Erlent Náttúruundur fylgdu fráfalli Kim Jong-il Enn syrgja íbúar Norður-Kóreu en nú eru þrír dagar liðnir síðan tilkynnt var um fráfall Kim Jong-il, einræðisherra og andlegs leiðtoga kjarnorkuveldisins. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa nú birt ótrúlegar lýsingar á náttúrufyrirbærum sem áttu sér stað þegar leiðtoginn féll frá. Erlent 22.12.2011 10:30 Amagermaðurinn í lífstíðarfangelsi Marcel Lychau Hansen, 46 ára gamall karlmaður sem danskir fjölmiðlar kalla Amagermanninn, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun fyrir tvö morð og fjölmargar nauðganir. Þegar Jacob Scherfig, aðaldómari í málinu, las upp dóminn var klappað í réttarsalnum. Á meðal þeirra sem voru samankomnir í réttarsalnum voru nokkrir þeirra sem hinn dæmdi hafði ráðist á. Það var undirréttur í Kaupmannahöfn sem kvað upp dóminn. Erlent 22.12.2011 10:13 Staðfesta sakhæfismatið á Breivik Nefnd réttargeðlækna, sem hafði það hlutverk að yfirfara geðlæknismatið á Anders Breivik fjöldamorðingja, gerir engar efnislegar athugasemdir við við matið. Áður höfðu réttargeðlæknar, sem töluðu við Breivik og mátu sakhæfi hans, komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur sökum geðveiki. Erlent 22.12.2011 09:52 Óskarinn fyrir Citizen Kane fór á hundrað milljónir Óskarsverðlaunastyttan sem Orson Welles fékk fyrir að skrifa handritið að kvikmyndinni Citizen Kane árið 1941 seldist á uppboði í Kalíforníu í gær á 850 þúsund dollara eða rúmar hundrað milljónir króna. Erlent 22.12.2011 09:02 Finnar kyrrsetja skip: Patriot flaugar merktar sem flugeldar Hafnaryfirvöld í finnsku borginni Kotka hafa stöðvað för flutningaskips sem siglir undir fána eyjarinnar Manar. Skipið var á leið til Kína en um borð fundust bandarískar Patriot eldflaugar og öflugt sprengjuefni. Innanríkisráðherra Finnlands segir að í farmskrá hafi eldflaugarnar, sem eru af fullkominni gerð, verið skráðar sem flugeldar. Skipið, sem heitir MS Thor Liberty, var að koma frá Þýskalandi. Erlent 22.12.2011 08:11 Mannskæðar árásir í Írak Að minnsta kosti átján létust og fimmtán eru særðir eftir röð sprengjuárása í Bagdad í Írak í morgun. Tvær vegasprengjur sprungu í einu héraðinu á meðan bílsprengja olli usla í öðru. Árásir af þessu tagi eru enn algengar í Írak þótt dregið hafi töluvert úr ofbeldinu þar í landi síðustu misserin. Erlent 22.12.2011 08:08 Eftirlitsmenn Arababandalagsins til Sýrlands Sérskipaðir eftirlitsmenn frá Arababandalaginu kom líklegast til Sýrlands í dag en þeim er falið að fylgjast með þróun mála í landinu og er vonast til að vera þeirra þar dragi úr átökunum sem þar hafa geisað síðustu mánuði. Erlent 22.12.2011 08:07 Evrópuríki mega rukka Evrópudómstóllinn hefur hafnað rökum bandarískra og kanadískra flugfélaga, sem kærðu evrópsk stjórnvöld fyrir að leggja kolefnisgjald á flug til Evrópu. Erlent 22.12.2011 08:00 Hvatt til neyðarfundar hjá SÞ Sýrlenskir stjórnarandstæðingar hvetja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að koma saman til neyðarfundar vegna blóðbaðsins í Sýrlandi, sem sagt er hafa náð nýjum hæðum á allra síðustu dögum. Erlent 22.12.2011 06:00 Íraksstjórn vill fá Hashemi afhentan Spenna milli þjóðernishópanna þriggja í Írak magnast á ný, strax og Bandaríkjaher yfirgefur landið. Forsætisráðherrann, sem er sjía-múslimi, krefst þess að kúrdar láti af hendi aðstoðarforsætisráðherrann, sem er súnní-múslimi. Erlent 22.12.2011 05:15 Á að vinna gegn kreppunni Seðlabanki Evrópusambandsins skrúfaði í gær frá lánakrönum sínum og útvegaði 523 evrópskum