Erlent Örlæti í Japan Mikið magn peninga fannst á almenningsklósetti í Japan fyrr dag. Upphæðin, 10 milljón yen, samsvarar rúmlega fimmtán milljónum íslenskra króna. Á miða sem fannst hjá peningunum kom fram að þeir væru ætlaðir til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Japan eftir flóðbylgjuna fyrr á þessu ári. Velgjörðamaðurinn tók það einnig fram að hann væri einsamall og lifði einföldu lífi, það væru aðrir sem ættu að njóta góðs af peningunum. Erlent 29.9.2011 16:21 Strauss-Kahn hittir ásakanda sinn Dominique Strauss-Kahn var glaðbeittur þegar hann yfirgaf lögreglustöð í miðborg Parísar í dag. Á fundi í lögreglustöðinni hitti Strauss-Kahn ásakanda sinn, Tristane Banon, sem segir hann hafa nauðgað sér árið 2003. Fundir eins og þessir eru algengir í Frakklandi en þar hittast báðir aðilar málsins fyrir dómara og ákveðið er hvernig áskönunum og réttarhaldi verði háttað. Erlent 29.9.2011 15:55 Ekki aftur... Heimsbyggðin andaði léttar þegar gervihnöttur NASA hrapaði fyrr í vikunni á afskekktum stað í suður-Kyrrahafi. En núna virðist mannkynið þurfa að endurtaka leikinn því þýski gervihnötturinn ROSAT verður í frjálsu falli snemma í nóvember næstkomandi. Sporbraut gervihnattarins er á milli 53 lengdargráðu norðurs og suðurs. Sem þýðir hættusvæðið teygist milli Kanada og suður-Ameríku og gengur þvert meðfram jörðinni. Erlent 29.9.2011 15:25 Spielberg leikstýrir Móses Tilkynnt var í dag að Steven Spielberg ætli að leikstýra og framleiða kvikmynd byggða á ævi hebreska trúarleiðtoganum Móses. Kvikmyndin er ekki endurgerð á Boðorðunum tíu frá árinu 1956 en efnistökin eru þó að sjáfssögðu svipuð. Warner bros þróa verkefnið en á næstu mánuðum mun fyrirtækið einnig frumsýna kvikmynd byggða á ljóði John Miltons, Paradísarmissi. Erlent 29.9.2011 15:13 Evran styrkist í kjölfar samþykktar um björgunarsjóð Evran styrktist gegn dollaranum eftir að Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi samþykktu að stækka björgunarsjóði evrusvæðanna fyrr í dag. Aukið fjármagn í sjóðina gerir evruríkjunum sautján færi á að aðstoða ríki innan sambandssins enn frekar. Mun líklegra er nú að mögulegt sé að aðstoða Grikkland enn frekar á komandi mánuðum en mikil óvissa hefur ríkt í þar síðustu vikur. Erlent 29.9.2011 14:41 Castro hæðist að Obama Barack Obama sagði nýlega að hann væri reiðubúinn að endurskoða stöðu Bandaríkjanna í garð Kúbu, svo lengi sem yfirvöld þar á bæ sýni vilja til að breyta stjórnarháttum sínum. Bandaríkjaforseti fékk hins vegar kaldar kveðjur frá Fidel Castro í kjölfarið. Í grein sem Castro skrifaði fyrr í vikunni beindi hann orðum að Obama og skaut í kaldhæðni að forsetanum, hversu ótrúlega sanngjarn hann væri eftir allt saman. Í framhaldi velti hann því fyrir sér hvar þessi góðvild hefði verið síðustu fimm áratugi á meðan Bandaríkin hafa viðhaldið viðskiptabanni á Kúbu. Erlent 29.9.2011 14:08 Spænskir vísindamenn þróa nýtt HIV ónæmingarefni Spænskir vísindamenn hafa lokið tilraunum á nýrri tegund HIV-lyfja. Niðurstöður rannsóknarinnar eru afar jákvæðar og telja vísindamennirnir að lyfið eigi eftir að hjálpa milljónum HIV sjúklinga. 