Erlent Hvetur almenning til að halda ró sinni Hundruð þúsunda Frakka mótmæla nú á götum landsins þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Nicolasar Sarkozy, Frakklandsforseta, að hækka lágmarks eftirlaunaaldur í landinu úr 60 árum í 62 ár. Gríðarlegur halli er á eftirlaunasjóðum Frakka, eða um 5000 milljarðar íslenskra króna og stefnir hallinn í 8000 milljarða árið 2020 verði ekkert að gert. Það er svipuð upphæð og talið er að erlendir kröfuhafar hafi tapað á íslenska efnahagshruninu. Stjórnvöld segja nauðsynlegt að hækka eftirlaunaaldurinn þar sem Frakkar lifi lengur en áður. Erlent 16.10.2010 15:48 Tuttugu námumenn fórust í Kína 20 námumenn fórust og allt að 30 eru innilokaðir í rústum eftir sprengingu í námu í Henan héraði í Kína í morgun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um á hve miklu dýpi mennirnir 17 eru . Stutt er síðan 33 námumönnum var bjargað eftir tæpa 70 daga innilokun í námu í Chile, en þeir hafa allir nema tveir fengið að fara heim af sjúkrahúsi eftir björgunina. Erlent 16.10.2010 12:27 Áströlsk nunna tekin í dýrlingatölu Beneditk sextándi páfi mun formlega taka Mary MacKillop, ástralska nunnu, í tölu dýrlinga við hátíðarmessu á morgun, en hún verður fyrsti Ástralinn til að komast í tölu heilagra innan kaþólsku kirkjunnar. MacKillop stofnaði hreyfinguna Systur heilags Jósefs og heimsótti Róm á árunum 1873 til 1874 í þeim tilgangi, eða um það bil sem Íslendingar fengu fyrstu stjórnarskrána frá Dönum. Erlent 16.10.2010 11:15 Hart deilt um eftirlaunaaldur Frakkland logar í illdeilum vegna áforma ríkisstjórnar Nicolasar Sarkozy forseta landsins um að hækka lágmarks eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár. Verkalýðsfélög í Frakklandi boða til mótmæla í dag og vona leiðtogar þeirra að milljónir manna haldi út á götur borga landsins. Verkföll hafa truflað daglegt líf í landinu undanfarna daga, þannig að sumstaðar er skortur að verða á bensíni og flug frá Orly flugvelli í París raskaðist í gær vegna verkfalls hlaðmanna. Þá er búist við að lestarsamgöngur fari úr skorðum í dag. Erlent 16.10.2010 10:01 Støre: Viðbrögð Kínverja vonbrigði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segist hafa tilkynnt kínverskum stjórnvöldum að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð þeirra við því að Nóbelsnefndin norska hafi veitt Liu Xiaobo friðarverðlaun. Norska dagblaðið Aftenposten greinir frá því að Støre hafi sérstaklega varað Thorbjørn Jagland, formann nefndarinnar, við því að veita Liu Xiaobo friðarverðlaunin. Erlent 16.10.2010 09:48 Landnemabyggðir rísa á ný Ísraelsk yfirvöld hafa bundið enda á óformlegt bann við byggingu landnemabyggða í austurhluta Jerúsalem. Framkvæmdir á svæðinu höfðu legið niðri undanfarna mánuði en þær eru horn í síðu Palestínumanna, sem hefur fundist þrengt að sér í palestínska hluta borgarinnar. Erlent 16.10.2010 05:00 Íbúar snúa heim eftir eðjuflóð Íbúar ungverska bæjarins Kolontar eru á leið heim aftur eftir að eðjuflóð skall á bænum í síðustu viku. Stífla við úrgangslón álverksmiðju í nágrenninu brast og rauð eitureðja flæddi um nærliggjandi sveitir. Erlent 16.10.2010 04:00 Morðkennsla fyrir Al Kaida á Vesturlöndum Í veftímariti Al Kaida hryðjuverkasamtakanna sem ritað er á ensku er meðal annars að finna leiðbeiningar fyrir „rétt þenkjandi“ múslima á Vesturlöndum um hvernig best sé að drepa þá samborgara sína sem ekki játa rétta trú. Erlent 15.10.2010 16:26 Smokkafargan á Samveldisleikum Það var óvenjumikið brölt og vandræði í kringum Samveldisleikana