bönkum lán upp á samtals 489,2 milljarða evra, í von um að geta með þessu liðkað verulega fyrir viðskiptum á evrusvæðinu. Þessi fjárhæð samsvarar 78.000 milljörðum króna. Erlent 22.12.2011 01:00 Gefa von um líf úti í geimnum Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið tvær reikistjörnur utan okkar sólkerfis sem eru svipaðar Jörðinni að stærð. Þetta er í fyrsta sinn sem plánetur af slíkri stærð finnast og gefa von um að líf sé að finna á fjarlægum hnöttum. Erlent 21.12.2011 23:45 Kærður fyrir manndráp eftir að hafa látið bróður sinn borða kókaín Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp en hann er grunaður um að hafa sannfært bróður sinn um að borða tæplega 30 grömm af kókaíni. Erlent 21.12.2011 23:30 Tekin í röð dýrlinga eftir að 11 ára piltur læknaðist Hinn 11 ára Jake Finkbonner þjáðist af undarlegri holdétandi bakteríusýkingu og var nær dauða en lífi í nokkra mánuði. Eftir að Jake læknaðist á undraverðan máta hefur Vatíkanið nú ákveðið að kona frá 17. öld verði fyrsti ameríski dýrlingurinn af indjánaættum. Erlent 21.12.2011 22:30 Kórsöngur í boði Svarthöfða Lokaprófin geta tekið á og þegar jólin nálgast gefst nemendum sjaldnast tími til njóta jólaandans. Nemendur við Tækniháskólanum í Algonquin ákváðu að ljá prófatímabilinu smá jólastemningu og fengu Svarthöfða til stjórna kórsöng. Erlent 21.12.2011 22:00 Eignaðist barn með tvö höfuð og er í skýjunum Brasilísk kona sem eignaðist barn með tvö höfuð er hæst ánægð með nýja fjölskyldumeðliminn. Í anda jólanna skýrði hún piltinn - eða piltana - Jesus og Emanoel. Erlent 21.12.2011 21:30 Halda gleðileg jól á sporbraut um jörðu Eldflaug með þrjá geimfara var skotið á loft í Kasakstan í dag. Skotið heppnaðist afar vel og var flaugin komin á sporbraut um jörðu nokkrum mínútum seinna. Erlent 21.12.2011 20:30 Heimilislausir deyja þrjátíu árum fyrr en aðrir Heimilislaust fólk í Bretlandi má búast við því að lifa þrjátíu árum skemur en meðal einstaklingurinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Sheffield háskóla á lífslíkum heimilislausra sem unnin var fyrir hjálparsamtökin Crisis. Erlent 21.12.2011 15:41 Uppreisnarmenn biðla til Sameinuðu Þjóðanna Talið er að um 250 manns hafi látist í átökum öryggissveita og uppreisnarmanna í Sýrlandi á síðustu dögum. Stærsti andspyrnuhópur landsins biðlar til Sameinuðu Þjóðanna um að bregðast við ofbeldinu. Erlent 21.12.2011 14:29 Bóluefni gegn HIV bráðlega prófað á mönnum Kanadískir vísindamenn hafa fengið grænt ljós á að prófa bóluefni sem þeir hafa þróað gegn HIV veirunni á mönnum. Verkefnið mun að sögn Sky fréttastofunnar hefjast í næsta mánuði en bandaríska lyfjaeftirlitið veitti leyfið. Erlent 21.12.2011 13:46 Þúsundir vottuðu Havel virðingu sína Þúsundir Tékka gengu í dag á eftir líkkistu Vaclavs Havels fyrrverandi forseta landsins þegar kistan var flutt í Prag-kastala þar sem hún verður fram að útför Havels næstkomandi föstudag. Erlent 21.12.2011 13:33 Sænskir blaðamenn fundnir sekir í Eþíópíu Eþíópskir dómstólar hafa fundið tvo sænska karlmenn seka um stuðning við hryðjuverk. Blaðamennirnir Johan Persson og Martin Schibbye voru handsamaðir fyrir sex mánuðum í átökum uppreisnarmanna og hersveita í landinu. Erlent 21.12.2011 13:13 Ferðmannaaukning á heimsendaári í Mexíkó Sumir trúa því að Mayar hafi spáð fyrir um heimsenda þann 21. desember á næsta ári. En ólíkt áhugamönnum um dómsdag hafa íbúar í hjarta fornu Maya-byggðarinnar hafið 12 mánaða fögnuð þar sem menningarheims Maya er minnst. Erlent 21.12.2011 