Erlent

The Simpsons nær sögulegum áfanga

Assange ásamt Homer og Marge.
Assange ásamt Homer og Marge. mynd/AP
Sjónvarpsþátturinn The Simpsons skráði sig endanlega í sögubækurnar á sunnudaginn þegar 500. þátturinn var frumsýndur. Aðgerðarsinninn Julian Assange var gestaleikari.

Í þættinum var Simpsons fjölskyldunni útskúfað úr Springfield. Út í óbyggðunum rekast þau síðan á Assange sem hjálpar þeim að takast á við lífið í einskismannslandi.

Assange tók upp línurnar sínar frá Bretlandi en hann berst nú gegn því að verða framseldur til Svíþjóðar.

Alls hafa verið framleiddar 23 þáttaraðir af The Simpsons. Mikill fjöldi gestaleikara hefur komið fram í þáttunum, þar á meðal eru Tony Blair, Bono og götulistamaðurinn Banksy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×