Erlent Skemmdarverk á TVG lestunum í Frakklandi Þær fregnir berast nú frá Frakklandi að fjöldi skemmdarverka hafi verið unnin á TGV hraðlestarkerfinu þar í landi, en tekist hefur að halda þessu kerfi gangandi í verkfallinu. Erlent 21.11.2007 08:28 Trúnaðarupplýsingar um helming Breta hurfu í pósti Fjármálaráðherra Bretlands sætir nú mikilli gagnrýni eftir að hann upplýsti að tölvudiskar með trúnaðarupplýsingum um 25 milljón Breta hurfu í pósti fyrir þremur vikur síðan. Erlent 21.11.2007 06:44 Pirraðir og þreyttir á verkföllum Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða. Erlent 20.11.2007 18:45 Portúgalska lögreglan leitar í kirkjugarði Portúgalska lögreglan hefur leitað í kirkjunni sem McCann hjónin sóttu til að biðja fyrir að Madeleine kæmi aftur eftir að hún hvarf í Portúgal. Lögreglan leitaði einnig í kirkjugarðinum og yfirheyrði prestinn sem McCann hjónin leituðu til eftir að dóttir þeirra hvarf. Erlent 20.11.2007 16:47 Verkfallið kostar Frakka 36 milljarða á dag Verkfall opinberra starfsmanna í Frakklandi kostar Frakka allt að 36 milljörðum íslenskra króna á dag. Þetta sagði Christine Legarde fjármálaráðherra í dag. Verkfallið hefur lamað líf almennings í landinu og margir segja minnihluta Frakka halda landinu í gíslingu. Erlent 20.11.2007 16:20 Íraskur fréttamaður AP talinn njósnari Bandaríski herinn vill að gefin verði út ákæra á hendur íröskum ljósmyndara AP fréttastofunnar í Írak. Maðurinn var tekinn höndum árið 2006 vegna gruns um aðstoð við íraska uppreisnarmenn. Erlent 20.11.2007 15:24 Háloftaræninginn handsamaður Kínverskur þjófur sem gerði það að iðju sinni að ræna flugfarþega í miðju flugi hefur verið handtekinn. Li Mingwan keypti ódýra flugmiða og flaug til ríkra borga eða svæða til að ræna grunlausa farþega. Lögreglan segir að hann hafi stolið um þremur milljónum íslenskra króna um borð í flugvélum. Erlent 20.11.2007 13:10 Fyrsti Kmerinn fyrir dóm Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Erlent 20.11.2007 12:45 Skilur ekki af hverju börnin voru skilin eftir Móðir Kate McCann segir að hún skilji ekki af hverju hjónin hafi skilið börnin eftir í sumarleyfisíbúðinni á meðan þau fóru í kvöldverð með vinum sínum. Susan Healy kom fram í fréttaskýringaþætti BBC, Panorama, í gærkvöldi. Erlent 20.11.2007 12:19 Daglegt líf lamað í Frakklandi vegna verkfalla Daglegt líf í Frakklandi er lamað. Mörg þúsund opinberir starfsmenn lögðu niður vinnu í morgun. Skólar eru lokaðir, sjúkrahús veita aðeins lágmarksþjónustu, almenningssamgöngur eru í lamaslessi og flugumferð hefur raskast. Erlent 20.11.2007 11:57 Þúsundir frelsaðar í Pakistan Pakistanska ríkisstjórnin segist hafa leyst um 3.400 stjórnarandstæðinga úr haldi. Fólkið var hneppt í varðhald eftir að neyðarlög voru sett í landinu 3. nóvember síðastliðinn. Lausn stjórnarandstæðinga hefur verið lykilkrafa stjórnarandstöðuflokka sem hóta að sniðganga þingkosningarnar í janúar. Fjöldi leiðtoga stjórnarandstæðinga er enn í haldi í landinu. . Erlent 20.11.2007 11:45 Tala látinna námumanna í Úkraínu hækkar Nú er staðfest að 88 manns létust í versta námuslysi í Úkraínu á sunnudag þegar sprenging varð um einn kílómeter neðanjarðar. Enn er 12 námuverkamanna saknað í Zasyadko kolanámunni í austurhluta Donetsk héraðs. Erlent 20.11.2007 11:28 Skóla í