90% af þátttakendum rannsóknarinnar sýndu ofnæmisviðbrögð við HIV vírusnum og 85% héldu viðbrögðunum í heilt ár. Þetta þýðir að lyfið er álíka öflugt og núverandi lyf en möguleikarnir séu þó mun meiri til framtíðar litið. Erlent 29.9.2011 13:30 61 árs gömul kona ófrísk Það er ekki á hverjum degi sem fréttir berast af því að konur yfir sextugt beri barn undir belti. En sú er raunin í Brasilíu því sextíu og eins árs gömul kona á von á sér í nóvember næstkomandi. Hún varð ófrísk með gjafaeggi. Erlent 29.9.2011 12:46 Obamacare fer fyrir hæstarétt Stjórn Baracks Obama hefur biðlað til Hæstaréttar þar í landi að styðja breytingar hans á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hið nýja ásigkomulag, oft nefnt Obamacare, tryggir heilbrigðisþjónustu allra þegna Bandaríkjanna. Búist var við því að Obama myndi hafa samband við Hæstarétt með þessum hætti. Ef rétturinn ákveður að fella breytingar Obama úr gildi verður endurkjör forsetans enn erfiðara. Erlent 29.9.2011 12:06 Cameron setur stórmörkuðum afarkost David Cameron, forsætis ráðherra Bretlands, íhugar nú löggjöf til að stemma stigum við mikilli notkun almennings á plastpokum. Cameron hefur sett stórmörkuðum afarkost og hótar aðgerðum reyni verslanir ekki að minnka plastpoka notkun. Fyrr á árinu var skipulagt átak til að koma í veg fyrir frekari aukningu en aukning varð samt sem áður. Cameron segir þetta vera óásættanlegt og að aðgerðir séu væntanlegar. Erlent 29.9.2011 11:43 Kína áætlar að skjóta Tiangong-1 á sporbraut Á komandi vikum mun Kína skjóta Tiangong-1 geimvísindastöðinni á sporbraut um jörðina. Geimstöðin mun svífa í 300-400 kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar. Í fyrstu mun stöðin vera mannlaus en áætlað er að fyrstu geimfararnir, kallaðir yuhangyuans, muni sækja stöðin heim á næsta ári. Tveir til þrír geimfara munu búa í stöðinni, tvær vikur í senn. Geimstöðin mun bera vitni um hæfni kínverja til að byggja vel útbúna geimstöð sem auðveldlega getur keppt við alþjóðlegu geimstöðina ISS. Erlent 29.9.2011 11:00 Almenningur virðist sáttur við tillögur Obama um aukaskatt á ríka Ný könnun gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna séu sammála því að skattleggja beri milljónamæringa meira en gert hefur verið. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur mætt mikilli andstöðu á meðal Repúblikana á þingi við þær hugmyndir að hækka skatt á heimilum þar sem tekjurnar nema einni milljón dollara, króna eða meira á ári, sem jafngildir 118 milljónum íslenskra króna. Erlent 29.9.2011 10:56 Al-Qaeda gagnrýni Ahmadinejad Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir á fundi Sameinuðu þjóðanna að hann teldi hryðuverkjaárásirnar 11. september vera ráðgátu. Núna hafa hryðuverkasamtökin Al-Qaeda skrifað Ahmadinejad opinbert bréf og birt það í ensku mælandi málgagni sínu, Inspire. Þar biðja samtökin forsetann um að gleyma þessum hugmyndum sínum um árásirnar. Í greininni spyr Al-Qaeda hvers vegna yfirvöld í Íran telji árásirnar vera ráðgátu þegar sú trú sé þvert á öll rök og skynsemi. Al-Qaeda segist hafa verið keppinautur Írans um að vinna hug og hjörtu múslima um allann heim. Þegar augljóst væri að Al-Qaeda hefði haft betur þá sé það eina ráð Írans að grípa til samsæriskenninga. Erlent 29.9.2011 10:39 Ofbeldi í Mexíkó Ritstjóri mexíkóska fréttamiðilsins Primera Hora, María Elizabeth Macías, fannst hálshöggvin í almenningsgarði. Höfuð hennar fannst nokkrum metrum frá, sitjandi á steinstalli. Atvikið fylgir í kjölfarið á öðrum svipuðum morðum sem eiturlyfjagengi hafa framið til að þagga niður í fréttamiðlum í Mexíkó. Hjá höfði Macías fannst handskrifaður miði sem útskýrði ástæður morðsins ásamt því að vara aðra blaðamenn við. Einnig eru notendur samskiptamiðla varaðir við en Macías var afkastamikill bloggari. Macías er fjórða