þetta árið. Í Samveldisleikunum taka þátt fyrrverandi nýlendur og yfirráðasvæði Breska heimsveldisins sem fengu sjálfstæði hvert af öðru upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 15.10.2010 14:50 Hugulsamur þjófur Prófessor við háskólann í Umeå í Svíþjóð varð fyrir miklu áfalli þegar skjalatösku hans var stolið. Hann orðaði það þannig að í töskunni hefði verið allt hans vit. Erlent 15.10.2010 13:15 Ekki gefa fingur í beinni útsendingu -myndband Margverðlaunaður veðurfréttamaður á BBC, Tómas Sjafernaker, hefur verið tekinn af skjánum eftir að hann sást „gefa fingur" í beinni útsendingu. Erlent 15.10.2010 10:32 Rannsókn: Hávaði dregur úr bragðskyni fólks Ný rannsókn hefur svipt hulunni af því afhverju matur um borð í flugvélum þykir oft bragð- og líflaus. Margir þekktir kokkar hafa glímt árum saman við þetta vandamál. Erlent 15.10.2010 07:57 Christian Danaprins er fimm ára í dag Christian prins í Danmörku fagnar fimm ára afmæli sínu í dag en hann er annar í röðinni að erfa dönsku krúnuna á eftir föður sínum Friðriki krónprins. Erlent 15.10.2010 07:49 Mikið öngþveit ríkir á Kastrup flugvelli í dag Mikið öngþveit ríkir nú á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Gífurlegur fjöldi Dana hefur ákveðið að taka sér frí erlendis næstu daga en vikulangt haustfrí í skólum landsins er að hefjast. Erlent 15.10.2010 07:39 Ástandið í Afganistan fer versnandi Ný skýrsla um ástand mála í Afganistan málar dökka mynd af ástandinu þar. Uppreisnarmönnum í liði Talibana fjölgar stöðugt og nú eru þeir orðnir umsvifamiklir í héruðum þar sem þeir hafa ekki verið áberandi áður. Erlent 15.10.2010 07:21 Kínverjar sleppa meintum morðingja norskrar stúlku úr haldi Samskipti Noregs og Kína eru við frostmarkið. Nú hafa kínversk yfirvöld leyst úr haldi meintan morðingja norskrar stúlku. Erlent 15.10.2010 07:16 Meirihluti námumannanna í Síle útskrifaðir af sjúkrahúsi í dag Þrír af námamönnunum í Síle sem bjargað var í fyrradag hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og fengu að fara heim í gærkvöldi. Talið er að meirihlutinn af þeim 30 sem enn eru á sjúkrahúsi fái að fara heim í dag. Erlent 15.10.2010 07:12 Þvagprufa notuð til að greina krabbamein Ný bresk rannsókn gefur fyrirheit um að með einföldu þvagprófi sé hægt að greina hverjir séu líklegir til að fá krabbamein í blöðruhálskirtli. BBC greindi frá þessu í gær. Erlent 15.10.2010 06:00 Forsetinn lofar breytingum Sebastian Pinera, forseti Síle, segir að aldrei framar muni stjórn landsins heimila það að fólk vinni við jafn ómannúðlegar aðstæður og námumennirnir 33 sem bjarga þurfti út úr lokuðum námugöngum eftir tveggja mánaða innilokun. Erlent 15.10.2010 05:30 Chile, þetta er Ameríka, HJÁLP Björgun námumannanna í Chile hefur vakið gleði og aðdáun um allan heim. Bæði eru mennirnir rómaðir fyrir þrautseigju sína og hugrekki og eins stjórnvöld fyrir dugnað í björgunaraðgerðunum. Erlent 14.10.2010 16:16 Ekki drekka bjór í beinni útsendingu -myndband Vinsæll fréttalesari hefur verið rekinn frá finnska ríkissjónvarpinu fyrir að súpa á bjór í miðri útsendingu. Hann segir að það hafi verið brandari sem mistókst. Erlent 14.10.2010 16:06 Fágætt eintak af 1984 í Ástralíu Fágætt eintak af fyrstu prentun á bókinni 1984 eftir George Orwell fannst á botninum á pappakassa fullum af bókum sem gefinn var góðgerðarsamtökum í Ástralíu. Erlent 14.10.2010 15:16 Dálítið 2007 Við fyrstu sýn mætti halda að arkitektinn að þessu húsi væri krakki sem hefði verið að teikna trjáhús. Það getur svosem vel verið