11:46 Demjanjuk fær ekki bandarískan ríkisborgararétt Dómstóll í Bandaríkjunum hefur neitað stríðsglæpamanninum John Demjanjuk um að endurheimta bandarískan ríkisborgararétt sinn. Erlent 21.12.2011 11:10 Þúsundir Dana keyra drukknir hvern dag Rúmlega 10.000 manns aka undir áhrifum áfengis á degi hverjum í Danmörku að því er fram kemur í nýrri könnun og danskir miðlar segja frá. Erlent 21.12.2011 11:00 Prestur drekkti systur sinni í særingu Prestur var handtekinn í Bólivíu eftir að særingarathöfn fór úr skorðum. Talið er að maðurinn hafi drekkt systur sinni þegar hann reyndi að særa út illan anda. Erlent 21.12.2011 10:40 Fyrsta sýnishornið úr The Hobbit opinberað Tolkien aðdáendur víða um fagna því fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni The Hobbit hefur verið opinberað. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut Hringadrottinssaga gríðarlega vinsælda. Erlent 21.12.2011 10:09 Árið gert upp hjá Youtube Það var margt sem gerðist á árinu 2011. Margt af því náðist á myndband og hefur nú ein Youtube.com, ein vinsælasta síða í heiminum tekið saman það helsta sem hlaðið var inn á síðuna á árinu. Erlent 21.12.2011 10:00 Filipseyingar hefja enduruppbyggingu Íbúar á hamfarasvæðunum í Filippseyjum hófu í dag að endurreisa heimili sín og innviði samfélags síns eftir að hitabeltisstormurinn Washi reið yfir landið um helgina. Tala látinna er nú kominn yfir 1.000 manns og enn er margra saknað. Erlent 21.12.2011 09:49 Sonurinn sagður vera goðumlíkur leiðtogi Kim Jong-un tekur við einu einangraðasta og fátækasta ríki heims af föður sínum. Her landsins er hins vegar fjölmennur og Norður-Kórea telst formlega vera kjarnorkuveldi, þótt lítið sé vitað um raunverulega getu landsins í hernaði. Erlent 21.12.2011 09:00 « ‹ ›
Náttúruundur fylgdu fráfalli Kim Jong-il Enn syrgja íbúar Norður-Kóreu en nú eru þrír dagar liðnir síðan tilkynnt var um fráfall Kim Jong-il, einræðisherra og andlegs leiðtoga kjarnorkuveldisins. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa nú birt ótrúlegar lýsingar á náttúrufyrirbærum sem áttu sér stað þegar leiðtoginn féll frá. Erlent 22.12.2011 10:30
Amagermaðurinn í lífstíðarfangelsi Marcel Lychau Hansen, 46 ára gamall karlmaður sem danskir fjölmiðlar kalla Amagermanninn, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun fyrir tvö morð og fjölmargar nauðganir. Þegar Jacob Scherfig, aðaldómari í málinu, las upp dóminn var klappað í réttarsalnum. Á meðal þeirra sem voru samankomnir í réttarsalnum voru nokkrir þeirra sem hinn dæmdi hafði ráðist á. Það var undirréttur í Kaupmannahöfn sem kvað upp dóminn. Erlent 22.12.2011 10:13
Staðfesta sakhæfismatið á Breivik Nefnd réttargeðlækna, sem hafði það hlutverk að yfirfara geðlæknismatið á Anders Breivik fjöldamorðingja, gerir engar efnislegar athugasemdir við við matið. Áður höfðu réttargeðlæknar, sem töluðu við Breivik og mátu sakhæfi hans, komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur sökum geðveiki. Erlent 22.12.2011 09:52
Óskarinn fyrir Citizen Kane fór á hundrað milljónir Óskarsverðlaunastyttan sem Orson Welles fékk fyrir að skrifa handritið að kvikmyndinni Citizen Kane árið 1941 seldist á uppboði í Kalíforníu í gær á 850 þúsund dollara eða rúmar hundrað milljónir króna. Erlent 22.12.2011 09:02
