Erlent

Afganar mótmæla bókabrennu

Meira en tvö þúsund fokreiðir Afganar mótmæltu fyrir utan flugstöð Bandaríkjahers í Bagram, skammt norðan við höfuðborgina Kabúl.

Erlent

Uppskrift að smíði Helstirnis

Helstirnið úr Stjörnustríðsmyndunum myndi kosta um einn milljarð milljarða króna. Það myndi taka 833.315 ár að framleiða stálið sem þyrfti í smíði geimstöðvarinnar.

Erlent

Sökkti fljótandi skemmtistað

Risavaxnar íshellur sem borist hafa niður eftir Dóná í Serbíu hafa valdið talsverðu tjóni á bátum og bryggjum. Hundruð báta hafa skemmst og fljótandi skemmtistaður sem var þekkt kennileiti í Belgrad sökk eftir að íshrönglið lenti á honum.

Erlent

Saksóknari vill dauðarefsingu

Saksóknari í máli Hosní Múbarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, krafðist þess í lokaræðu sinni við réttarhöldin að hann verði dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa lögreglu og öryggissveitum að beita vopnum gegn mótmælendum.

Erlent

Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sent liðsauka að borginni Homs, sem verið hefur höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu undanfarna mánuði. Það þykir benda til þess að linnulausum sprengjuárásum á borgina verði fylgt eftir með innrás hersins, á sama tíma og Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi í landinu.

Erlent

Boðar stórfellda vígvæðingu

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lofar því að kaupa ógrynnin öll af nýjum vopnum fyrir rússneska herinn verði hann kosinn forseti landsins á ný.

Erlent

Andófsmaður verður forseti

Joachim Gauck, 72 ára fyrrverandi prestur og fyrrverandi austur-þýskur andófsmaður, tekur við af Christian Wulff sem forseti Þýskalands.

Erlent

The Simpsons nær sögulegum áfanga

Sjónvarpsþátturinn The Simpsons skráði sig endanlega í sögubækurnar á sunnudaginn þegar 500. þátturinn var frumsýndur. Aðgerðarsinninn Julian Assange var gestaleikari.

Erlent

"Myndasprengjan" heyrir sögunni til

Flestir hafa lent í því þegar óvelkomnir einstaklingar ganga inn í ljósmyndaranna þegar mynd er tekin. Sænskt fyrirtæki hefur hannað smáforrit sem kemur í veg fyrir þetta með því að eyða viðkomandi úr rammanum.

Erlent

Fimm ára gömul og föst í líkama drengs

Zach Avery var þriggja ára þegar hann áttaði sig á að hann væri stúlka föst í líkama drengs. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa staðfest að Zach þjáist af kynáttunarvanda.

Erlent

"Blettaskallinn hvatti mig áfram"

Hjólreiðakonan Joanna Rowsell ákvað að sleppa hárkollunni þegar hún tók við gullverðlaunum í Róm um helgina. Joanna þjáist af blettaskalla og hefur þurft að fela heilkennið fyrir umheiminum.

Erlent

NASA birtir myndir af skýstrók á sólinni

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt myndir af skýstrók sem gekk yfir yfirborð sólarinnar. Skýstrókurinn var stærri en Jörðin og teygði anga sína þúsundir kílómetra út í geiminn.

Erlent

Joachim Gauck verður forseti Þýskalands

Angela Merkel kanslari Þýskalands tilkynnti í gærkvöldi að Joachim Gauck yrði næsti forseta Þýskalands. Gauk tekur við embættinu af Christian Wulff sem sagði af sér fyrir helgina vegna lánahneykslis.

Erlent