blaðakonan sem hefur verið myrtur á þessu ári. Erlent 29.9.2011 10:11 Silvio hefur yfir litlu að gleðjast á afmælisdaginn Silvio Berlusconi er 75 ára gamall í dag en hefur þó yfir litlu að gleðjast. Ítalía stríðir við mikinn efnahagsvanda og nær daglega koma fram kröfur um afsögn forsætisráðherrans litríka. Hann á fjögur dómsmál yfir höfði sér og fleiri munu vera á leiðinni auk þess sem smáatriðum úr einkalífi hans er vandlega lýst í fjölmiðlum dag eftir dag. Erlent 29.9.2011 09:53 Fæddist með tvö andlit Læknar á sjúkrahúsinu í bænum Rawalpindi í Pakistan vinna nú að því að bjarga lífi ungabarns sem fæddist með tvö andlit á dögunum. Erlent 29.9.2011 09:23 Afturkallar dóm yfir konu sem átti að hýða fyrir að aka bíl Abdullah konungur Sádí Arabíu hefur beitt neitunarvaldi sínu og ógilt dóm sem féll í landinu á dögunum en þá var kona dæmd til þess að verða húðstrýkt sex sinnum vegna þess að hún gerðist brotleg við lög með því að keyra bíl. Erlent 29.9.2011 07:11 Fær ekki vinnu eftir háskólanám Aldrei hefur gengið eins illa fyrir nýútskrifaða háskólanema í Danmörku að fá vinnu. Þetta kom fram í frétt MetroXpressen í gær. Erlent 29.9.2011 03:00 Egyptar kjósa innan mánaðar Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs. Erlent 29.9.2011 01:30 Boðar kosningar eftir mánuð Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur tilkynnt að kosningar verði haldnar 29. október. Erlent 29.9.2011 01:00 Aflífuð vegna giktarvanda Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð. Erlent 29.9.2011 00:00 Verður jarðaður ásamt Doritos snakkflögum Maðurinn sem fann upp Doritos snakkið, Arch West, lést þann 20. september síðastliðinn. Samkvæmt fréttavef Reuters voru líkamsleifar hans brenndar en útförin fer fram næsta laugardag. Erlent 28.9.2011 21:57 Lambið Jack heldur að það sé fjárhundur - reynir stundum að gelta Breska lambið Jack er ekki eins of flest sauðfé. Hann heldur nefnilega að hann sé fjárhundur. Jack fæddist fyrir hálfu ári síðan. Þegar hann fæddist var hann lítill og veikburða þannig fjölskyldan á bóndabænum, þau Alison Sinstadt og sambýlismaður hennar, Simon Sherwin, ákváðu að taka lambið inn á heimilið og hlúa að því. Erlent 28.9.2011 21:30 Sextán ára piltur myrtur af vampíru-söfnuði Átján ára stúlka sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina WBBH-TV að hún væri vampíra og hefði oft drukkið blóð úr unnusta sínum. Stúlkan, sem heitir Stephanie Pistey, hefur verið ákærð fyrir að lokka sextán ára gamlan dreng inn á heimili í Flórída í júlí síðastliðnum, þar sem hann var laminn til bana af fjórum félögum stúlkunnar. Erlent 28.9.2011 20:30 Ófrjósemi og hjartasjúkdómar Vísindamenn telja sig hafa fundið tengsl milli ófrjósemi og hjartasjúkdóma hjá karlmönnum. Þetta er niðurstaða áratuga langrar rannsóknar sem 135.000 karlmenn tóku þátt í. Erlent 28.9.2011 16:51 Segir Bandaríkjunum standa ógn af Kína Kína er efnahagsleg ógn við Bandaríkin og er einnig að byggja upp her til þess að ógna veru sjóher Bandaríkjamanna í Suður - Kínahafinu, segir Mitt Romney, sem tekur þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar. Erlent 28.9.2011 16:16 Jarðskjálftahrina við Kanaríeyjar Um 150 jarðskjálftar hafa mælst á El-Hierro, minnstu eyju Kanaríeyja. Eyjan er afar vinsæll ferðamannastaður og nú óttast yfirvöld eldgos. Herinn hefur staðið í ströngu í dag við að undirbúa fólksflutninga af eyjunni ef allt fer á versta veg. Í nótt voru 53 einstaklingar beðnir um að yfirgefa hús sín