Þýskalandi lokað vegna ótta við skotárás Skóla í bænum Kaarst nærri Düsseldorf í Þýskalandi var lokað í dag vegna ótta við skotárás Erlent 20.11.2007 10:14 Færri smitaðir af HIV en áður var talið Sameinuðu þjóðirnar hafa endurskoðað tölur sínar um það hversu margir eru smitaðir af HIV-veirunni í heiminum. Erlent 20.11.2007 09:38 Fjöldaverkföll í Frakklandi í dag Mikill fjöldi opinberra starfsmanna í Frakklandi mun fara í verkfall í dag og má búast við truflunum víða í landinu af þessum sökum. Erlent 20.11.2007 07:24 Málaliðar handteknir í Írak Íraskar öryggissveitir handtóku í dag 43 einstaklinga vegna skotbardaga í Bagdad þar sem kona særðist. Hinir handteknu eru starfsmenn öryggisfyrirtækis sem starfar í borginni. Tveir þeirra eru Bandaríkjamenn og flestir hinna útlendingar eftir því sem fréttastofa Reuters greinir frá. Handtökurnar eru sagðar til merkis um að málaliðarnir sem starfa í landinu séu ekki yfir lögin hafnir en mál Blackwater fyrirtækisins hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Erlent 19.11.2007 19:53 Annað andlát eftir rafbyssunotkun Lögreglan í Bandaríkjunum rannsakar dauða karlmanns sem lést þegar lögreglumaður skaut hann með rafbyssu í gærmorgun. Lögregla var að stilla til friðar þar sem komið hafði til slagsmála. Íslenska lögreglan íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Erlent 19.11.2007 19:01 Gift í 60 ár Elísabet önnur Englandsdrottning og Filipus prins, eiginmaður hennar, fögnuðu 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Hjónin fögnuðu demantsbrúðkaupinu ásamt 2.000 gestum á sama stað og þau gengu í það heila 1947 - í Westminster Abbey. Erlent 19.11.2007 18:50 Morð skipulögð í Köln og Björgvin Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Erlent 19.11.2007 18:30 Íbúar Kosovo varaðir við sjálfstæði Utanríkisráðherrar nokkurra Evrópusambandsríkja hafa hvatt Kosovo-Albana til að lýsa ekki yfir einhliða sjálfstæði eftir kosningar á laugardaginn. Sjálfstæði án stuðnings alþjóðasamfélagsins gæti einangrað héraðið að mati þeirra. Erlent 19.11.2007 16:25 YouTube hótun á skóla í Noregi Einn er í haldi lögreglunnar í Noregi eftir hótanir á YouTube gegn framhaldsskóla nálægt Bergen. Hinn grunaði var handtekinn eftir að hótanir gegn Erdal Skólanum á Askøy eyju voru birtar á vefnum. Odd Dale lögreglustjóri sagði að fylgst hefði verið með manninum frá því í gær en hann hefur ekki verið nafngreindur. Erlent 19.11.2007 15:42 Ísraelar frelsa 450 Palestínumenn Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að leysa 450 palestínska fanga úr haldi eftir viðræður á milli leiðtoga landanna. Ehud Olmert forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag. Í næstu viku hittast leiðtogar landanna tveggja auk annarra leiðtoga á svæðinu á friðarráðstefnu Miðausturlanda í Bandaríkjunum. Erlent 19.11.2007 14:42 Sextán ára fangelsi fyrir að smygla 13 tonnum af hassi Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi í Kaupmannahöfn fyrir að reyna smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur. Erlent 19.11.2007 13:46 Fyrsta stórmyndin á ís Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Erlent 19.11.2007 12:19 Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Erlent 19.11.2007 12:13 70 námuverkamenn látnir í Úkraínu. Að minnsta kosti 70 námuverkamenn