Erlent

Prestur drekkti systur sinni í særingu

Presturinn sagði að systir sín hefði verið andsetin af illum anda.
Presturinn sagði að systir sín hefði verið andsetin af illum anda. mynd/AFP
Prestur var handtekinn í Bólivíu eftir að særingarathöfn fór úr skorðum. Talið er að maðurinn hafi drekkt systur sinni þegar hann reyndi að særa út illan anda.

Fórnarlambið var átján ára gömul stúlka en samkvæmt yfirvöldum í Bólivíu var hún systir prestsins.

Presturinn hefur viðurkennt að hafa framkvæmt særinguna og sagði systur sína hafa verið andsetna af illum anda. Hann sagði að athöfnin hefði gengið of langt.

Talið er að stúlkan hafi drukknað í baðkari á heimili sínu eftir að presturinn reyndi að hreinsa sál hennar. Presturinn sagði að djöfullegur andi hafi yfirtekið sig og hafi neytt sig til að þrýsta stúlkunni ofan í vatnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×