Erlent

Demjanjuk fær ekki bandarískan ríkisborgararétt

Demjanjuk var veitt frelsi í maí á þessu ári af dómstólum í Munich.
Demjanjuk var veitt frelsi í maí á þessu ári af dómstólum í Munich. mynd/AFP
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur neitað stríðsglæpamanninum John Demjanjuk um að endurheimta bandarískan ríkisborgararétt sinn.

Demjanjuk fór fram á að hann fengi bandarískan ríkisborgararétt á ný eftir að ný gögn komu fram í máli hans. Hann sagði að hluti málsgagna hefði verið falsaður. Dómari í málinu komst þó að þeirri niðurstöðu að opinber skjöl Nasista sem bendluðu hann við útrýmingabúðirnar Sobibor væru traust.

Demjanjuk var sakaður um að hafa verið fangavörður í útrýmingarbúðunum Sobibor í Póllandi. Hann var ákærður fyrir að hafa aðstoðað Nasista við morðin á rúmlega 28.000 gyðingum. Engin sönnunargögn voru til staðar til að tengja Demjanjuk við ákveðinn glæp en sækjendur töldu að vera hans í útrýmingarbúðunum þýddi að hann hefði verið þátttakandi í morðunum.

Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í morðunum.

Demjanjuk hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×