af ótta við aurskriður. Þegar dagaði var ákveðið að öllum skólum á eyjunni yrði lokað í dag. Erlent 28.9.2011 16:02 Styttist í kosningar á Írlandi Það stefnir allt í spennandi forsetakosningar á Írlandi þann 27. október næstkomandi. Aldrei hafa jafn margir frambjóðendur verið á kjörseðlinum en nú - sjö talsins. Þau síðustu til að hljóta samþykki voru þau David Norris og popp stjarnan Dana Rosemary Scallon. Þau sem áður höfðu hlotið samþykki eru þau Sean Gallagher og Mary Davis sem bæði eru í sjálfstæðu framboði. Í framboði fyrir verkamannaflokkinn er Michael D Higgins. Einnig eru Gabriel Mitchell í framboði undir fána Fine Gael ásamt Martin McGuinness fyrir Sinn Féin. Erlent 28.9.2011 15:26 Aðdáendur gráta fráfall Heidi Fésbókarvinir rangeygðu pokarottunnar Heidi og Twitterfylgjendur eru í öngum sínum eftir að það uppgötvaðist að hún væri dáin. Talsmenn dýragarðsins í Leipzig, þar sem hin krúttlega Heidi dvaldi, segja að hún hafi verið lystarlaus og átt erfitt með hreyfingu í allmargar vikur. Því var tekin ákvörðun um að svæfa Heidi svefninum hinsta eftir að tilraunir til að lækna hana fóru út um þúfur, segir AP fréttastofan. Erlent 28.9.2011 15:21 Crepusculum opnar í Frankfurt Í dag opnar sýningin „Crepusculum" í Schirn Kunsthalle Frankfurt. Sýningin er í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Á sýningunni mun listakonan Gabríela Friðriksdóttir vinna með átta íslensk fornhandrit og skapa í kringum þau einstæða umgjörð. Gabríela vinnur með kvikmynda- og hljóðverk, ásamt skúlptúrunum til skapa eina heild með fornritunum. Það má því segja að ný og gömul list mætist í gjörningi Gabríelu. Til gamans má geta er titill verksins fenginn latínu og þýðir ljósaskipti. Erlent 28.9.2011 14:31 « ‹ ›
Örlæti í Japan Mikið magn peninga fannst á almenningsklósetti í Japan fyrr dag. Upphæðin, 10 milljón yen, samsvarar rúmlega fimmtán milljónum íslenskra króna. Á miða sem fannst hjá peningunum kom fram að þeir væru ætlaðir til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Japan eftir flóðbylgjuna fyrr á þessu ári. Velgjörðamaðurinn tók það einnig fram að hann væri einsamall og lifði einföldu lífi, það væru aðrir sem ættu að njóta góðs af peningunum. Erlent 29.9.2011 16:21
Strauss-Kahn hittir ásakanda sinn Dominique Strauss-Kahn var glaðbeittur þegar hann yfirgaf lögreglustöð í miðborg Parísar í dag. Á fundi í lögreglustöðinni hitti Strauss-Kahn ásakanda sinn, Tristane Banon, sem segir hann hafa nauðgað sér árið 2003. Fundir eins og þessir eru algengir í Frakklandi en þar hittast báðir aðilar málsins fyrir dómara og ákveðið er hvernig áskönunum og réttarhaldi verði háttað. Erlent 29.9.2011 15:55
Ekki aftur... Heimsbyggðin andaði léttar þegar gervihnöttur NASA hrapaði fyrr í vikunni á afskekktum stað í suður-Kyrrahafi. En núna virðist mannkynið þurfa að endurtaka leikinn því þýski gervihnötturinn ROSAT verður í frjálsu falli snemma í nóvember næstkomandi. Sporbraut gervihnattarins er á milli 53 lengdargráðu norðurs og suðurs. Sem þýðir hættusvæðið teygist milli Kanada og suður-Ameríku og gengur þvert meðfram jörðinni. Erlent 29.9.2011 15:25
Spielberg leikstýrir Móses Tilkynnt var í dag að Steven Spielberg ætli að leikstýra og framleiða kvikmynd byggða á ævi hebreska trúarleiðtoganum Móses. Kvikmyndin er ekki endurgerð á Boðorðunum tíu frá árinu 1956 en efnistökin eru þó að sjáfssögðu svipuð. Warner bros þróa verkefnið en á næstu mánuðum mun fyrirtækið einnig frumsýna kvikmynd byggða á ljóði John Miltons, Paradísarmissi. Erlent 29.9.2011 15:13
