Erlent

Þúsundir vottuðu Havel virðingu sína

Mynd/AP
Þúsundir Tékka gengu í dag á eftir líkkistu Vaclavs Havels fyrrverandi forseta landsins þegar kistan var flutt í Prag-kastala þar sem hún verður fram að útför Havels næstkomandi föstudag.

Tékkar syrgja Havel mjög en hann leiddi þá í byltingu gegn kommúnistastjórninni í landinu árið 1989 og var í kjölfarið kjörinn forseti, fyrst í Tékkóslóvakíu og síðan eftir að landið skiptist í tvennt, í Tékklandi. Hann lét af embætti árið 2003.

Búist er við fjölda tiginna gesta við útförina sem verður fyrsta opinbera útförin sem fram fer í landinu frá því það fékk sjálfstæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×