að það sé líka rétt. Erlent 14.10.2010 14:21 Dansandi flugfreyjur -myndband Flugfélagið Cebu Pacific á Filipseyjum býður upp á þá nýjung í flugvélum sínum að flugfreyjur og flugþjónar stíga dans meðan farið er yfir öryggisatriði. Erlent 14.10.2010 11:00 Norsk skipafélög vilja vopnaða verði um borð Æ fleiri norsk skipafélög vilja fá vopnaða verði um borð í skip sín til þess að verjast árásum sjóræningja. Mörg norsk skip hafa orðið fyrir árásum á Adenflóa undan ströndum Sómalíu. Erlent 14.10.2010 10:38 Flugstjórinn lést við stýrið Flugstjóri breiðþotu frá arabiska flugfélaginu Qatar Airways lést skömmu eftir flugtak frá Filipseyjum í gær. Vélin var á leið heim til Qatars. Erlent 14.10.2010 10:17 Allir námumennirnir lausir úr prísund sinni Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni þar sem 33 verkamenn hafa mátt dúsa síðustu 69 daga. Síðastur upp, rétt fyrir klukkan eitt í nótt, var verkstjórinn Luis Urzua, 54 ára og tók forseti Chile Sebastian Pinera á móti honum. Erlent 14.10.2010 07:20 Björgunarafrek í eyðimörkinni Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gærkvöld var meirihluti þeirra laus úr prísundinni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag. Erlent 14.10.2010 06:00 Ný lög leyfa burtrekstur Rómafólks Ný og harðari innflytjendalöggjöf var samþykkt af neðri deild franska þingsins á þriðjudag, en í því felast mörg umdeild ákvæði sem gera stjórnvöldum meðal annars kleift að reka Rómafólk, eða sígauna, úr landi. Erlent 14.10.2010 05:00 Verndun hvala góð fyrir fiska Úrgangur úr hvölum þjónar þeim tilgangi að bera næringarefni úr hafsdjúpum og upp á yfirborðið, og er því afar mikilvægur hringrás lífsins í höfunum. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Erlent 14.10.2010 04:00 « ‹ ›
Hvetur almenning til að halda ró sinni Hundruð þúsunda Frakka mótmæla nú á götum landsins þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Nicolasar Sarkozy, Frakklandsforseta, að hækka lágmarks eftirlaunaaldur í landinu úr 60 árum í 62 ár. Gríðarlegur halli er á eftirlaunasjóðum Frakka, eða um 5000 milljarðar íslenskra króna og stefnir hallinn í 8000 milljarða árið 2020 verði ekkert að gert. Það er svipuð upphæð og talið er að erlendir kröfuhafar hafi tapað á íslenska efnahagshruninu. Stjórnvöld segja nauðsynlegt að hækka eftirlaunaaldurinn þar sem Frakkar lifi lengur en áður. Erlent 16.10.2010 15:48
Tuttugu námumenn fórust í Kína 20 námumenn fórust og allt að 30 eru innilokaðir í rústum eftir sprengingu í námu í Henan héraði í Kína í morgun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um á hve miklu dýpi mennirnir 17 eru . Stutt er síðan 33 námumönnum var bjargað eftir tæpa 70 daga innilokun í námu í Chile, en þeir hafa allir nema tveir fengið að fara heim af sjúkrahúsi eftir björgunina. Erlent 16.10.2010 12:27
Áströlsk nunna tekin í dýrlingatölu Beneditk sextándi páfi mun formlega taka Mary MacKillop, ástralska nunnu, í tölu dýrlinga við hátíðarmessu á morgun, en hún verður fyrsti Ástralinn til að komast í tölu heilagra innan kaþólsku kirkjunnar. MacKillop stofnaði hreyfinguna Systur heilags Jósefs og heimsótti Róm á árunum 1873 til 1874 í þeim tilgangi, eða um það bil sem Íslendingar fengu fyrstu stjórnarskrána frá Dönum. Erlent 16.10.2010 11:15