Evran styrkist í kjölfar samþykktar um björgunarsjóð Evran styrktist gegn dollaranum eftir að Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi samþykktu að stækka björgunarsjóði evrusvæðanna fyrr í dag. Aukið fjármagn í sjóðina gerir evruríkjunum sautján færi á að aðstoða ríki innan sambandssins enn frekar. Mun líklegra er nú að mögulegt sé að aðstoða Grikkland enn frekar á komandi mánuðum en mikil óvissa hefur ríkt í þar síðustu vikur. Erlent 29.9.2011 14:41
Castro hæðist að Obama Barack Obama sagði nýlega að hann væri reiðubúinn að endurskoða stöðu Bandaríkjanna í garð Kúbu, svo lengi sem yfirvöld þar á bæ sýni vilja til að breyta stjórnarháttum sínum. Bandaríkjaforseti fékk hins vegar kaldar kveðjur frá Fidel Castro í kjölfarið. Í grein sem Castro skrifaði fyrr í vikunni beindi hann orðum að Obama og skaut í kaldhæðni að forsetanum, hversu ótrúlega sanngjarn hann væri eftir allt saman. Í framhaldi velti hann því fyrir sér hvar þessi góðvild hefði verið síðustu fimm áratugi á meðan Bandaríkin hafa viðhaldið viðskiptabanni á Kúbu. Erlent 29.9.2011 14:08
Spænskir vísindamenn þróa nýtt HIV ónæmingarefni Spænskir vísindamenn hafa lokið tilraunum á nýrri tegund HIV-lyfja. Niðurstöður rannsóknarinnar eru afar jákvæðar og telja vísindamennirnir að lyfið eigi eftir að hjálpa milljónum HIV sjúklinga. 90% af þátttakendum rannsóknarinnar sýndu ofnæmisviðbrögð við HIV vírusnum og 85% héldu viðbrögðunum í heilt ár. Þetta þýðir að lyfið er álíka öflugt og núverandi lyf en möguleikarnir séu þó mun meiri til framtíðar litið. Erlent 29.9.2011 13:30
61 árs gömul kona ófrísk Það er ekki á hverjum degi sem fréttir berast af því að konur yfir sextugt beri barn undir belti. En sú er raunin í Brasilíu því sextíu og eins árs gömul kona á von á sér í nóvember næstkomandi. Hún varð ófrísk með gjafaeggi. Erlent 29.9.2011 12:46
Obamacare fer fyrir hæstarétt Stjórn Baracks Obama hefur biðlað til Hæstaréttar þar í landi að styðja breytingar hans á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hið nýja ásigkomulag, oft nefnt Obamacare, tryggir heilbrigðisþjónustu allra þegna Bandaríkjanna. Búist var við því að Obama myndi hafa samband við Hæstarétt með þessum hætti. Ef rétturinn ákveður að fella breytingar Obama úr gildi verður endurkjör forsetans enn erfiðara. Erlent 29.9.2011 12:06
Cameron setur stórmörkuðum afarkost David Cameron, forsætis ráðherra Bretlands, íhugar nú löggjöf til að stemma stigum við mikilli notkun almennings á plastpokum. Cameron hefur sett stórmörkuðum afarkost og hótar aðgerðum reyni verslanir ekki að minnka plastpoka notkun. Fyrr á árinu var skipulagt átak til að koma í veg fyrir frekari aukningu en aukning varð samt sem áður. Cameron segir þetta vera óásættanlegt og að aðgerðir séu væntanlegar. Erlent 29.9.2011 11:43
Kína áætlar að skjóta Tiangong-1 á sporbraut Á komandi vikum mun Kína skjóta Tiangong-1 geimvísindastöðinni á sporbraut um jörðina. Geimstöðin mun svífa í 300-400 kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar. Í fyrstu mun stöðin vera mannlaus en áætlað er að fyrstu geimfararnir, kallaðir yuhangyuans, muni sækja stöðin heim á næsta ári. Tveir til þrír geimfara munu búa í stöðinni, tvær vikur í senn. Geimstöðin mun bera vitni um hæfni kínverja til að byggja vel útbúna geimstöð sem auðveldlega getur keppt við alþjóðlegu geimstöðina ISS. Erlent 29.9.2011 11:00
