Erlent

Obama segir sig vera lítilmagnann

Barack Obama segist vera í stöðu lítilmagnans fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þetta sagði hann í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í dag.

Erlent

Blaðamenn heimsækja Útey

Yfirvöld í Noregi hafa nú í fyrsta sinn gefið blaðamönnum leyfi til að heimsækja Útey. Eyjan hefur verið lokuð síðan Anders Behring Breivik myrti 69 manns þann 22. júlí síðastliðinn.

Erlent

Látinn vísindamaður fær Nóbelsverðlaun

Nóbelsverðlaunavertíðin hófst með heldur leiðinlegi máli þetta árið. Ákveðið var að Ralph Steinman myndi hljóta verðlaunin eftirsóttu í flokki læknisvísinda. Því miður lést Steinman stuttu eftir að nefndin hafði komist að niðurstöðunni.

Erlent

Amanda Knox sýknuð

Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól.

Erlent

Bikiníbombur slógu heimsmet

Fáklæddar konur slógu heimsmet á gullnu ströndinni í Ástralíu í gær. Þar komu 357 konur saman og gengu í skrúðgöngu íklæddar bikiníum. Konurnar gengu tæpa tvo kílómetra eftir ströndinni og komast þær fyrir vikið í heimsmetabók Guinness en aldrei áður hafa fleiri bikiníbombur komið saman í skrúðgöngu. Fyrra metið var sett á Cayman eyjum í júní á síðasta ári en þá voru þáttakendur 331.

Erlent

Áfrýjun Amöndu Knox tekin fyrir í dag

Ítalskur áfrýjunardómstóll kveður síðar í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku skólastúlkunnar Amöndu Knox, sem dæmd var í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana fyrir fjórum árum.

Erlent

Mikill vatnsskortur á Túvalú

Ríkisstjórnin á smáeyjunni Túvalú í Kyrrahafi hefur sent út neyðarkall sökum skorts á ferskvatni á eyjunni. Túvalú er á meðal smæstu ríkja heims en þar búa aðeins ellefu þúsund manns.

Erlent

Perry segir koma til greina að senda herinn til Mexíkó

Rick Perry ríkisstjóri í Texas sem er á meðal þeirra repúblikana sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins segir koma til greina að bandarískir hermenn verði sendir til Mexíkó til þess að berjast við glæpagengin sem þar ráða lögum og lofum. Þetta kom fram í ræðu sem Perry hélt í New Hampshire í gær.

Erlent

Ísrael í hættu á að einangrast enn frekar

Ísrael á það á hættu að einangrast enn frekar frá öðrum þjóðum í miðausturlöndum breyti þeir ekki stefnu sinni gagnvart nágrönnum sínum. Þetta segir Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en hann er nú á ferðalagi þar sem hann hittir leiðtoga Ísraels og Palestínu.

Erlent

Neyðarástand á Filippseyjum

Flóðin á Filippseyjum eru nú í rénun en tveir fellibyljir hafa gengið yfir eyjarnar síðustu daga og hafa sextíu látið lífið í hamförunum. Mikið neyðarástand ríkir þó enn á stórum svæðum og er mikil þörf á mataraðstoð og ferskvatni.

Erlent

Fundu líkamsklukkugenið

Vísindamenn við Salk-stofnunina í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á gen sem virðist stjórna líffræðilegri klukku mannslíkamans. Genið hefur á morgnana framleiðslu á ákveðnu prótíni sem líkaminn fylgist með til að vita hvenær hann á að sofa og vaka. Þá örvar það efnaskipti í líkamanum.

Erlent

Eiginkonan enn í einangrun

Kínastjórn sýnir enga eftirgjöf, nærri ári eftir að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels, hvorki gagnvart norskum stjórnvöldum né eiginkonu verðlaunahafans. „Það hafa ekki orðið miklar breytingar,“ sagði Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í heimsókn sinni hér á landi í síðustu viku þegar hann var spurður um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína sem ríkt hefur undanfarið ár.

Erlent

Fituskattur tekur gildi

Svokallaður fituskattur tók gildi í Danmörku á laugardaginn. Hann er lagður á matvæli á borð við smjör og olíu með það fyrir augum að draga úr neyslu á óhollum mat.

Erlent

Ráðherralistinn lak í fjölmiðla

Búið er að leka til fjölmiðla lista yfir það fólk sem fær ráðherrastóla í ríkisstjórn Danmkerkur, sem verður formlega kynnt á morgun. Helle Thorning-Schmidt verður forsætisráðherra, fyrst kvenna í Danmörku. Hún er formaður Sósíaldemókrataflokksins. Villy Søvndal, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, verður utanríkisráðherra, en Margrethe Vestager, formaður Róttæka vinstriflokksins, verður efnahags- og innanríkisráðherra.

Erlent

Búgarðurinn kemur Perry í bobba

Búgarður í eigu Ricks Perry, frambjóðanda um útnefningu á forsetaefni Repúblikana, virðist ætla að koma honum illa. Nafnið er skrifað á stein sem er við innkeyrsluna að búgarðinum, en nafnið er Niggarafés. Búgarðurinn hafði þetta viðurnefni löngu áður en að Rick Perry og faðir hans keyptu hann snemma á níunda áratugnum. En ekkert var gert til þess að breyta því. Að sögn Washington Post kemur það illa við Perry. Sjálfur var hann spurður út í málið í síðustu viku. Svaraði hann því til að nafnið væri móðgandi, en það ætti ekki að taka því of alvarlega.

Erlent

Flestir mótmælendurnir lausir

Lögreglan í New York hefur látið lausa flesta af þeim 700 sem voru handteknir eftir mótmælin á Brooklyn brúnni í mótmælum í gær. Efnt var til mótmælanna til að vekja athygli á græðgi fyrirtækja. Flestir þeir sem handteknir voru fengu sektir eða var stefnt fyrir rétt. Hópurinn sem stendur að baki mótmælunum segir að þeim verði haldið áfram, jafnvel strax á næsta miðvikudag.

