Erlent

Gínur í yfirstærð aldrei vinsælli í Bretlandi

Adele á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Adele á Grammy-verðlaunahátíðinni. mynd/AP
Mikið hefur borið á því síðustu vikur að fataverslanir í Bretlandi panti gínur í yfirstærð. Aukningin er rakin til vinsælda söngkonunnar Adele.

Tískuframleiðandinn Karl Lagerfield sagði fyrr í þessum mánuði að Adele væri í raun of feit. En ummælin virðast ekki hafa haft áhrif á tískuvöruverslanir í Bretlandi.

Talsmaður fyrirtækisins Displaysense, sem er einn stærsti gínuframleiðandi Bretlands, sagði að sala á gínum í yfirstærð hafi aukist um 16%. Hann sagði að ummæli Lagerfields um holdafar Adele vera úr takti við tímann.

Sjálf gefur Adele lítið fyrir ummæli Lagerfields. „Ég hef aldrei viljað líta út eins og módelin á forsíðunum," sagði Adele. „Ég er fulltrúi meirihlutans og ég er afar stolt af því."

„Línurnar eru komnar aftur," sagði talsmaður Displaysense. Hann heldur því fram það sé lögulegum stjörnum eins og Adele að þakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×