Almenningur virðist sáttur við tillögur Obama um aukaskatt á ríka Ný könnun gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna séu sammála því að skattleggja beri milljónamæringa meira en gert hefur verið. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur mætt mikilli andstöðu á meðal Repúblikana á þingi við þær hugmyndir að hækka skatt á heimilum þar sem tekjurnar nema einni milljón dollara, króna eða meira á ári, sem jafngildir 118 milljónum íslenskra króna. Erlent 29.9.2011 10:56
Al-Qaeda gagnrýni Ahmadinejad Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir á fundi Sameinuðu þjóðanna að hann teldi hryðuverkjaárásirnar 11. september vera ráðgátu. Núna hafa hryðuverkasamtökin Al-Qaeda skrifað Ahmadinejad opinbert bréf og birt það í ensku mælandi málgagni sínu, Inspire. Þar biðja samtökin forsetann um að gleyma þessum hugmyndum sínum um árásirnar. Í greininni spyr Al-Qaeda hvers vegna yfirvöld í Íran telji árásirnar vera ráðgátu þegar sú trú sé þvert á öll rök og skynsemi. Al-Qaeda segist hafa verið keppinautur Írans um að vinna hug og hjörtu múslima um allann heim. Þegar augljóst væri að Al-Qaeda hefði haft betur þá sé það eina ráð Írans að grípa til samsæriskenninga. Erlent 29.9.2011 10:39
Ofbeldi í Mexíkó Ritstjóri mexíkóska fréttamiðilsins Primera Hora, María Elizabeth Macías, fannst hálshöggvin í almenningsgarði. Höfuð hennar fannst nokkrum metrum frá, sitjandi á steinstalli. Atvikið fylgir í kjölfarið á öðrum svipuðum morðum sem eiturlyfjagengi hafa framið til að þagga niður í fréttamiðlum í Mexíkó. Hjá höfði Macías fannst handskrifaður miði sem útskýrði ástæður morðsins ásamt því að vara aðra blaðamenn við. Einnig eru notendur samskiptamiðla varaðir við en Macías var afkastamikill bloggari. Macías er fjórða blaðakonan sem hefur verið myrtur á þessu ári. Erlent 29.9.2011 10:11
Silvio hefur yfir litlu að gleðjast á afmælisdaginn Silvio Berlusconi er 75 ára gamall í dag en hefur þó yfir litlu að gleðjast. Ítalía stríðir við mikinn efnahagsvanda og nær daglega koma fram kröfur um afsögn forsætisráðherrans litríka. Hann á fjögur dómsmál yfir höfði sér og fleiri munu vera á leiðinni auk þess sem smáatriðum úr einkalífi hans er vandlega lýst í fjölmiðlum dag eftir dag. Erlent 29.9.2011 09:53
Fæddist með tvö andlit Læknar á sjúkrahúsinu í bænum Rawalpindi í Pakistan vinna nú að því að bjarga lífi ungabarns sem fæddist með tvö andlit á dögunum. Erlent 29.9.2011 09:23
Afturkallar dóm yfir konu sem átti að hýða fyrir að aka bíl Abdullah konungur Sádí Arabíu hefur beitt neitunarvaldi sínu og ógilt dóm sem féll í landinu á dögunum en þá var kona dæmd til þess að verða húðstrýkt sex sinnum vegna þess að hún gerðist brotleg við lög með því að keyra bíl. Erlent 29.9.2011 07:11
Fær ekki vinnu eftir háskólanám Aldrei hefur gengið eins illa fyrir nýútskrifaða háskólanema í Danmörku að fá vinnu. Þetta kom fram í frétt MetroXpressen í gær. Erlent 29.9.2011 03:00
Egyptar kjósa innan mánaðar Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs. Erlent 29.9.2011 01:30
Boðar kosningar eftir mánuð Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur tilkynnt að kosningar verði haldnar 29. október. Erlent 29.9.2011 01:00
Aflífuð vegna giktarvanda Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð. Erlent 29.9.2011 00:00
Verður jarðaður ásamt Doritos snakkflögum Maðurinn sem fann upp Doritos snakkið, Arch West, lést þann 20. september síðastliðinn. Samkvæmt fréttavef Reuters voru líkamsleifar hans brenndar en útförin fer fram næsta laugardag. Erlent 28.9.2011 21:57