Hart deilt um eftirlaunaaldur Frakkland logar í illdeilum vegna áforma ríkisstjórnar Nicolasar Sarkozy forseta landsins um að hækka lágmarks eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár. Verkalýðsfélög í Frakklandi boða til mótmæla í dag og vona leiðtogar þeirra að milljónir manna haldi út á götur borga landsins. Verkföll hafa truflað daglegt líf í landinu undanfarna daga, þannig að sumstaðar er skortur að verða á bensíni og flug frá Orly flugvelli í París raskaðist í gær vegna verkfalls hlaðmanna. Þá er búist við að lestarsamgöngur fari úr skorðum í dag. Erlent 16.10.2010 10:01
Støre: Viðbrögð Kínverja vonbrigði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segist hafa tilkynnt kínverskum stjórnvöldum að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð þeirra við því að Nóbelsnefndin norska hafi veitt Liu Xiaobo friðarverðlaun. Norska dagblaðið Aftenposten greinir frá því að Støre hafi sérstaklega varað Thorbjørn Jagland, formann nefndarinnar, við því að veita Liu Xiaobo friðarverðlaunin. Erlent 16.10.2010 09:48
Landnemabyggðir rísa á ný Ísraelsk yfirvöld hafa bundið enda á óformlegt bann við byggingu landnemabyggða í austurhluta Jerúsalem. Framkvæmdir á svæðinu höfðu legið niðri undanfarna mánuði en þær eru horn í síðu Palestínumanna, sem hefur fundist þrengt að sér í palestínska hluta borgarinnar. Erlent 16.10.2010 05:00
Íbúar snúa heim eftir eðjuflóð Íbúar ungverska bæjarins Kolontar eru á leið heim aftur eftir að eðjuflóð skall á bænum í síðustu viku. Stífla við úrgangslón álverksmiðju í nágrenninu brast og rauð eitureðja flæddi um nærliggjandi sveitir. Erlent 16.10.2010 04:00
Morðkennsla fyrir Al Kaida á Vesturlöndum Í veftímariti Al Kaida hryðjuverkasamtakanna sem ritað er á ensku er meðal annars að finna leiðbeiningar fyrir „rétt þenkjandi“ múslima á Vesturlöndum um hvernig best sé að drepa þá samborgara sína sem ekki játa rétta trú. Erlent 15.10.2010 16:26
Smokkafargan á Samveldisleikum Það var óvenjumikið brölt og vandræði í kringum Samveldisleikana þetta árið. Í Samveldisleikunum taka þátt fyrrverandi nýlendur og yfirráðasvæði Breska heimsveldisins sem fengu sjálfstæði hvert af öðru upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 15.10.2010 14:50
Hugulsamur þjófur Prófessor við háskólann í Umeå í Svíþjóð varð fyrir miklu áfalli þegar skjalatösku hans var stolið. Hann orðaði það þannig að í töskunni hefði verið allt hans vit. Erlent 15.10.2010 13:15
Ekki gefa fingur í beinni útsendingu -myndband Margverðlaunaður veðurfréttamaður á BBC, Tómas Sjafernaker, hefur verið tekinn af skjánum eftir að hann sást „gefa fingur" í beinni útsendingu. Erlent 15.10.2010 10:32
Rannsókn: Hávaði dregur úr bragðskyni fólks Ný rannsókn hefur svipt hulunni af því afhverju matur um borð í flugvélum þykir oft bragð- og líflaus. Margir þekktir kokkar hafa glímt árum saman við þetta vandamál. Erlent 15.10.2010 07:57
Christian Danaprins er fimm ára í dag Christian prins í Danmörku fagnar fimm ára afmæli sínu í dag en hann er annar í röðinni að erfa dönsku krúnuna á eftir föður sínum Friðriki krónprins. Erlent 15.10.2010 07:49
Mikið öngþveit ríkir á Kastrup flugvelli í dag Mikið öngþveit ríkir nú á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Gífurlegur fjöldi Dana hefur ákveðið að taka sér frí erlendis næstu daga en vikulangt haustfrí í skólum landsins er að hefjast. Erlent 15.10.2010 07:39
Ástandið í Afganistan fer versnandi Ný skýrsla um ástand mála í Afganistan málar dökka mynd af ástandinu þar. Uppreisnarmönnum í liði Talibana fjölgar stöðugt og nú eru þeir orðnir umsvifamiklir í héruðum þar sem þeir hafa ekki verið áberandi áður. Erlent 15.10.2010 07:21
Kínverjar sleppa meintum morðingja norskrar stúlku úr haldi Samskipti Noregs og Kína eru við frostmarkið. Nú hafa kínversk yfirvöld leyst úr haldi meintan morðingja norskrar stúlku. Erlent 15.10.2010 07:16
