Erlent

Gassamningur Rússlands og Kínverja í nánd

Yfirvöld í Rússlandi greindu frá því í dag að orkusamningur við Kína væri nú langt kominn á leið. Viðskiptasamningurinn markar þáttaskil í samskiptum nágrannaríkjanna. Með samningnum fengi Kína aðgang að tugum milljarða rúmmetra af gasi frá Rússlandi.

Erlent

Fjármálaráðherra Egyptalands segir af sér

Hazem el-Beblawi, fjármálaráðherra Egyptalands, hefur sagt af sér í kjölfar harmleiksins á sunnudaginn, en þar voru 25 mótmælendur drepnir og hundruðir særðust. Beblawi var skipaður fjármálaráðherra af herstjórninni sem tók við stjórn landsins eftir að Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, sagði af sér.

Erlent

Útborgun Grikklands talin líkleg

Alþjóðlegir fjármálaeftirlitsmenn segjast hafa náð samkomulagi við Grikkland varðandi aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl.

Erlent

Bretar og Bandaríkjamenn ráðast gegn sjóræningjum

Utanríkisráðuneyti Ítalíu hefur greint frá því að sjóliðsveitir Bandaríkjamanna og Breta hafi frelsað áhöfn flutningaskipsins Montecristo út fyrir ströndum Sómalíu í dag eftir að sjóræningjar gengu um borð í skipið.

Erlent

Efnahagur Tælands slæmur í kjölfar flóða

Í kjölfar mikilla flóða í Tælandi er talið að landið muni ganga í gegnum miklar efnahagsþrenginar á komandi mánuðum. Sérfræðinga grunar að framtíðarhorfum Tælands svipi mjög til þeirra sem Japanir gengu í gegnum eftir hamfarirnar í mars, fyrr á þessu ári.

Erlent

Sorg í Kaíró

Mikill fjöldi fólks kom saman í Kaíró stuttu fyrir miðnætti í gær til að votta þeim sem féllu í mótmælunum á sunnudaginn virðingu. Talið er að 20.000 manns haf komið saman við kirkju kristna Egypta. Kristnir Egyptar telja herinn bera ábyrgð á ofbeldinu sem er hið versta síðan byltingin hófst fyrir átta mánuðum.

Erlent

Slóvakía kýs um breytingar á evrusjóði

Búist er við að þing Slóvakíu greiði atkvæði í dag um breytingar á björgunarsjóði Evruríkjanna. Breytingarnar eru taldnar vera nauðsynlegar til að kljást við skuldavalda Evrópu.

Erlent

Ratko Mladic með lungnabólgu

Fyrrverandi foringi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefur verið lagður inn á spítala. Talið er að hann þjáist af lungnabólgu. Réttarhöld yfir Mladic fara fram í Haag í Hollandi.

Erlent

Neðansjávareldgos við Kanaríeyjar

Neðansjávareldgos hófst við eyjuna El Hierro, sem tilheyrir Kanaríeyjaklasanum, í gær. Á vefnum Canaries News segir að vísbendingar séu um að eldgosið sé á 2000 metra dýpi á Las Calmas svæðinu. UM 9600 jarðskjálftar hafa verið á El Hierro síðan um miðjan júlí. Sá sterkasti varð á laugardaginn, en hann mældist 4,3 á Richterskvarða.

Erlent

Dánarvottorð Steve Jobs opinberað

Banamein Steve Jobs, fyrrum forstjóra og stofnanda Apple, hefur nú verið opinberað. Samkvæmt dánarvottorði lést Jobs úr andnauð sem orsakaðist vegna meinvarpa. Jobs þjáðist af krabbameini og hafði illkynja æxli í brisi.

Erlent

Júlía Tymoshenko misbeitti valdi sínu

Dómari í Úkraínu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Julía Tymoshenko fyrrverandi forsætisráðherra landsins hafi misbeitt valdi sínu þegar hún skrifaði undir gas samning við Rússa árið 2009.