Lambið Jack heldur að það sé fjárhundur - reynir stundum að gelta Breska lambið Jack er ekki eins of flest sauðfé. Hann heldur nefnilega að hann sé fjárhundur. Jack fæddist fyrir hálfu ári síðan. Þegar hann fæddist var hann lítill og veikburða þannig fjölskyldan á bóndabænum, þau Alison Sinstadt og sambýlismaður hennar, Simon Sherwin, ákváðu að taka lambið inn á heimilið og hlúa að því. Erlent 28.9.2011 21:30
Sextán ára piltur myrtur af vampíru-söfnuði Átján ára stúlka sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina WBBH-TV að hún væri vampíra og hefði oft drukkið blóð úr unnusta sínum. Stúlkan, sem heitir Stephanie Pistey, hefur verið ákærð fyrir að lokka sextán ára gamlan dreng inn á heimili í Flórída í júlí síðastliðnum, þar sem hann var laminn til bana af fjórum félögum stúlkunnar. Erlent 28.9.2011 20:30
Ófrjósemi og hjartasjúkdómar Vísindamenn telja sig hafa fundið tengsl milli ófrjósemi og hjartasjúkdóma hjá karlmönnum. Þetta er niðurstaða áratuga langrar rannsóknar sem 135.000 karlmenn tóku þátt í. Erlent 28.9.2011 16:51
Segir Bandaríkjunum standa ógn af Kína Kína er efnahagsleg ógn við Bandaríkin og er einnig að byggja upp her til þess að ógna veru sjóher Bandaríkjamanna í Suður - Kínahafinu, segir Mitt Romney, sem tekur þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar. Erlent 28.9.2011 16:16
Jarðskjálftahrina við Kanaríeyjar Um 150 jarðskjálftar hafa mælst á El-Hierro, minnstu eyju Kanaríeyja. Eyjan er afar vinsæll ferðamannastaður og nú óttast yfirvöld eldgos. Herinn hefur staðið í ströngu í dag við að undirbúa fólksflutninga af eyjunni ef allt fer á versta veg. Í nótt voru 53 einstaklingar beðnir um að yfirgefa hús sín af ótta við aurskriður. Þegar dagaði var ákveðið að öllum skólum á eyjunni yrði lokað í dag. Erlent 28.9.2011 16:02
Styttist í kosningar á Írlandi Það stefnir allt í spennandi forsetakosningar á Írlandi þann 27. október næstkomandi. Aldrei hafa jafn margir frambjóðendur verið á kjörseðlinum en nú - sjö talsins. Þau síðustu til að hljóta samþykki voru þau David Norris og popp stjarnan Dana Rosemary Scallon. Þau sem áður höfðu hlotið samþykki eru þau Sean Gallagher og Mary Davis sem bæði eru í sjálfstæðu framboði. Í framboði fyrir verkamannaflokkinn er Michael D Higgins. Einnig eru Gabriel Mitchell í framboði undir fána Fine Gael ásamt Martin McGuinness fyrir Sinn Féin. Erlent 28.9.2011 15:26
Aðdáendur gráta fráfall Heidi Fésbókarvinir rangeygðu pokarottunnar Heidi og Twitterfylgjendur eru í öngum sínum eftir að það uppgötvaðist að hún væri dáin. Talsmenn dýragarðsins í Leipzig, þar sem hin krúttlega Heidi dvaldi, segja að hún hafi verið lystarlaus og átt erfitt með hreyfingu í allmargar vikur. Því var tekin ákvörðun um að svæfa Heidi svefninum hinsta eftir að tilraunir til að lækna hana fóru út um þúfur, segir AP fréttastofan. Erlent 28.9.2011 15:21
Crepusculum opnar í Frankfurt Í dag opnar sýningin „Crepusculum" í Schirn Kunsthalle Frankfurt. Sýningin er í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Á sýningunni mun listakonan Gabríela Friðriksdóttir vinna með átta íslensk fornhandrit og skapa í kringum þau einstæða umgjörð. Gabríela vinnur með kvikmynda- og hljóðverk, ásamt skúlptúrunum til skapa eina heild með fornritunum. Það má því segja að ný og gömul list mætist í gjörningi Gabríelu. Til gamans má geta er titill verksins fenginn latínu og þýðir ljósaskipti. Erlent 28.9.2011 14:31