Erlent

Fyrirsæta gekk á flugvélaskrúfu

Fyrirsætan Lauren Scruggs er í stöðugu ástandi eftir að hún gekk á virka flugvélaskrúfu í Texas. Atvikið átti sér stað fyrir tveimur dögum og hafa læknar nú staðfest að Scruggs geti hreyft hendur sínar og fætur. Ekki er vitað hvort að hún muni hljóta varanlegar heilaskemmdir.

Erlent

Fjarvera Pakistans vekur athygli

Fjarvera fulltrúa frá Pakistan setti svip sinn á alþjóðlega ráðstefnu um framtíð Afganistans, sem haldin var í Þýskalandi í gær. „Það er óheppilegt að þeir tóku ekki þátt,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég reikna með að Pakistanar muni taka þátt í framhaldinu og við reiknum með að þeir gegni uppbyggilegu hlutverki.“

Erlent

Vísindamenn uppgötva nýja Jörð

Vísindamenn hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna telja sig hafa fundið plánetu sem sé afar lík Jörðinni. Plánetan er í hentugri fjarlægð frá fylgdarstjörnu sinni og er í ákjósanlegri stærð.

Erlent

Seta eykur fitumyndun

Nýleg rannsókn gefur til kynna að langvarandi þrýstingur á rasskinnar og mjaðmir geti orsakað allt að 50% meiri fitu á þessum stöðum.

Erlent

Norðmenn í smjörklípu

Hálft kíló af smjöri er selt á 300 norskar krónur á Internetinu í Noregi. Ástæaðn er sú að Norðmenn skortir hreinlega smjör fyrir jólin. Þar hefur smjör verið ofnotað gríðarlega og eftirspurnin verið margfalt meiri en framboðið á því.

Erlent

Segir Rauðu Khmerana hafa verið góða gæja

Nuon Chea, sem var næstráðandi hjá Rauðu Khmerunum, sagði í dag að hann og aðrir liðsmenn í Rauðu Khmernunum væru ekki slæmir menn. Hann neitaði því að Rauðu Khmerarnir bæru ábyrgð á láti 1,7 milljón manna á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir Chea í dag.

Erlent

Má áfrýja til Hæstaréttar

Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarvefsins WikiLeaks, er heimilt að áfrýja til Hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun breskra dómstóla að hann verði framseldur til Svíþjóðar. Yfirréttur í London komst að þessari niðurstöðu í dag. Assange hefur hingað til haldið sig í Bretlandi og varist framsalsbeiðninni fyrir breskum dómstólum. Assange var kærður fyrir að hafa nauðgað tveimur stúlkum í Svíþjóð í fyrra og vilja sænsk yfirvöld yfirheyra hann vegna kærunnar.

Erlent

Kerti menga meira en fjölmennar umferðaræðar

Bruni frá einu stöku kerti veldur margfalt meiri mengun innanhús en er til staðar á fjölförnum umferðaræðum. Í frétt um málið í Politiken segir að samkvæmt mælingum gefur brennandi kerti frá sér nær áttfalt meira af hárfínum sótögnum en umferðin á H.C. Andersen breiðgötunni í Kaupmannahöfn.

Erlent

Neyðarástand í Perú vegna gullnámu

Ollanta Humala forseti Perú hefur lýst yfir neyðarástandi í norðurhluta landsins þar sem bitur mótmæli hafa staðið yfir gegn nýrri gullnámu í héraðinu Cajamarca.

Erlent

Örlagarík vika í sögu evrusvæðisins hafin

Örlagarík vika í sögu evrusvæðisins er hafin. Í dag munu þau Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti funda til að ná samkomulagi um leiðir til að berja niður skuldakreppuna sem ríkt hefur á evrusvæðinu.

Erlent

Flokkur Putin hélt meirihluta sínum í Dúmunni

Úrslit þingkosninganna í Rússlandi eru áfall fyrir Valdimir Putin forsætisráðherra Rússlands og flokk hans Sameinað Rússland. Þegar búið er að telja yfir 90% atkvæða er samt ljóst að flokkurinn heldur meirihluta sínum í Dúmunni, neðri deild þingsins.

Erlent

Vill rannsókn á Sýrlandsstjórn

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, vill að Alþjóðlegi sakadómstóllinn taki mannréttindabrot sýrlenskra stjórnvalda til rannsóknar. Pillay kynnti á fundi mannréttindaráðs SÞ á föstudag nýjar upplýsingar um framferði sýrlenskra stjórnvalda gagnvart mótmælendum, þar sem meðal annars kemur fram að meira en fjögur þúsund manns hafi verið drepnir undanfarna mánuði, þar af að minnsta kosti 307 á barnsaldri.- gb

Erlent

Jonah Mowry þakkar fyrir sig

Jonah Mowry, unglingurinn sem fangaði hjörtu netnotenda um allan heim eftir að myndband sem hann setti á netið í ágúst fór á ótrúlegt flug, hefur nú birt nýtt myndskeið á YouTube. Þar þakkar hann bloggaranum Perez Hilton sýndan stuðning en hann hefur strítt við einelti í langan tíma. Bloggarinn Perez Hilton, sem nýtur gríðarlegra vinsælda og hefur lengi talað gegn einelti, benti á myndband Jonah og eftir það fór boltinn að rúlla.

Erlent

Strokufangi í djúpum skít

Þegar lögreglan í Chicago náði loksins í skottið á strokufanga sem hafði verið á flótta eftir að hafa brotist út úr fangaflutningabíl þurfti ekki að segja honum að hann væri í djúpum skít. Hann var það nefnilega. Dagblaðið Herald-News greinir frá því að hinum 37 ára gamla Cesar Sanhcez hafi tekist að fara huldu höfði í nokkra klukkutíma. Leitarhundar voru kallaðir út og eftir nokkra leit runnu þeir á lyktina.

Erlent

Risapöndur flytja til Skotlands

Risapöndurnar Tian Tian og Yang Guang hafa flust búferlum og munu eyða næstu tíu árum í það minnsta í dýragarðinum í Edinborg í Skotlandi. Þær eru fyrstu pöndurnar í breskum dýragarði í sautján ár og hefur koma þeirra vakið mikla athygli í nýja heimalandinu. Þær voru fluttar í dag með flugvél frá Kína og tók flugferðin níu tíma. Á leiðinni gæddu þær sér á bambus, eplum, og gulrótum en með í för voru dýralæknir og tveir starfsmenn dýragarðsins. Varaforsætisráðherra Bretlands, Nick Clegg, segir að koma dýranna sé vitnisburður um gott samband Breta og Kínverja.

Erlent

Þúsundir Þjóðverja fluttir á brott vegna sprengju sem fannst í Koblenz

Tugþúsundir íbúa þýsku borgarinnar Koblenz hafa verið fluttir af heimilum sínum eftir að risastór ósprungin sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í ánni Rín sem rennur í gegnum borgina. Um 45 þúsund manns þurftu að yfirgefa borgina en í dag á að reyna að aftengja sprengina sem er tæp tvö tonn af þyngd en henni var varpað á borgina af breskri sprengjuflugvél á sínum tíma.

Erlent