eru látnir eftir sprengingu neðanjarðar og óttast er um líf 30 til viðbótar í Donetsk héraði í Úkraínu. Eldar hindra björgunarstörf við námuna í Zasyadko sem er í austurhluta Donetsk. Erlent 19.11.2007 11:54 Dómarar vísa endurkjörsmáli Musharrafs frá Hæstiréttur Pakistan hefur vísað frá fimm af sex efaatriðum um lögmæti endurkjörs Pervez Musharrafs forseta í síðasta mánuði. Rétturinn er nú settur dómurum sem eru vilhallir undir forsetann eftir að hann setti á neyðarlög í landinu. Erlent 19.11.2007 11:22 Verðbólgutölum í Zimbabwe seinkar vegna skorts Yfirvöld í Zimbabwe segja að skortur á nauðsynjavörum hafi orðið til þess að verðbólgutölum fyrir októbermánuð seinki. Tölurnar átti að birta í síðustu viku en verðbólga í landinu er nú um 8.000 prósent.Moffat Nyoni forstjóri Hagstofu landsins segir söfnun og útreikning hafa orðið fyrir barðinu á skortinum í landinu. Erlent 19.11.2007 10:42 Vitni sá kærustu Murats með Madeleine Leynilögreglumenn sögðu í gærkvöldi að þeir væru 100 prósent vissir um að finna Madeleine McCann á lífi. Þetta sögðu þeir eftir að vitni sagðist hafa séð kærustu Roberts Murat halda á barni sem vafið var inn í teppi. Vitnið sagði að Michaela Walczuch hafi haldið á barninu frá einum bíl inn í annan þar sem karlmaður tók við því aðeins tveimur dögum eftir að Maddie hvarf af hótelherberginu 3. maí síðastliðinn. Erlent 19.11.2007 10:07 Færeyjar á lista sem mesta ferðamannaparadísin Færeyjar eru efstar á lista yfir eyjar í heiminum sem vert er að heimsækja. Þetta kemur fram í tímaritinu National Geographic, sem birt hefur lista yfir rúmlega eitt hundrað eyjar í heiminum. Erlent 19.11.2007 09:03 « ‹ ›
Skemmdarverk á TVG lestunum í Frakklandi Þær fregnir berast nú frá Frakklandi að fjöldi skemmdarverka hafi verið unnin á TGV hraðlestarkerfinu þar í landi, en tekist hefur að halda þessu kerfi gangandi í verkfallinu. Erlent 21.11.2007 08:28
Trúnaðarupplýsingar um helming Breta hurfu í pósti Fjármálaráðherra Bretlands sætir nú mikilli gagnrýni eftir að hann upplýsti að tölvudiskar með trúnaðarupplýsingum um 25 milljón Breta hurfu í pósti fyrir þremur vikur síðan. Erlent 21.11.2007 06:44
Pirraðir og þreyttir á verkföllum Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða. Erlent 20.11.2007 18:45
Portúgalska lögreglan leitar í kirkjugarði Portúgalska lögreglan hefur leitað í kirkjunni sem McCann hjónin sóttu til að biðja fyrir að Madeleine kæmi aftur eftir að hún hvarf í Portúgal. Lögreglan leitaði einnig í kirkjugarðinum og yfirheyrði prestinn sem McCann hjónin leituðu til eftir að dóttir þeirra hvarf. Erlent 20.11.2007 16:47
Verkfallið kostar Frakka 36 milljarða á dag Verkfall opinberra starfsmanna í Frakklandi kostar Frakka allt að 36 milljörðum íslenskra króna á dag. Þetta sagði Christine Legarde fjármálaráðherra í dag. Verkfallið hefur lamað líf almennings í landinu og margir segja minnihluta Frakka halda landinu í gíslingu. Erlent 20.11.2007 16:20
Íraskur fréttamaður AP talinn njósnari Bandaríski herinn vill að gefin verði út ákæra á hendur íröskum ljósmyndara AP fréttastofunnar í Írak. Maðurinn var tekinn höndum árið 2006 vegna gruns um aðstoð við íraska uppreisnarmenn. Erlent 20.11.2007 15:24