Finnar kyrrsetja skip: Patriot flaugar merktar sem flugeldar Hafnaryfirvöld í finnsku borginni Kotka hafa stöðvað för flutningaskips sem siglir undir fána eyjarinnar Manar. Skipið var á leið til Kína en um borð fundust bandarískar Patriot eldflaugar og öflugt sprengjuefni. Innanríkisráðherra Finnlands segir að í farmskrá hafi eldflaugarnar, sem eru af fullkominni gerð, verið skráðar sem flugeldar. Skipið, sem heitir MS Thor Liberty, var að koma frá Þýskalandi. Erlent 22.12.2011 08:11
Mannskæðar árásir í Írak Að minnsta kosti átján létust og fimmtán eru særðir eftir röð sprengjuárása í Bagdad í Írak í morgun. Tvær vegasprengjur sprungu í einu héraðinu á meðan bílsprengja olli usla í öðru. Árásir af þessu tagi eru enn algengar í Írak þótt dregið hafi töluvert úr ofbeldinu þar í landi síðustu misserin. Erlent 22.12.2011 08:08
Eftirlitsmenn Arababandalagsins til Sýrlands Sérskipaðir eftirlitsmenn frá Arababandalaginu kom líklegast til Sýrlands í dag en þeim er falið að fylgjast með þróun mála í landinu og er vonast til að vera þeirra þar dragi úr átökunum sem þar hafa geisað síðustu mánuði. Erlent 22.12.2011 08:07
Evrópuríki mega rukka Evrópudómstóllinn hefur hafnað rökum bandarískra og kanadískra flugfélaga, sem kærðu evrópsk stjórnvöld fyrir að leggja kolefnisgjald á flug til Evrópu. Erlent 22.12.2011 08:00
Hvatt til neyðarfundar hjá SÞ Sýrlenskir stjórnarandstæðingar hvetja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að koma saman til neyðarfundar vegna blóðbaðsins í Sýrlandi, sem sagt er hafa náð nýjum hæðum á allra síðustu dögum. Erlent 22.12.2011 06:00
Íraksstjórn vill fá Hashemi afhentan Spenna milli þjóðernishópanna þriggja í Írak magnast á ný, strax og Bandaríkjaher yfirgefur landið. Forsætisráðherrann, sem er sjía-múslimi, krefst þess að kúrdar láti af hendi aðstoðarforsætisráðherrann, sem er súnní-múslimi. Erlent 22.12.2011 05:15
Á að vinna gegn kreppunni Seðlabanki Evrópusambandsins skrúfaði í gær frá lánakrönum sínum og útvegaði 523 evrópskum bönkum lán upp á samtals 489,2 milljarða evra, í von um að geta með þessu liðkað verulega fyrir viðskiptum á evrusvæðinu. Þessi fjárhæð samsvarar 78.000 milljörðum króna. Erlent 22.12.2011 01:00
Gefa von um líf úti í geimnum Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið tvær reikistjörnur utan okkar sólkerfis sem eru svipaðar Jörðinni að stærð. Þetta er í fyrsta sinn sem plánetur af slíkri stærð finnast og gefa von um að líf sé að finna á fjarlægum hnöttum. Erlent 21.12.2011 23:45
Kærður fyrir manndráp eftir að hafa látið bróður sinn borða kókaín Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp en hann er grunaður um að hafa sannfært bróður sinn um að borða tæplega 30 grömm af kókaíni. Erlent 21.12.2011 23:30
Tekin í röð dýrlinga eftir að 11 ára piltur læknaðist Hinn 11 ára Jake Finkbonner þjáðist af undarlegri holdétandi bakteríusýkingu og var nær dauða en lífi í nokkra mánuði. Eftir að Jake læknaðist á undraverðan máta hefur Vatíkanið nú ákveðið að kona frá 17. öld verði fyrsti ameríski dýrlingurinn af indjánaættum. Erlent 21.12.2011 22:30
Kórsöngur í boði Svarthöfða Lokaprófin geta tekið á og þegar jólin nálgast gefst nemendum sjaldnast tími til njóta jólaandans. Nemendur við Tækniháskólanum í Algonquin ákváðu að ljá prófatímabilinu smá jólastemningu og fengu Svarthöfða til stjórna kórsöng. Erlent 21.12.2011 22:00
Eignaðist barn með tvö höfuð og er í skýjunum Brasilísk kona sem eignaðist barn með tvö höfuð er hæst ánægð með nýja fjölskyldumeðliminn. Í anda jólanna skýrði hún piltinn - eða piltana - Jesus og Emanoel. Erlent 21.12.2011 21:30
Halda gleðileg jól á sporbraut um jörðu Eldflaug með þrjá geimfara var skotið á loft í Kasakstan í dag. Skotið heppnaðist afar vel og var flaugin komin á sporbraut um jörðu nokkrum mínútum seinna. Erlent 21.12.2011 20:30