Erlent

Unnu átján milljarða í lottó

Nöfn hjóna frá Cambridge skíri í Bretlandi verða gerð opinber síðar í dag en á föstudaginn var duttu þau í lukkupottinn og unnu 101 milljón punda í Euromillions lottóinu, eða rúma átján milljarða íslenskra króna. Þau voru ein með allar tölur réttar og teljast nú á meðal ríkustu Englendinga. Til dæmis eru þau einni milljón punda ríkari en poppstjarnan David Bowie. Um er að ræða þriðja stærsta lottóvinning sögunnar í Bretlandi en sá stærsti, 160 milljónir punda féll í skaut skoskra hjóna fyrr á þessu ári.

Erlent

Kosið í Líberíu

Kjörstaðar opnuðu í Líberíu í dag. Þetta er í annað sinn sem kosið er í Líberíu síðan borgarstyrjöldinni lauk árið 2003.

Erlent

Föngum sleppt í Búrma

Yfirvöld í Búrma tilkynntu í morgun að þau ætli að náða 6300 fanga á einu bretti. Ekki er ljóst hve stór hluti þeirra er í fangelsi vegna pólitískra skoðanna sinna en yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að nýstofnuð mannréttindanefnd í landinu hvatti til þess að samviskufangar sem ríkinu stafi ekki hætta af ættu að fá frelsi. Talið er að tvöþúsund pólítískir fangar séu í haldi í Búrma.

Erlent

Danskur liðþjálfi fyrir herrétt

Liðþjálfi í danska hernum hefur verið dreginn fyrir herrétt fyrir að skipa mönnum sínum inn á jarðsprengjusvæði í Afganistan. Atvikið átti sér stað þann þriðja september en þá sprakk sprengja í vegarkanti með þeim afleiðingum að hinn 22 ára gamli Jakob Olsen féll og fjórir félagar hans særðust.

Erlent

Versta umhverfisslys í sögu Nýja-Sjálands

Óttast er að allt að þrjúþúsund tonn af olíu hafi þegar lekið úr tönkum flutningaskipsins Rena sem strandaði við Nýja Sjáland á miðvikudaginn í síðustu viku. Stjórnvöld segja að um versta umhverfisslys í sögu landsins sé að ræða en það gæti þó versnað til muna þar sem tæp 1700 tonn eru eftir af olíu í skipinu. Slæmt veður á svæðinu hefur ennfremur komið í veg fyrir að menn geti dælt olíu af Renu sem er 236 metrar á lengd og í eigu grísks skipafélags.

Erlent

Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni

Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger.

Erlent

Fékk ofgreiddar húsaleigubætur

Lögregluyfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú meint fjársvik Håkans Juholt, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð. Hann hefur í mörg ár fengið fulla greiðslu fyrir búsetu í Stokkhólmi þótt sambýliskona hans hafi búið þar með honum.

Erlent

Ekkert bólar á Gaddafí ennþá

Byltingarmenn í Líbíu hafa fagnað falli Sirte, fæðingarborgar Múammars Gaddfí, þótt hann sjálfur sé enn ekki fundinn. Bardagar geisuðu áfram í borginni, þótt miðbærinn sé fallinn í hendur byltingarmanna.

Erlent

Breyttu nafninu OFC í UFO

Kínverski skyndibitastaðurinn OFC, eða Obama Fried Chicken, hefur skipt um nafn eftir að bandaríska skyndibitakeðjan KFC hótaði að lögsækja staðinn fyrir að stela ímynd fyrirtækisins í viðtali við Washington Post á dögunum.

Erlent

Hljóp maraþon og eignaðist barn sama dag

Hin bandaríska Amber Miller er sennilega það sem flestir myndu kalla ofurkonu. Amber var komin 39 vikur á leið þegar hún ákvað að taka þátt í Chicago maraþoninu sem fram fór í borginni í gær.

Erlent

Sólarorka að nóttu til

Vísindamenn á vegum Spánar og Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna hafa reist fyrstu sólarorkustöðina sem starfar allan sólarhringinn.

Erlent

Segjast ekki hafa notað Trójuhest

Innanríkisráðuneyti Þýskalands þvertekur fyrir að forriti hafi verið komið fyrir í tölvum Þjóðverja í þeim tilgangi að njósna um þá. Það voru samtök tölvuhakkara sem segjast hafa fengið forritið í hendurnar og komist að því að það væri skrifað af Þýska ríkinu.

Erlent