Háloftaræninginn handsamaður Kínverskur þjófur sem gerði það að iðju sinni að ræna flugfarþega í miðju flugi hefur verið handtekinn. Li Mingwan keypti ódýra flugmiða og flaug til ríkra borga eða svæða til að ræna grunlausa farþega. Lögreglan segir að hann hafi stolið um þremur milljónum íslenskra króna um borð í flugvélum. Erlent 20.11.2007 13:10
Fyrsti Kmerinn fyrir dóm Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Erlent 20.11.2007 12:45
Skilur ekki af hverju börnin voru skilin eftir Móðir Kate McCann segir að hún skilji ekki af hverju hjónin hafi skilið börnin eftir í sumarleyfisíbúðinni á meðan þau fóru í kvöldverð með vinum sínum. Susan Healy kom fram í fréttaskýringaþætti BBC, Panorama, í gærkvöldi. Erlent 20.11.2007 12:19
Daglegt líf lamað í Frakklandi vegna verkfalla Daglegt líf í Frakklandi er lamað. Mörg þúsund opinberir starfsmenn lögðu niður vinnu í morgun. Skólar eru lokaðir, sjúkrahús veita aðeins lágmarksþjónustu, almenningssamgöngur eru í lamaslessi og flugumferð hefur raskast. Erlent 20.11.2007 11:57
Þúsundir frelsaðar í Pakistan Pakistanska ríkisstjórnin segist hafa leyst um 3.400 stjórnarandstæðinga úr haldi. Fólkið var hneppt í varðhald eftir að neyðarlög voru sett í landinu 3. nóvember síðastliðinn. Lausn stjórnarandstæðinga hefur verið lykilkrafa stjórnarandstöðuflokka sem hóta að sniðganga þingkosningarnar í janúar. Fjöldi leiðtoga stjórnarandstæðinga er enn í haldi í landinu. . Erlent 20.11.2007 11:45
Tala látinna námumanna í Úkraínu hækkar Nú er staðfest að 88 manns létust í versta námuslysi í Úkraínu á sunnudag þegar sprenging varð um einn kílómeter neðanjarðar. Enn er 12 námuverkamanna saknað í Zasyadko kolanámunni í austurhluta Donetsk héraðs. Erlent 20.11.2007 11:28
Skóla í Þýskalandi lokað vegna ótta við skotárás Skóla í bænum Kaarst nærri Düsseldorf í Þýskalandi var lokað í dag vegna ótta við skotárás Erlent 20.11.2007 10:14
Færri smitaðir af HIV en áður var talið Sameinuðu þjóðirnar hafa endurskoðað tölur sínar um það hversu margir eru smitaðir af HIV-veirunni í heiminum. Erlent 20.11.2007 09:38
Fjöldaverkföll í Frakklandi í dag Mikill fjöldi opinberra starfsmanna í Frakklandi mun fara í verkfall í dag og má búast við truflunum víða í landinu af þessum sökum. Erlent 20.11.2007 07:24
Málaliðar handteknir í Írak Íraskar öryggissveitir handtóku í dag 43 einstaklinga vegna skotbardaga í Bagdad þar sem kona særðist. Hinir handteknu eru starfsmenn öryggisfyrirtækis sem starfar í borginni. Tveir þeirra eru Bandaríkjamenn og flestir hinna útlendingar eftir því sem fréttastofa Reuters greinir frá. Handtökurnar eru sagðar til merkis um að málaliðarnir sem starfa í landinu séu ekki yfir lögin hafnir en mál Blackwater fyrirtækisins hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Erlent 19.11.2007 19:53
Annað andlát eftir rafbyssunotkun Lögreglan í Bandaríkjunum rannsakar dauða karlmanns sem lést þegar lögreglumaður skaut hann með rafbyssu í gærmorgun. Lögregla var að stilla til friðar þar sem komið hafði til slagsmála. Íslenska lögreglan íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Erlent 19.11.2007 19:01
Gift í 60 ár Elísabet önnur Englandsdrottning og Filipus prins, eiginmaður hennar, fögnuðu 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Hjónin fögnuðu demantsbrúðkaupinu ásamt 2.000 gestum á sama stað og þau gengu í það heila 1947 - í Westminster Abbey. Erlent 19.11.2007 18:50