Meirihluti námumannanna í Síle útskrifaðir af sjúkrahúsi í dag Þrír af námamönnunum í Síle sem bjargað var í fyrradag hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og fengu að fara heim í gærkvöldi. Talið er að meirihlutinn af þeim 30 sem enn eru á sjúkrahúsi fái að fara heim í dag. Erlent 15.10.2010 07:12
Þvagprufa notuð til að greina krabbamein Ný bresk rannsókn gefur fyrirheit um að með einföldu þvagprófi sé hægt að greina hverjir séu líklegir til að fá krabbamein í blöðruhálskirtli. BBC greindi frá þessu í gær. Erlent 15.10.2010 06:00
Forsetinn lofar breytingum Sebastian Pinera, forseti Síle, segir að aldrei framar muni stjórn landsins heimila það að fólk vinni við jafn ómannúðlegar aðstæður og námumennirnir 33 sem bjarga þurfti út úr lokuðum námugöngum eftir tveggja mánaða innilokun. Erlent 15.10.2010 05:30
Chile, þetta er Ameríka, HJÁLP Björgun námumannanna í Chile hefur vakið gleði og aðdáun um allan heim. Bæði eru mennirnir rómaðir fyrir þrautseigju sína og hugrekki og eins stjórnvöld fyrir dugnað í björgunaraðgerðunum. Erlent 14.10.2010 16:16
Ekki drekka bjór í beinni útsendingu -myndband Vinsæll fréttalesari hefur verið rekinn frá finnska ríkissjónvarpinu fyrir að súpa á bjór í miðri útsendingu. Hann segir að það hafi verið brandari sem mistókst. Erlent 14.10.2010 16:06
Fágætt eintak af 1984 í Ástralíu Fágætt eintak af fyrstu prentun á bókinni 1984 eftir George Orwell fannst á botninum á pappakassa fullum af bókum sem gefinn var góðgerðarsamtökum í Ástralíu. Erlent 14.10.2010 15:16
Dálítið 2007 Við fyrstu sýn mætti halda að arkitektinn að þessu húsi væri krakki sem hefði verið að teikna trjáhús. Það getur svosem vel verið að það sé líka rétt. Erlent 14.10.2010 14:21
Dansandi flugfreyjur -myndband Flugfélagið Cebu Pacific á Filipseyjum býður upp á þá nýjung í flugvélum sínum að flugfreyjur og flugþjónar stíga dans meðan farið er yfir öryggisatriði. Erlent 14.10.2010 11:00
Norsk skipafélög vilja vopnaða verði um borð Æ fleiri norsk skipafélög vilja fá vopnaða verði um borð í skip sín til þess að verjast árásum sjóræningja. Mörg norsk skip hafa orðið fyrir árásum á Adenflóa undan ströndum Sómalíu. Erlent 14.10.2010 10:38
Flugstjórinn lést við stýrið Flugstjóri breiðþotu frá arabiska flugfélaginu Qatar Airways lést skömmu eftir flugtak frá Filipseyjum í gær. Vélin var á leið heim til Qatars. Erlent 14.10.2010 10:17
Allir námumennirnir lausir úr prísund sinni Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni þar sem 33 verkamenn hafa mátt dúsa síðustu 69 daga. Síðastur upp, rétt fyrir klukkan eitt í nótt, var verkstjórinn Luis Urzua, 54 ára og tók forseti Chile Sebastian Pinera á móti honum. Erlent 14.10.2010 07:20
Björgunarafrek í eyðimörkinni Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gærkvöld var meirihluti þeirra laus úr prísundinni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag. Erlent 14.10.2010 06:00
Ný lög leyfa burtrekstur Rómafólks Ný og harðari innflytjendalöggjöf var samþykkt af neðri deild franska þingsins á þriðjudag, en í því felast mörg umdeild ákvæði sem gera stjórnvöldum meðal annars kleift að reka Rómafólk, eða sígauna, úr landi. Erlent 14.10.2010 05:00
Verndun hvala góð fyrir fiska Úrgangur úr hvölum þjónar þeim tilgangi að bera næringarefni úr hafsdjúpum og upp á yfirborðið, og er því afar mikilvægur hringrás lífsins í höfunum. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Erlent 14.10.2010 04:00