Heimilislausir deyja þrjátíu árum fyrr en aðrir Heimilislaust fólk í Bretlandi má búast við því að lifa þrjátíu árum skemur en meðal einstaklingurinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Sheffield háskóla á lífslíkum heimilislausra sem unnin var fyrir hjálparsamtökin Crisis. Erlent 21.12.2011 15:41
Uppreisnarmenn biðla til Sameinuðu Þjóðanna Talið er að um 250 manns hafi látist í átökum öryggissveita og uppreisnarmanna í Sýrlandi á síðustu dögum. Stærsti andspyrnuhópur landsins biðlar til Sameinuðu Þjóðanna um að bregðast við ofbeldinu. Erlent 21.12.2011 14:29
Bóluefni gegn HIV bráðlega prófað á mönnum Kanadískir vísindamenn hafa fengið grænt ljós á að prófa bóluefni sem þeir hafa þróað gegn HIV veirunni á mönnum. Verkefnið mun að sögn Sky fréttastofunnar hefjast í næsta mánuði en bandaríska lyfjaeftirlitið veitti leyfið. Erlent 21.12.2011 13:46
Þúsundir vottuðu Havel virðingu sína Þúsundir Tékka gengu í dag á eftir líkkistu Vaclavs Havels fyrrverandi forseta landsins þegar kistan var flutt í Prag-kastala þar sem hún verður fram að útför Havels næstkomandi föstudag. Erlent 21.12.2011 13:33
Sænskir blaðamenn fundnir sekir í Eþíópíu Eþíópskir dómstólar hafa fundið tvo sænska karlmenn seka um stuðning við hryðjuverk. Blaðamennirnir Johan Persson og Martin Schibbye voru handsamaðir fyrir sex mánuðum í átökum uppreisnarmanna og hersveita í landinu. Erlent 21.12.2011 13:13
Ferðmannaaukning á heimsendaári í Mexíkó Sumir trúa því að Mayar hafi spáð fyrir um heimsenda þann 21. desember á næsta ári. En ólíkt áhugamönnum um dómsdag hafa íbúar í hjarta fornu Maya-byggðarinnar hafið 12 mánaða fögnuð þar sem menningarheims Maya er minnst. Erlent 21.12.2011 11:46
Demjanjuk fær ekki bandarískan ríkisborgararétt Dómstóll í Bandaríkjunum hefur neitað stríðsglæpamanninum John Demjanjuk um að endurheimta bandarískan ríkisborgararétt sinn. Erlent 21.12.2011 11:10
Þúsundir Dana keyra drukknir hvern dag Rúmlega 10.000 manns aka undir áhrifum áfengis á degi hverjum í Danmörku að því er fram kemur í nýrri könnun og danskir miðlar segja frá. Erlent 21.12.2011 11:00
Prestur drekkti systur sinni í særingu Prestur var handtekinn í Bólivíu eftir að særingarathöfn fór úr skorðum. Talið er að maðurinn hafi drekkt systur sinni þegar hann reyndi að særa út illan anda. Erlent 21.12.2011 10:40
Fyrsta sýnishornið úr The Hobbit opinberað Tolkien aðdáendur víða um fagna því fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni The Hobbit hefur verið opinberað. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut Hringadrottinssaga gríðarlega vinsælda. Erlent 21.12.2011 10:09
Árið gert upp hjá Youtube Það var margt sem gerðist á árinu 2011. Margt af því náðist á myndband og hefur nú ein Youtube.com, ein vinsælasta síða í heiminum tekið saman það helsta sem hlaðið var inn á síðuna á árinu. Erlent 21.12.2011 10:00
Filipseyingar hefja enduruppbyggingu Íbúar á hamfarasvæðunum í Filippseyjum hófu í dag að endurreisa heimili sín og innviði samfélags síns eftir að hitabeltisstormurinn Washi reið yfir landið um helgina. Tala látinna er nú kominn yfir 1.000 manns og enn er margra saknað. Erlent 21.12.2011 09:49
Sonurinn sagður vera goðumlíkur leiðtogi Kim Jong-un tekur við einu einangraðasta og fátækasta ríki heims af föður sínum. Her landsins er hins vegar fjölmennur og Norður-Kórea telst formlega vera kjarnorkuveldi, þótt lítið sé vitað um raunverulega getu landsins í hernaði. Erlent 21.12.2011 09:00