Morð skipulögð í Köln og Björgvin Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Erlent 19.11.2007 18:30
Íbúar Kosovo varaðir við sjálfstæði Utanríkisráðherrar nokkurra Evrópusambandsríkja hafa hvatt Kosovo-Albana til að lýsa ekki yfir einhliða sjálfstæði eftir kosningar á laugardaginn. Sjálfstæði án stuðnings alþjóðasamfélagsins gæti einangrað héraðið að mati þeirra. Erlent 19.11.2007 16:25
YouTube hótun á skóla í Noregi Einn er í haldi lögreglunnar í Noregi eftir hótanir á YouTube gegn framhaldsskóla nálægt Bergen. Hinn grunaði var handtekinn eftir að hótanir gegn Erdal Skólanum á Askøy eyju voru birtar á vefnum. Odd Dale lögreglustjóri sagði að fylgst hefði verið með manninum frá því í gær en hann hefur ekki verið nafngreindur. Erlent 19.11.2007 15:42
Ísraelar frelsa 450 Palestínumenn Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að leysa 450 palestínska fanga úr haldi eftir viðræður á milli leiðtoga landanna. Ehud Olmert forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag. Í næstu viku hittast leiðtogar landanna tveggja auk annarra leiðtoga á svæðinu á friðarráðstefnu Miðausturlanda í Bandaríkjunum. Erlent 19.11.2007 14:42
Sextán ára fangelsi fyrir að smygla 13 tonnum af hassi Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi í Kaupmannahöfn fyrir að reyna smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur. Erlent 19.11.2007 13:46
Fyrsta stórmyndin á ís Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. Erlent 19.11.2007 12:19
Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Erlent 19.11.2007 12:13
70 námuverkamenn látnir í Úkraínu. Að minnsta kosti 70 námuverkamenn eru látnir eftir sprengingu neðanjarðar og óttast er um líf 30 til viðbótar í Donetsk héraði í Úkraínu. Eldar hindra björgunarstörf við námuna í Zasyadko sem er í austurhluta Donetsk. Erlent 19.11.2007 11:54
Dómarar vísa endurkjörsmáli Musharrafs frá Hæstiréttur Pakistan hefur vísað frá fimm af sex efaatriðum um lögmæti endurkjörs Pervez Musharrafs forseta í síðasta mánuði. Rétturinn er nú settur dómurum sem eru vilhallir undir forsetann eftir að hann setti á neyðarlög í landinu. Erlent 19.11.2007 11:22
Verðbólgutölum í Zimbabwe seinkar vegna skorts Yfirvöld í Zimbabwe segja að skortur á nauðsynjavörum hafi orðið til þess að verðbólgutölum fyrir októbermánuð seinki. Tölurnar átti að birta í síðustu viku en verðbólga í landinu er nú um 8.000 prósent.Moffat Nyoni forstjóri Hagstofu landsins segir söfnun og útreikning hafa orðið fyrir barðinu á skortinum í landinu. Erlent 19.11.2007 10:42
Vitni sá kærustu Murats með Madeleine Leynilögreglumenn sögðu í gærkvöldi að þeir væru 100 prósent vissir um að finna Madeleine McCann á lífi. Þetta sögðu þeir eftir að vitni sagðist hafa séð kærustu Roberts Murat halda á barni sem vafið var inn í teppi. Vitnið sagði að Michaela Walczuch hafi haldið á barninu frá einum bíl inn í annan þar sem karlmaður tók við því aðeins tveimur dögum eftir að Maddie hvarf af hótelherberginu 3. maí síðastliðinn. Erlent 19.11.2007 10:07
Færeyjar á lista sem mesta ferðamannaparadísin Færeyjar eru efstar á lista yfir eyjar í heiminum sem vert er að heimsækja. Þetta kemur fram í tímaritinu National Geographic, sem birt hefur lista yfir rúmlega eitt hundrað eyjar í heiminum. Erlent 19.11.2007 09:03