Stratford stæði í ljósum logum. Yfirvöld segja að eldurinn logi í strætisvagnageymslu við Waterden Road á svæði á fyrirhuguðum vettvangi Ólympíuþorpsins árið 2012.

Erlent

Mikill eldur í Austur-London

Mikinn reyk leggur nú frá svæði í grennd við Commercial Road í austurhluta London eftir því sem fréttastofa Sky greinir frá. Vitni greina frá því að sprengingar hafi heyrst, en ekkert er enn staðfest um hvað olli henni.

Erlent

Skotinn til bana með loftriffli

Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur.

Erlent

Sprengjum varpað á barnaþorp

Sprengjum var varpað á SOS-barnaþorp í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á laugardag. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. Eitt barn og SOS-móðir slösuðust lítillega í árásinni en öryggisvörður í þorpinu er alvarlega særður og er hann nú á sjúkrahúsi Rauða krossins.

Erlent

Lögmæti kosninga í Pakistan kannað

Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins.

Erlent

Krókódílar á ferðinni í Víetnam

Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið.

Erlent

Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt

Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum.

Erlent

Bretar deila um hryðjuverkavarðhald

Bretar geta haldið mönnum í gæsluvarðhaldi í 28 átta daga án ákæru séu þeir grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Nú stendur til að lengja þessa heimild enn frekar en í skýrslu sem mannréttindasamtök hafa látið gera kemur í ljós að ekkert lýðræðisríki getur haldið mönnum lengur í varðhaldi en Bretland.

Erlent

Komu í veg fyrir tvö sprengjutilræði

Lögreglan á Spáni kom í dag í veg fyrir tvö sprengjutilræði aðskilnaðarsamtaka baska, ETA, í bænum Getxo skammt frá borginni Bilbao í norðurhluta Spánar. Sprengjunum var komið fyrir við dómshús í bænum.

Erlent

Mótmælendur á Norður-Írlandi leggja niður vopn

Stærstu vopnuðu samtök norður-írskra mótmælenda, The Ulster Defence Association, lýstu því yfir í dag að þau hyggist leggja niður vopnaðar viðbragðssveitir á þeirra vegum. Þá munu öll vopn í eigu samtakanna verða eyðilögð.

Erlent

Óttast fjölgun hælisleitenda í Danmörku

Danski Rauði krossinn vonar að þingkosningarnar í Danmörku leiði til nýs þingmeirihluta sem vilji bæta aðstæður hælisleitenda sem synjað hefur verið um dvalarleyfi í Danmörku. Forsætisráðherrann óttast að rýmri reglur fjölgi hælisleitendum í landinu.

Erlent

Vildi láta ræna dönskum ríkisborgurum

Lögreglan í Danmörku handtók í dag þrítugan karlmann fyrir að hvetja múslima til að ræna dönskum ríkisborgurum til útlanda. Átti að nota dönsku gíslana til að þrýsta á dönsk stjórnvöld til að láta lausa tvo múslima sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkastarfsemi.

Erlent

Lætur endurskoða skotvopnalög í Finnlandi

Skotvopnalög í Finnlandi verða endurskoðuð meðal annars til að koma í veg fyrir of mikla útbreiðslu skotvopna. Þetta kom fram í máli Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundi í Helsinki í dag. Hann segist vera undrandi á því hversu auðvelt það sé að fá skotvopnaleyfi.

Erlent

Segir Bandaríkjamenn vilja hindra aftöku fylgismanna Saddams

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sakaði Bandaríkjaher í dag um að reyna að hindra að fyrrum meðlimir í ríkisstjórn Saddam Hussein verði teknir af lífi. Mennirnir voru allir dæmdir til dauða í september og áttu aftökurnar að fara fram í síðasta mánuði.

Erlent

Fæðingu fagnað

Starfsmenn í dýragarðinum í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa haft ástæðu til að gleðjast undanfarið. Fyrir tveimur vikum fæddist þar karlkyns bonobo api en sú tegund apa er í bráðri útrýmingarhættu.

Erlent