Erlent

"Myndasprengjan" heyrir sögunni til

Flestir hafa lent í því þegar óvelkomnir einstaklingar ganga inn í ljósmyndaranna þegar mynd er tekin. Sænskt fyrirtæki hefur hannað smáforrit sem kemur í veg fyrir þetta með því að eyða viðkomandi úr rammanum.

Fyrirtækið Scalado kynnti smáforritið í síðustu viku. Það fer á markað á næstunni og mun vafalaust njóta mikilla vinsælda.

Forritið er byggt á nýrri tækni sem lætur snjallsímann taka röð mynda þegar smellt er af. Þannig getur forritið eytt út viðföngum ljósmyndarinnar sem hreyfast á milli mynda.

Hið alræmda „photobomb" eða myndasprengja verður því brátt úr sögunni.

Hægt er að sjá kynningarmyndband Scalados hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×