Erlent

Thorning fór á fund drottningar

Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku og verðandi forsætisráðherra, gekk í dag á fund Margrétar Danadrottningar og tilkynnti henni að stjórnarsáttmáli vinstriflokkanna á danska þinginu væri tilbúinn. Þeim væri því ekkert að vanbúnaði að mynda nýja ríkisstjórn.

Erlent

25 hermenn fórust í Jemen

Að minnsta kosti 25 hermenn fórust þegar jemenskar orustuþotur vörpuðu sprengjum á aðsetur hermanna í Abyan héraðinu í suðurhluta landsins í gær. Stjórnvöld í landinu neita því að sprengingarnar hafi átt sér stað. Fullyrt hefur verið að árásarmennirnir séu tengdir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum, en aðrar heimildir herma að þær fullyrðingar séu runnar undan rifjum áróðursmeistara ríkisstjórnarinnar til að tryggja stuðning alþjóðasamfélagsins við ríkjandi stjórnvöld.

Erlent

Ríflega 700 handteknir í mótmælum á Wall Street

Ríflega sjö hundruð mótmælendur voru handteknir á Brooklyn brúnni í New York í gær. Hópurinn var hluti af stærri fylkingu sem gekk yfir brúna frá manhattan, en mótmælendur hafa haldið til nálægt Wall Street í tæpar tvær vikur.

Erlent

Forsetinn verður að styðja alla hermenn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, setti hressilega ofan í við andstæðinga sína í Repúblikanaflokknum í ræðu í gær. Þá sagði hann að hver sá sem ætlaði að verða æðsti yfirmaður Bandaríkjahers yrði að styðja allan herinn, þar á meðal samkynhneigða hermenn. Obama gagnrýndi harðlega frambjóðendur um forsetaútnefningu Repúblikanaflokksins fyrir að hafa orðið kjaftstopp þegar samkynhneigur hermaður spurði frambjóðendur um viðhorf sín í nýlegum kappræðum. Obama sagði að forsetar yrðu að standa með sínu fólki, jafnvel þótt það væri ekki pólitískt þægilegt.

Erlent

Ný ríkisstjórn kynnt á morgun

Ný ríkisstjórn Danmerkur verður kynnt á morgun. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, Margrethe Vestager, leiðtogi Róttæka vinstriflokksins og Villy Søvndal, leiðtogi Sósíalska þjóðaflokksins, hafa náð samkomulagi um stjórnarsáttmála, eftir því sem Ritzau fréttastofan greinir frá.

Erlent

Pilla kemur í veg fyrir drykkjulæti

Hópur bandarískra og ástralskra vísindamanna vinnur nú að þróun pillu sem gerir það kleift að hægt er að innbyrða mikið magn áfengis án þess að missa stjórn á hegðun sinni.

Erlent

Nýtt norskt olíuævintýri

"Nú erum við komnir með lykilinn að svæðinu og þurfum bara að halda áfram.“ Þetta sagði Ashley Heppenstall, forstjóri olíufyrirtækisins Lundin í samtali við fjölmiðla í gær, eftir að rannsóknir fyrirtækisins leiddu í ljós að margfalt meiri olíu má vinna úr svæðinu en talið hafði verið. Fyrra mat gaf til kynna að þar mætti vinna 100 til 400 milljónir tunna af olíu, en nýjar rannsóknir gefa til kynna að þar gætu legið á milli 800 og 1800 milljónir tunna.

Erlent

Gagnrýni á viðbrögð stjórnvalda

Stjórnvöld í Pakistan voru harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við flóðunum í fyrra. Þá fór fimmtungur af öllu landsvæði undir vatn og 18 milljónir manna hröktust af heimilum sínum í verstu flóðum sem sögur fara af.

Erlent

Frambjóðendur á Guðs vegum

Þrátt fyrir að kannanir meðal almennings í Bandaríkjunum sýni að flestir séu þeirrar skoðunar að brýnustu verkefni í bandarískum stjórnmálum lúti að efnahagsmálum og atvinnulífi hefur engu að síður lengi verið sterk skírskotun til trúarmála í málflutningi þarlendra stjórnmálamanna.

Erlent

Norðurslóðir verða í kastljósi heimsins

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það táknrænt að prófessorsstaðan, sem helguð verður norðurslóðarannsóknum, verði í Háskólanum á Akureyri, því þar er helsta miðstöð norðurslóðarannsókna hér á landi.

Erlent

Segir Pútín mesta stjórnmálaskörung landsins

„Pútín er tvímælalaust mesti stjórnmálaskörungur landsins og vinsældir hans mælast meiri,“ sagði Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti í sjónvarpsviðtali, þar sem hann útskýrði þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til forseta næsta kjörtímabil.

Erlent

Norðmenn verða lengi að ná sér

Utanríkisráðherra Noregs segir að umræða um viðkvæm málefni tengd hryðjuverkunum í sumar sé varla byrjuð enn í Noregi. Áleitnar spurningar, eins og til dæmis um muninn á orðum og athöfnum, verði þó að draga fram í dagsljósið og ræða í anda lýðræðisins. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir að Norðmenn verði lengi að ná sér eftir harmleikinn í sumar þegar hryðjuverk einstaklings kostuðu nærri 70 manns lífið, flest ungmenni úr ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins.

Erlent

Hvatti múslima til árása

Tveir bandarískir ríkisborgarar og meðlimir í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum voru í gær vegnir í Jemen. Bandarískar orrustuþotur gerðu árásir á bílalest mannanna.

Erlent